Sigmundur Davíð og flugvallarmálið Höskuldur Þórhallsson skrifar 6. september 2016 07:00 Í grein sem ber heitið „Selt undan flugvellinum“ og birtist í Morgunblaðinu 1. september sl. fer Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hörðum orðum um þær fréttir að „ríkið hafi selt Reykjavíkurborg rúmlega 110.000 fermetra land sem nú er undir suðurenda umræddrar neyðarbrautar fyrir 440 milljónir króna“. Ég tek undir harða gagnrýni vegna sölu landsins en geri hins vegar verulegar athugasemdir við þær ávirðingar sem óneitanlega beinast að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, rangar söguskýringar og villandi efnistök í greininni. Í fyrsta lagi var ekki um að ræða sölu af hálfu ríkisins, þ.e. ríkisstjórnar Sigurðar Inga Jóhannssonar. Eingöngu var um að ræða ákvörðun núverandi innanríkisráðherra og fjármálaráðherra sem báðir tilheyra Sjálfstæðisflokknum. Hún var framkvæmd með vísan til heimildar í fjárlögum fyrir árið 2013 sem hæstaréttarlögmaðurinn og fyrrverandi dómari í Hæstarétti, Jón Steinar Gunnlaugsson, hefur gagnrýnt fyrir þær sakir að sé ekki nægjanleg heimild fyrir sölunni heldur þurfi einnig til að koma heimild í almennum lögum. Ég er sammála gagnrýni Jóns Steinars enda hafa núverandi forsætisráðherra og þingmenn Framsóknarflokksins gagnrýnt söluna harðlega. Þeir komu hins vegar hvergi að málinu þegar ákvörðunin var tekin af viðkomandi ráðherrum eins og halda mætti af því sem gefið er í skyn í greininni. Í öðru lagi kemur það hvergi fram í samningum, dómum eða öðrum gögnum að fyrrverandi forsætisráðherra hafi „beinlínis gert það að skilyrði“ fyrir undirritun samkomulagsins við Reykjavíkurborg um hina svokölluðu Rögnunefnd „… að horfið yrði frá því að semja“ um lokun NA/SV-flugbrautarinnar sem í daglegu tali er kölluð neyðarbrautin. Samkomulag fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, sem lá til grundvallar niðurstöðu Hæstaréttar um lokun brautarinnar, var undirritað á sama stað og á sama tíma og samkomulagið um Rögnunefndina, eins og myndir af atburðinum sýna svart á hvítu. Ef skilyrðið um að ekki yrðið samið um lokun brautarinnar hefði til að mynda komið fram í samningnum um Rögnunefndina, hefðu dómstólar aldrei fallist á samkomulagið um lokun neyðarbrautarinnar. Fullyrðingar fyrrverandi forsætisráðherra um þetta atriði eru því afar ótrúverðugar, ef ekki beinlínis rangar.Algjörlega óútskýrt Hin bitra staðreynd er sú að samkomulagið um lokun neyðarbrautarinnar er stærsti áfanginn hingað til í því að bola flugvellinum í burtu. Það er blákaldur veruleikinn þótt ég telji að enn sé hægt að grípa til aðgerða til að forðast það tjón sem af því myndi hljótast. Það fer líka þvert gegn því sem fram kemur í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar þar sem segir að flugvöllurinn „sé grundvallarþáttur í samgöngum landsins“. Af hverju fyrrverandi forsætisráðherra lét það viðgangast að samkomulagið um lokun neyðarbrautarinnar væri undirritað, beinlínis fyrir framan augun á honum, er algjörlega óútskýrt. Einnig hvers vegna ríkisstjórnin var ekki kölluð þá þegar saman og þess krafist að samkomulaginu yrði rift. Ef ekki hefði verið orðið við því hefði verið hægt að leggja fram þingmál til að ógilda samkomulagið eins og Hæstiréttur staðfesti í sumar að heimilt hefði verið. Þá hefði fyrrverandi forsætisráðherra verið í lófa lagið að krefjast þess að þingmál um skipulagsvald Reykjavíkurborgar, sem allur þingflokkur Framsóknarflokksins stendur á bak við, færi í atkvæðagreiðslu, því slíkt er á hans valdi. Engar slíkar aðgerðir voru framkvæmdar þótt tækifæri hefði verið til á sínum tíma. Í þriðja lagi er í greininni vísað til þess að öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hafi lýst „yfir vonbrigðum með drög að samgönguáætlun meðal annars með vísan til lokun brautarinnar“. Þessa framsetningu tel ég afar villandi. Í drögum að samgönguáætlun sem vísað er til og lögð voru fram af núverandi innanríkisráðherra í vor sem leið er hvergi minnst einu orði á lokun neyðarbrautarinnar. Gagnrýni FÍA snýst fyrst og fremst um fjárskort til uppbyggingar, endurbóta og viðhalds á flugvöllum víðs vegar um landið. Þeim áhyggjum hefur verið eytt með þeim breytingum sem umhverfis- og samgöngunefnd kynnti í drögum að nefndaráliti með samgönguáætlun síðasta vor og verður að öllum líkindum samþykkt á Alþingi núna á haustþinginu. Þar er verulegu fjármagni bætt við í framkvæmdir við flugvelli og flughlöð um allt land. Baráttan gegn áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni er hörð og óvægin. Reykjavíkurborg hefur sýnt í verki að hún mun einskis láta ófreistað að koma flugvellinum fyrir kattarnef. Á næsta kjörtímabili ræðst hvernig sú barátta endar þar sem örfá ár eru til stefnu áður en honum verður endanlega lokað samkvæmt gildandi samkomulagi. Þar skiptir trúverðugleiki stjórnmálamanna í umræðunni lykilhlutverki. Í því samhengi er vert að minna á að forsætisráðherrann fyrrverandi var fulltrúi í skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar, þar sem unnið var að aðalskipulagi þar sem meginmarkmiðið var að flugvöllurinn myndi víkja, auk þess sem hann var sjálfur þeirrar skoðunar. Þótt hann skipti um skoðun þegar hann tók við sem formaður Framsóknarflokksins árið 2009 benda verk hans á kjörtímabilinu ekki til þess að hann hafi lagt nokkurn skapaðan hlut á sig til að koma í veg fyrir að Reykjavíkurflugvöllur færi úr Vatnsmýrinni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem ber heitið „Selt undan flugvellinum“ og birtist í Morgunblaðinu 1. september sl. fer Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hörðum orðum um þær fréttir að „ríkið hafi selt Reykjavíkurborg rúmlega 110.000 fermetra land sem nú er undir suðurenda umræddrar neyðarbrautar fyrir 440 milljónir króna“. Ég tek undir harða gagnrýni vegna sölu landsins en geri hins vegar verulegar athugasemdir við þær ávirðingar sem óneitanlega beinast að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, rangar söguskýringar og villandi efnistök í greininni. Í fyrsta lagi var ekki um að ræða sölu af hálfu ríkisins, þ.e. ríkisstjórnar Sigurðar Inga Jóhannssonar. Eingöngu var um að ræða ákvörðun núverandi innanríkisráðherra og fjármálaráðherra sem báðir tilheyra Sjálfstæðisflokknum. Hún var framkvæmd með vísan til heimildar í fjárlögum fyrir árið 2013 sem hæstaréttarlögmaðurinn og fyrrverandi dómari í Hæstarétti, Jón Steinar Gunnlaugsson, hefur gagnrýnt fyrir þær sakir að sé ekki nægjanleg heimild fyrir sölunni heldur þurfi einnig til að koma heimild í almennum lögum. Ég er sammála gagnrýni Jóns Steinars enda hafa núverandi forsætisráðherra og þingmenn Framsóknarflokksins gagnrýnt söluna harðlega. Þeir komu hins vegar hvergi að málinu þegar ákvörðunin var tekin af viðkomandi ráðherrum eins og halda mætti af því sem gefið er í skyn í greininni. Í öðru lagi kemur það hvergi fram í samningum, dómum eða öðrum gögnum að fyrrverandi forsætisráðherra hafi „beinlínis gert það að skilyrði“ fyrir undirritun samkomulagsins við Reykjavíkurborg um hina svokölluðu Rögnunefnd „… að horfið yrði frá því að semja“ um lokun NA/SV-flugbrautarinnar sem í daglegu tali er kölluð neyðarbrautin. Samkomulag fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, sem lá til grundvallar niðurstöðu Hæstaréttar um lokun brautarinnar, var undirritað á sama stað og á sama tíma og samkomulagið um Rögnunefndina, eins og myndir af atburðinum sýna svart á hvítu. Ef skilyrðið um að ekki yrðið samið um lokun brautarinnar hefði til að mynda komið fram í samningnum um Rögnunefndina, hefðu dómstólar aldrei fallist á samkomulagið um lokun neyðarbrautarinnar. Fullyrðingar fyrrverandi forsætisráðherra um þetta atriði eru því afar ótrúverðugar, ef ekki beinlínis rangar.Algjörlega óútskýrt Hin bitra staðreynd er sú að samkomulagið um lokun neyðarbrautarinnar er stærsti áfanginn hingað til í því að bola flugvellinum í burtu. Það er blákaldur veruleikinn þótt ég telji að enn sé hægt að grípa til aðgerða til að forðast það tjón sem af því myndi hljótast. Það fer líka þvert gegn því sem fram kemur í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar þar sem segir að flugvöllurinn „sé grundvallarþáttur í samgöngum landsins“. Af hverju fyrrverandi forsætisráðherra lét það viðgangast að samkomulagið um lokun neyðarbrautarinnar væri undirritað, beinlínis fyrir framan augun á honum, er algjörlega óútskýrt. Einnig hvers vegna ríkisstjórnin var ekki kölluð þá þegar saman og þess krafist að samkomulaginu yrði rift. Ef ekki hefði verið orðið við því hefði verið hægt að leggja fram þingmál til að ógilda samkomulagið eins og Hæstiréttur staðfesti í sumar að heimilt hefði verið. Þá hefði fyrrverandi forsætisráðherra verið í lófa lagið að krefjast þess að þingmál um skipulagsvald Reykjavíkurborgar, sem allur þingflokkur Framsóknarflokksins stendur á bak við, færi í atkvæðagreiðslu, því slíkt er á hans valdi. Engar slíkar aðgerðir voru framkvæmdar þótt tækifæri hefði verið til á sínum tíma. Í þriðja lagi er í greininni vísað til þess að öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hafi lýst „yfir vonbrigðum með drög að samgönguáætlun meðal annars með vísan til lokun brautarinnar“. Þessa framsetningu tel ég afar villandi. Í drögum að samgönguáætlun sem vísað er til og lögð voru fram af núverandi innanríkisráðherra í vor sem leið er hvergi minnst einu orði á lokun neyðarbrautarinnar. Gagnrýni FÍA snýst fyrst og fremst um fjárskort til uppbyggingar, endurbóta og viðhalds á flugvöllum víðs vegar um landið. Þeim áhyggjum hefur verið eytt með þeim breytingum sem umhverfis- og samgöngunefnd kynnti í drögum að nefndaráliti með samgönguáætlun síðasta vor og verður að öllum líkindum samþykkt á Alþingi núna á haustþinginu. Þar er verulegu fjármagni bætt við í framkvæmdir við flugvelli og flughlöð um allt land. Baráttan gegn áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni er hörð og óvægin. Reykjavíkurborg hefur sýnt í verki að hún mun einskis láta ófreistað að koma flugvellinum fyrir kattarnef. Á næsta kjörtímabili ræðst hvernig sú barátta endar þar sem örfá ár eru til stefnu áður en honum verður endanlega lokað samkvæmt gildandi samkomulagi. Þar skiptir trúverðugleiki stjórnmálamanna í umræðunni lykilhlutverki. Í því samhengi er vert að minna á að forsætisráðherrann fyrrverandi var fulltrúi í skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar, þar sem unnið var að aðalskipulagi þar sem meginmarkmiðið var að flugvöllurinn myndi víkja, auk þess sem hann var sjálfur þeirrar skoðunar. Þótt hann skipti um skoðun þegar hann tók við sem formaður Framsóknarflokksins árið 2009 benda verk hans á kjörtímabilinu ekki til þess að hann hafi lagt nokkurn skapaðan hlut á sig til að koma í veg fyrir að Reykjavíkurflugvöllur færi úr Vatnsmýrinni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun