Google, Facebook og fleiri tæknirisar í Hörpu á föstudag Tinni Sveinsson skrifar 6. september 2016 16:30 Haustráðstefna Advania er nú haldin í 22. skipti og munu leiðandi aðilar miðla þekkingu sinni og framtíðarsýn. Facebook at Work, internetvæðing hlutanna hjá Google og sýndarveruleiki RVX í Hollywood-myndum er meðal þess sem fyrirlesarar fara yfir á Haustráðstefnu Advania. Ráðstefnan fer fram í Hörpu á föstudaginn. Hægt er að kynna sér dagskránna nánar og skrá sig á heimasíðu hennar en af mörgu er að taka. Meðal fyrirlesara er Guðmundur Hafsteinsson, sem stjórnar vöruþróun hjá Google. Guðmundur á langan feril að baki hjá tæknifyrirtækjum víðsvegar um heiminn og nefnist fyrirlestur hans Þriðja byltingin. „Fyrsta tölvubyltingin sem náði til neytenda hófst með aðgengi að vefnum í gegnum borðtölvur. Fólk hafði þá greiðan aðgang að heilum heimi upplýsinga á eigin heimili. Önnur bylting hófst með tilkomu snjallsímans, sem breytti því hvernig fólk notar tæknilausnir og gerði upplýsingaflæðið persónulegra og aðgengilegra. Samhliða því að tæknin verður allt umlykjandi, stöndum við á mörkum þriðju tölvubyltingarinnar. Aðgengi fólks að upplýsingum og aðstoð verður ekki bundið við borðtölvur, fartölvur eða snjallsíma, heldur bíla, úr, hátalara, sjónvörp og fleira,“ segir í lýsingu á fyrirlestri Guðmundar. Cathy Yum mætir frá Facebook og ætlar að skyggnast bak við tjöldin á Facebook at Work, sem mörg íslensk fyrirtæki hafa nú augastað á. Í erindi hennar verður skoðað hvernig Eimskip og Icelandair hafa bætt samskiptaleiðir og efla tengsl starfsfólks með Facebook at Work. Hún ræðir einnig við Ólaf William Hand frá Eimskip og Pétur Þ. Óskarsson frá Icelandair Group um innleiðinguna. Öryggissérfræðingurinn Rik Ferguson fer á skemmtilegan hátt yfir grunnatriðin sem fyrirtæki klikka á þegar þau eru að koma sér upp skilvirkum öryggis- og eftirlitskerfum og ferlum. Ferguson leiðir rannsóknir á sviði netöryggis hjá Trend Micro og er einn af helstu netöryggissérfræðingum heims. Hann hefur sinnt ráðgjöf hjá öryggis og löggæslustofnunum, meðal annars Europol. Daði Einarsson mun fjalla um spennandi hluti sem eru að gerast í heimi VR (Virtual Reality) og mun ræða hvernig RVX getur nýtt sér reynslu sína í myndbrellum fyrir Hollywood kvikmyndir til þess að skara fram úr í VR framleiðslu. RVX hefur séð um sjónrænar brellur í tengslum við margvísleg stór verkefni, aðallega við kvikmyndaframleiðslu í Hollywood. Daði Einarsson er einn af stofnendum RVX og hefur séð um stjón fyrirtækisins frá stofnun þess. Hann býr að viðamikilli reynslu sem hann hefur aflað sér bæði innanlands sem utan. Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, setur ráðstefnuna klukkan 8.30 á föstudagsmorgun og stendur hún allan daginn. Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Facebook at Work, internetvæðing hlutanna hjá Google og sýndarveruleiki RVX í Hollywood-myndum er meðal þess sem fyrirlesarar fara yfir á Haustráðstefnu Advania. Ráðstefnan fer fram í Hörpu á föstudaginn. Hægt er að kynna sér dagskránna nánar og skrá sig á heimasíðu hennar en af mörgu er að taka. Meðal fyrirlesara er Guðmundur Hafsteinsson, sem stjórnar vöruþróun hjá Google. Guðmundur á langan feril að baki hjá tæknifyrirtækjum víðsvegar um heiminn og nefnist fyrirlestur hans Þriðja byltingin. „Fyrsta tölvubyltingin sem náði til neytenda hófst með aðgengi að vefnum í gegnum borðtölvur. Fólk hafði þá greiðan aðgang að heilum heimi upplýsinga á eigin heimili. Önnur bylting hófst með tilkomu snjallsímans, sem breytti því hvernig fólk notar tæknilausnir og gerði upplýsingaflæðið persónulegra og aðgengilegra. Samhliða því að tæknin verður allt umlykjandi, stöndum við á mörkum þriðju tölvubyltingarinnar. Aðgengi fólks að upplýsingum og aðstoð verður ekki bundið við borðtölvur, fartölvur eða snjallsíma, heldur bíla, úr, hátalara, sjónvörp og fleira,“ segir í lýsingu á fyrirlestri Guðmundar. Cathy Yum mætir frá Facebook og ætlar að skyggnast bak við tjöldin á Facebook at Work, sem mörg íslensk fyrirtæki hafa nú augastað á. Í erindi hennar verður skoðað hvernig Eimskip og Icelandair hafa bætt samskiptaleiðir og efla tengsl starfsfólks með Facebook at Work. Hún ræðir einnig við Ólaf William Hand frá Eimskip og Pétur Þ. Óskarsson frá Icelandair Group um innleiðinguna. Öryggissérfræðingurinn Rik Ferguson fer á skemmtilegan hátt yfir grunnatriðin sem fyrirtæki klikka á þegar þau eru að koma sér upp skilvirkum öryggis- og eftirlitskerfum og ferlum. Ferguson leiðir rannsóknir á sviði netöryggis hjá Trend Micro og er einn af helstu netöryggissérfræðingum heims. Hann hefur sinnt ráðgjöf hjá öryggis og löggæslustofnunum, meðal annars Europol. Daði Einarsson mun fjalla um spennandi hluti sem eru að gerast í heimi VR (Virtual Reality) og mun ræða hvernig RVX getur nýtt sér reynslu sína í myndbrellum fyrir Hollywood kvikmyndir til þess að skara fram úr í VR framleiðslu. RVX hefur séð um sjónrænar brellur í tengslum við margvísleg stór verkefni, aðallega við kvikmyndaframleiðslu í Hollywood. Daði Einarsson er einn af stofnendum RVX og hefur séð um stjón fyrirtækisins frá stofnun þess. Hann býr að viðamikilli reynslu sem hann hefur aflað sér bæði innanlands sem utan. Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, setur ráðstefnuna klukkan 8.30 á föstudagsmorgun og stendur hún allan daginn.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira