Fyrirtæki of upptekin við að gera ekki mistök sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 6. september 2016 15:34 Vatnaskil urðu í rekstri fyrirtækja eftir efnahagshrunið 2008. vísir/gva Stjórnendur fyrirtækja hafa eftir efnahagshrunið árið 2008 einblínt of mikið á að gera réttu hlutina frekar heldur en að gera hlutina rétt. Það hefur orðið til þess að framþróun hefur ekki orðið eins mikil og ella. Þetta kom fram í máli stjórnenda á Strategíudeginum; ráðstefnu um stjórnun fyrirtækja, eigendur og stjórnir, sem haldinn var í Hörpu í dag.Ekki alltaf hægt að tikka í öll box Frummælendur voru flestir á einu máli um að ákveðin vatnaskil hafi orðið í rekstri fyrirtækja eftir hrun. Stjórnendur þurfi nú að passa sig á að vera ekki of uppteknir af fortíðinni svo hægt verði að stíga frekari skref í átt til framtíðar. „Við verðum að passa okkur á að gera réttu hlutina en ekki bara að gera hlutina rétt. [...] Það eru umbreytingar núna og ef við erum alltaf að vinna eftir ákveðnu template-i þá verður engin framþróun. Við erum ekki að hugsa nógu mikið um framþróunina,“ sagði Jón Diðrik Jónsson, fjárfestir og formaður stjórnar Skeljungs, á fundinum í dag. Katrín Olga Jóhannsdóttir, formaður Viðskiptaráðs, tók undir þetta. Hún sagðist jafnframt hafa áhyggjur af því að fyrirtæki reyni um of að „tikka í öll box“ og að reglur sem fyrirtæki á skráðum markaði eða lífeyrissjóðir sem fjárfesti á markaði séu of hamlandi gagnvart framþróun líkt og staðan sé í dag. Þá tók Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, í sama streng. „Fyrirtæki eru of upptekin af hruninu. Núna þarf að líta til framtíðar. [...] Við höfum verið of upptekin af því að gera engin mistök eftir hrun,“ sagði hann.Stjórnarformenn farnir að taka virkari þátt Á fundinum kom jafnframt fram að hlutverk stjórnarformanna væru tekin að breytast og að þeir séu farnir að taka virkari þátt í rekstri fyrirtækja. Katrín Olga sagði að nánast sé verið að hlaða verkefnum á stjórnarformenn og að ábyrgð þeirra væri að aukast. Skýra þurfi verklagsreglur í kringum það. Þá voru flestir þeirra sem tóku til máls sammála um að auka þurfi samskipti á milli stjórnar og stjórnenda og starfsmanna almennt. Hins vegar komi það fyrir að stjórn nánast kaffæri stjórnendur, forstjóra og framkvæmdastjóra, með ítrekuðum beiðnum um ýmis gögn og upplýsingar. Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marels, sagði að oftar en ekki væru þetta gögn sem almennt séð skipti ekki máli. Þá séu þetta verkefni sem eigi ekki að vera partur af hinum daglega rekstri. „Maður þarf líka að spyrja sig hvers vegna verið sé að biðja um þessi gögn,“ sagði Ásthildur. Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Stjórnendur fyrirtækja hafa eftir efnahagshrunið árið 2008 einblínt of mikið á að gera réttu hlutina frekar heldur en að gera hlutina rétt. Það hefur orðið til þess að framþróun hefur ekki orðið eins mikil og ella. Þetta kom fram í máli stjórnenda á Strategíudeginum; ráðstefnu um stjórnun fyrirtækja, eigendur og stjórnir, sem haldinn var í Hörpu í dag.Ekki alltaf hægt að tikka í öll box Frummælendur voru flestir á einu máli um að ákveðin vatnaskil hafi orðið í rekstri fyrirtækja eftir hrun. Stjórnendur þurfi nú að passa sig á að vera ekki of uppteknir af fortíðinni svo hægt verði að stíga frekari skref í átt til framtíðar. „Við verðum að passa okkur á að gera réttu hlutina en ekki bara að gera hlutina rétt. [...] Það eru umbreytingar núna og ef við erum alltaf að vinna eftir ákveðnu template-i þá verður engin framþróun. Við erum ekki að hugsa nógu mikið um framþróunina,“ sagði Jón Diðrik Jónsson, fjárfestir og formaður stjórnar Skeljungs, á fundinum í dag. Katrín Olga Jóhannsdóttir, formaður Viðskiptaráðs, tók undir þetta. Hún sagðist jafnframt hafa áhyggjur af því að fyrirtæki reyni um of að „tikka í öll box“ og að reglur sem fyrirtæki á skráðum markaði eða lífeyrissjóðir sem fjárfesti á markaði séu of hamlandi gagnvart framþróun líkt og staðan sé í dag. Þá tók Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, í sama streng. „Fyrirtæki eru of upptekin af hruninu. Núna þarf að líta til framtíðar. [...] Við höfum verið of upptekin af því að gera engin mistök eftir hrun,“ sagði hann.Stjórnarformenn farnir að taka virkari þátt Á fundinum kom jafnframt fram að hlutverk stjórnarformanna væru tekin að breytast og að þeir séu farnir að taka virkari þátt í rekstri fyrirtækja. Katrín Olga sagði að nánast sé verið að hlaða verkefnum á stjórnarformenn og að ábyrgð þeirra væri að aukast. Skýra þurfi verklagsreglur í kringum það. Þá voru flestir þeirra sem tóku til máls sammála um að auka þurfi samskipti á milli stjórnar og stjórnenda og starfsmanna almennt. Hins vegar komi það fyrir að stjórn nánast kaffæri stjórnendur, forstjóra og framkvæmdastjóra, með ítrekuðum beiðnum um ýmis gögn og upplýsingar. Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marels, sagði að oftar en ekki væru þetta gögn sem almennt séð skipti ekki máli. Þá séu þetta verkefni sem eigi ekki að vera partur af hinum daglega rekstri. „Maður þarf líka að spyrja sig hvers vegna verið sé að biðja um þessi gögn,“ sagði Ásthildur.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira