Endurtaka strákarnir afrekið frá 1999? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. september 2016 15:30 Sigurður Jónsson, fyrirliði Íslands, nefbrotnaði eftir hálftíma í leiknum í Kænugarði fyrir 17 árum. Hann lét það þó ekki á sig fá og kláraði leikinn. Hér er hann í skallaeinvígi við Serhiy Rebrov. vísir/epa Íslenska fótboltalandsliðið stígur fyrsta skrefið í átt að HM 2018 þegar það mætir því úkraínska á tómum Ólympíuleikvanginum í Kænugarði í kvöld. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem A-landslið þjóðanna mætast en þau voru einnig saman í riðli í undankeppni EM 2000. Frammistaða Íslands í þeirri undankeppni var frábær en liðið var ekki langt frá því að komast upp úr gríðarlega sterkum riðli sem samanstóð af, auk Íslands og Úkraínu, heims- og verðandi Evrópumeisturum Frakka, Rússum, Armenum og Andorramönnum. Undankeppnin byrjaði og endaði á eftirminnilegum leikjum við Frakka en jafnteflið sem Ísland náði í Kænugarði í útileiknum gegn Úkraínu hefur fallið dálítið í skuggann af Frakkaleikjunum.Andriy Shevchenko var keyptur til ítalska stórliðsins AC Milan sumarið 1999.vísir/gettyÚkraína var með gríðarlega sterkt lið á þessum tíma en uppistaðan í því voru leikmenn sem léku með Dynamo Kiev sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 1999. Aðalstjörnur úkraínska liðsins/Dynamo Kiev voru framherjarnir Andriy Schevchenko og Serhiy Rebrov. Schevchenko er núverandi landsliðsþjálfari Úkraínu og stýrir liðinu í fyrsta sinn í kvöld. Rebrov er aftur á móti við stjórnvölinn hjá Dynamo og hefur gert liðið að úkraínskum meisturum undanfarin tvö ár. Shevchenko skoraði 33 mörk í 44 leikjum með Dynamo tímabilið 1998-99 en hann skoraði aðeins eitt mark í undankeppninni. Það var heldur betur mikilvægt því Shevchenko skoraði jöfnunarmarkið gegn Rússlandi í lokaleik riðlakeppninnar sem tryggði Úkraínumönnum sæti í umspili um sæti í lokakeppninni í Hollandi og Belgíu.Guðjón Þórðarson náði frábærum árangri með íslenska landsliðið á árunum 1997-99 og var nálægt því að koma því inn á EM 2000.vísir/hilmarÞegar að leiknum í Kænugarði 31. mars 1999 kom voru bæði lið ósigruð í D-riðli; Íslendingar voru með átta stig og Úkraínumenn tíu. Með sigri hefði Ísland farið á toppinn, að því gefnu að Frökkum mistækist að vinna Armeníu síðar um kvöldið. Ísland komst ekki í toppsætið en 1-1 jafntefli voru engu að síður frábær úrslit á erfiðum útivelli. Uppskriftin að árangri í leiknum í Kænugarði var sú sama og í allri undankeppninni; frábær varnarleikur og vel útfærð föst leikatriði. Mark Íslands kom einmitt eftir hornspyrnu. Rúnar Kristinsson sendi boltann inn á teiginn, Úkraínumenn skölluðu frá en boltinn barst beint á Þórð Guðjónsson á vítateigsboganum. Hann tók boltann á lofti með hægri og lét vaða, skotið var ágætt en breyttist í frábæra sendingu þegar Lárus Orri Sigurðsson rak fótinn út og stýrði boltanum í markið framhjá Olexandr Shovkovskiy í marki Úkraínu.Lárus Orri skoraði jöfnunarmarkið í Kænugarði.vísir/gettyMarkið kom úr óvæntri átt enda var Lárus Orri ekki mikill markaskorari. Raunar var þetta aðeins annað af tveimur mörkum hans fyrir landsliðið. Hitt kom í 1-1 jafntefli gegn Sádí-Arabíu í vináttulandsleik í maí 1998. Markið kom á 66. mínútu, sjö mínútum eftir að Vladyslav Vaschuk kom heimamönnum yfir eftir að hafa sloppið inn fyrir íslensku vörnina. Það var eitt af örfáum skiptum sem íslenska vörnin opnaðist í leiknum. Annars hélt hún skeinuhættum sóknarmönnum Úkraínu í skefjum. Eftir mark Lárusar Orra þyngdist pressa heimamanna en íslenska vörnin stóðst öll áhlaup þeirra. Fyrirliðinn Sigurður Jónsson nefbrotnaði eftir hálftíma en kláraði leikinn þrátt fyrir að nefið væri komið út á hlið. Það var kannski lýsandi fyrir baráttuandann í íslenska liðinu sem hélt út og fagnaði stiginu. Þetta var níundi leikur liðsins í röð án taps.Helgi Kolviðsson, nýr aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, kom inn á sem varamaður í leiknum í Úkraínu fyrir 17 árum.vísir/hannaEftir leikinn í Kænugarði var Ísland áfram í 3. sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir Frökkum og Úkraínumönnum. Og fyrir seinni leikinn gegn Úkraínu á Laugardalsvellinum 8. september 1999 voru íslensku strákarnir í góðri stöðu með 15 stig, líkt og Frakkar og Rússar, og aðeins einu stigi frá toppliði Úkraínu. Í heimaleiknum gegn Úkraínumönnu skyldi mark Rebrovs úr umdeildri vítaspyrnu liðin að. Ísland átti þó enn möguleika á að tryggja sér sæti í umspilinu fyrir lokaleikinn gegn Frökkum á Stade de France. En þrátt fyrir frábæra endurkomu varð íslenska liðið að sætta sig við tap gegn heimsmeisturunum og 4. sætið í riðlinum. Úkraínumenn fóru í umspil þar sem þeir töpuðu óvænt fyrir Slóveníu.Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Úkraínu 31. mars 1999 var þannig skipað: Birkir Kristinsson - Auðun Helgason, Lárus Orri Sigurðsson, Sigurður Jónsson, Steinar Adolfsson, Hermann Hreiðarsson - Þórður Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Eyjólfur Sverrisson, Rúnar Kristinsson (78. Helgi Kolviðsson) - Helgi Sigurðsson (84. Sverrir Sverrisson).Mark Lárusar Orra úr leiknum má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Þurfti að sparka í rassgatið á mér til að koma mér af stað eftir EM Hannes Þór Halldórsson þarf væntanlega eins og í Frakklandi í sumar að vera á tánum í leiknum annað kvöld 4. september 2016 15:15 Kári: EM er geymt en ekki gleymt Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018. 3. september 2016 19:00 Zinchenko: Verður baráttuleikur Oleksandr Zinchenko er ein af framtíðarstjörnum úkraínska landsliðsins. Manchester City keypti þennan 19 ára strák af UFA í sumar og lánaði hann til PSV Eindhoven í Hollandi skömmu áður en lokað var á félagaskipti. 5. september 2016 14:30 Frakki dæmir leikinn í Kænugarði Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið. 4. september 2016 06:00 Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað Heimir Hallgrímsson stýrir sínum fyrsta landsleik án Lars Lagerbäck í Kænugarði annað kvöld. 4. september 2016 11:53 Allra augu á Shevchenko Það verður mikil pressa á Andriy Shevchenko í kvöld þegar hann stýrir Úkraínumönnum í fyrsta sinn á galtómum Olympíuleikvanginum hér í Kiev. 5. september 2016 10:15 Uppselt á leikinn gegn Tyrkjum Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 sem fer fram á Laugardalsvellinum sunnudaginn 9. október. 3. september 2016 13:15 Jón Daði: Getum ekki beðið eftir að byrja Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað vel með Úlfunum í enska fótboltanum. Það kemur mikið til með að mæða á honum í framlínunni gegn Úkraínumönnum í kvöld. 5. september 2016 09:30 Strákarnir fengu ekki bernaise sósu því ekkert íslenskt smjör var til | Myndband Nýr landsliðskokkur, Hinrik Ingi Guðbjargarson, ætlaði að gera bernaise sósu fyrir strákana en það var ekki í boði. 4. september 2016 14:00 Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig Ísland verður án markahæsta leikmannsins á morgun en fyrirliðinn trúir á þá sem koma inn fyrir hann. 4. september 2016 12:06 Væntingarnar eðlilega miklar eftir góðan árangur Strákarnir okkar fara aftur af stað í Kænugarði í kvöld eftir EM-ævintýrið, en þar mæta þeir Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 06:00 Boxleitner: Kom mér á óvart hvað strákarnir voru góðir Sebastian Boxleitner stjórnaði upphitun hjá landsliðsmönnum á einu æfingunni hér í Kænugarði. KSÍ réði hann til starfa í sumar. 5. september 2016 13:00 Birkir Már: Frábært að hitta hópinn Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu. 3. september 2016 21:15 Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum. 3. september 2016 16:15 Kolbeinn missir af leiknum gegn Úkraínu Kolbeinn Sigþórsson verður ekki með íslenska fótboltalandsliðinu í leiknum gegn Úkraínu á mánudaginn vegna hnémeiðsla. 2. september 2016 20:55 Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. 5. september 2016 10:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið stígur fyrsta skrefið í átt að HM 2018 þegar það mætir því úkraínska á tómum Ólympíuleikvanginum í Kænugarði í kvöld. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem A-landslið þjóðanna mætast en þau voru einnig saman í riðli í undankeppni EM 2000. Frammistaða Íslands í þeirri undankeppni var frábær en liðið var ekki langt frá því að komast upp úr gríðarlega sterkum riðli sem samanstóð af, auk Íslands og Úkraínu, heims- og verðandi Evrópumeisturum Frakka, Rússum, Armenum og Andorramönnum. Undankeppnin byrjaði og endaði á eftirminnilegum leikjum við Frakka en jafnteflið sem Ísland náði í Kænugarði í útileiknum gegn Úkraínu hefur fallið dálítið í skuggann af Frakkaleikjunum.Andriy Shevchenko var keyptur til ítalska stórliðsins AC Milan sumarið 1999.vísir/gettyÚkraína var með gríðarlega sterkt lið á þessum tíma en uppistaðan í því voru leikmenn sem léku með Dynamo Kiev sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 1999. Aðalstjörnur úkraínska liðsins/Dynamo Kiev voru framherjarnir Andriy Schevchenko og Serhiy Rebrov. Schevchenko er núverandi landsliðsþjálfari Úkraínu og stýrir liðinu í fyrsta sinn í kvöld. Rebrov er aftur á móti við stjórnvölinn hjá Dynamo og hefur gert liðið að úkraínskum meisturum undanfarin tvö ár. Shevchenko skoraði 33 mörk í 44 leikjum með Dynamo tímabilið 1998-99 en hann skoraði aðeins eitt mark í undankeppninni. Það var heldur betur mikilvægt því Shevchenko skoraði jöfnunarmarkið gegn Rússlandi í lokaleik riðlakeppninnar sem tryggði Úkraínumönnum sæti í umspili um sæti í lokakeppninni í Hollandi og Belgíu.Guðjón Þórðarson náði frábærum árangri með íslenska landsliðið á árunum 1997-99 og var nálægt því að koma því inn á EM 2000.vísir/hilmarÞegar að leiknum í Kænugarði 31. mars 1999 kom voru bæði lið ósigruð í D-riðli; Íslendingar voru með átta stig og Úkraínumenn tíu. Með sigri hefði Ísland farið á toppinn, að því gefnu að Frökkum mistækist að vinna Armeníu síðar um kvöldið. Ísland komst ekki í toppsætið en 1-1 jafntefli voru engu að síður frábær úrslit á erfiðum útivelli. Uppskriftin að árangri í leiknum í Kænugarði var sú sama og í allri undankeppninni; frábær varnarleikur og vel útfærð föst leikatriði. Mark Íslands kom einmitt eftir hornspyrnu. Rúnar Kristinsson sendi boltann inn á teiginn, Úkraínumenn skölluðu frá en boltinn barst beint á Þórð Guðjónsson á vítateigsboganum. Hann tók boltann á lofti með hægri og lét vaða, skotið var ágætt en breyttist í frábæra sendingu þegar Lárus Orri Sigurðsson rak fótinn út og stýrði boltanum í markið framhjá Olexandr Shovkovskiy í marki Úkraínu.Lárus Orri skoraði jöfnunarmarkið í Kænugarði.vísir/gettyMarkið kom úr óvæntri átt enda var Lárus Orri ekki mikill markaskorari. Raunar var þetta aðeins annað af tveimur mörkum hans fyrir landsliðið. Hitt kom í 1-1 jafntefli gegn Sádí-Arabíu í vináttulandsleik í maí 1998. Markið kom á 66. mínútu, sjö mínútum eftir að Vladyslav Vaschuk kom heimamönnum yfir eftir að hafa sloppið inn fyrir íslensku vörnina. Það var eitt af örfáum skiptum sem íslenska vörnin opnaðist í leiknum. Annars hélt hún skeinuhættum sóknarmönnum Úkraínu í skefjum. Eftir mark Lárusar Orra þyngdist pressa heimamanna en íslenska vörnin stóðst öll áhlaup þeirra. Fyrirliðinn Sigurður Jónsson nefbrotnaði eftir hálftíma en kláraði leikinn þrátt fyrir að nefið væri komið út á hlið. Það var kannski lýsandi fyrir baráttuandann í íslenska liðinu sem hélt út og fagnaði stiginu. Þetta var níundi leikur liðsins í röð án taps.Helgi Kolviðsson, nýr aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, kom inn á sem varamaður í leiknum í Úkraínu fyrir 17 árum.vísir/hannaEftir leikinn í Kænugarði var Ísland áfram í 3. sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir Frökkum og Úkraínumönnum. Og fyrir seinni leikinn gegn Úkraínu á Laugardalsvellinum 8. september 1999 voru íslensku strákarnir í góðri stöðu með 15 stig, líkt og Frakkar og Rússar, og aðeins einu stigi frá toppliði Úkraínu. Í heimaleiknum gegn Úkraínumönnu skyldi mark Rebrovs úr umdeildri vítaspyrnu liðin að. Ísland átti þó enn möguleika á að tryggja sér sæti í umspilinu fyrir lokaleikinn gegn Frökkum á Stade de France. En þrátt fyrir frábæra endurkomu varð íslenska liðið að sætta sig við tap gegn heimsmeisturunum og 4. sætið í riðlinum. Úkraínumenn fóru í umspil þar sem þeir töpuðu óvænt fyrir Slóveníu.Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Úkraínu 31. mars 1999 var þannig skipað: Birkir Kristinsson - Auðun Helgason, Lárus Orri Sigurðsson, Sigurður Jónsson, Steinar Adolfsson, Hermann Hreiðarsson - Þórður Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Eyjólfur Sverrisson, Rúnar Kristinsson (78. Helgi Kolviðsson) - Helgi Sigurðsson (84. Sverrir Sverrisson).Mark Lárusar Orra úr leiknum má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Þurfti að sparka í rassgatið á mér til að koma mér af stað eftir EM Hannes Þór Halldórsson þarf væntanlega eins og í Frakklandi í sumar að vera á tánum í leiknum annað kvöld 4. september 2016 15:15 Kári: EM er geymt en ekki gleymt Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018. 3. september 2016 19:00 Zinchenko: Verður baráttuleikur Oleksandr Zinchenko er ein af framtíðarstjörnum úkraínska landsliðsins. Manchester City keypti þennan 19 ára strák af UFA í sumar og lánaði hann til PSV Eindhoven í Hollandi skömmu áður en lokað var á félagaskipti. 5. september 2016 14:30 Frakki dæmir leikinn í Kænugarði Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið. 4. september 2016 06:00 Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað Heimir Hallgrímsson stýrir sínum fyrsta landsleik án Lars Lagerbäck í Kænugarði annað kvöld. 4. september 2016 11:53 Allra augu á Shevchenko Það verður mikil pressa á Andriy Shevchenko í kvöld þegar hann stýrir Úkraínumönnum í fyrsta sinn á galtómum Olympíuleikvanginum hér í Kiev. 5. september 2016 10:15 Uppselt á leikinn gegn Tyrkjum Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 sem fer fram á Laugardalsvellinum sunnudaginn 9. október. 3. september 2016 13:15 Jón Daði: Getum ekki beðið eftir að byrja Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað vel með Úlfunum í enska fótboltanum. Það kemur mikið til með að mæða á honum í framlínunni gegn Úkraínumönnum í kvöld. 5. september 2016 09:30 Strákarnir fengu ekki bernaise sósu því ekkert íslenskt smjör var til | Myndband Nýr landsliðskokkur, Hinrik Ingi Guðbjargarson, ætlaði að gera bernaise sósu fyrir strákana en það var ekki í boði. 4. september 2016 14:00 Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig Ísland verður án markahæsta leikmannsins á morgun en fyrirliðinn trúir á þá sem koma inn fyrir hann. 4. september 2016 12:06 Væntingarnar eðlilega miklar eftir góðan árangur Strákarnir okkar fara aftur af stað í Kænugarði í kvöld eftir EM-ævintýrið, en þar mæta þeir Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 06:00 Boxleitner: Kom mér á óvart hvað strákarnir voru góðir Sebastian Boxleitner stjórnaði upphitun hjá landsliðsmönnum á einu æfingunni hér í Kænugarði. KSÍ réði hann til starfa í sumar. 5. september 2016 13:00 Birkir Már: Frábært að hitta hópinn Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu. 3. september 2016 21:15 Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum. 3. september 2016 16:15 Kolbeinn missir af leiknum gegn Úkraínu Kolbeinn Sigþórsson verður ekki með íslenska fótboltalandsliðinu í leiknum gegn Úkraínu á mánudaginn vegna hnémeiðsla. 2. september 2016 20:55 Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. 5. september 2016 10:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Hannes: Þurfti að sparka í rassgatið á mér til að koma mér af stað eftir EM Hannes Þór Halldórsson þarf væntanlega eins og í Frakklandi í sumar að vera á tánum í leiknum annað kvöld 4. september 2016 15:15
Kári: EM er geymt en ekki gleymt Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018. 3. september 2016 19:00
Zinchenko: Verður baráttuleikur Oleksandr Zinchenko er ein af framtíðarstjörnum úkraínska landsliðsins. Manchester City keypti þennan 19 ára strák af UFA í sumar og lánaði hann til PSV Eindhoven í Hollandi skömmu áður en lokað var á félagaskipti. 5. september 2016 14:30
Frakki dæmir leikinn í Kænugarði Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið. 4. september 2016 06:00
Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað Heimir Hallgrímsson stýrir sínum fyrsta landsleik án Lars Lagerbäck í Kænugarði annað kvöld. 4. september 2016 11:53
Allra augu á Shevchenko Það verður mikil pressa á Andriy Shevchenko í kvöld þegar hann stýrir Úkraínumönnum í fyrsta sinn á galtómum Olympíuleikvanginum hér í Kiev. 5. september 2016 10:15
Uppselt á leikinn gegn Tyrkjum Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 sem fer fram á Laugardalsvellinum sunnudaginn 9. október. 3. september 2016 13:15
Jón Daði: Getum ekki beðið eftir að byrja Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað vel með Úlfunum í enska fótboltanum. Það kemur mikið til með að mæða á honum í framlínunni gegn Úkraínumönnum í kvöld. 5. september 2016 09:30
Strákarnir fengu ekki bernaise sósu því ekkert íslenskt smjör var til | Myndband Nýr landsliðskokkur, Hinrik Ingi Guðbjargarson, ætlaði að gera bernaise sósu fyrir strákana en það var ekki í boði. 4. september 2016 14:00
Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig Ísland verður án markahæsta leikmannsins á morgun en fyrirliðinn trúir á þá sem koma inn fyrir hann. 4. september 2016 12:06
Væntingarnar eðlilega miklar eftir góðan árangur Strákarnir okkar fara aftur af stað í Kænugarði í kvöld eftir EM-ævintýrið, en þar mæta þeir Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 06:00
Boxleitner: Kom mér á óvart hvað strákarnir voru góðir Sebastian Boxleitner stjórnaði upphitun hjá landsliðsmönnum á einu æfingunni hér í Kænugarði. KSÍ réði hann til starfa í sumar. 5. september 2016 13:00
Birkir Már: Frábært að hitta hópinn Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu. 3. september 2016 21:15
Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum. 3. september 2016 16:15
Kolbeinn missir af leiknum gegn Úkraínu Kolbeinn Sigþórsson verður ekki með íslenska fótboltalandsliðinu í leiknum gegn Úkraínu á mánudaginn vegna hnémeiðsla. 2. september 2016 20:55
Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. 5. september 2016 10:45