Íslensku verkin í Þjóðleikhúsinu Símon Birgisson skrifar 5. september 2016 13:21 Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. Þetta ár er engin undantekning. Á laugardaginn frumsýndum við Djöflaeyjuna, nýjan íslenskan söngleik byggðan á hinum ástsælu bókum Einars Kárasonar. Það er von okkar að þessi nýja nálgun, að nota tónlist í bland við hinn frábæra texta Einars til að segja þessa klassísku sögu falli vel í kramið hjá íslenskum leikhúsgestum. Um leið er ekki verið að forðast dramatíkina, Djöflaeyjan er saga um drykkjusýki, fátækt og umbrotatíma í íslensku samfélagi. Það er ekkert dregið undan. Í ár verða þrjú ný íslensk leikrit frumflutt í Þjóðleikhúsinu. Það er eitt af grunnhlutverkum hússins – að leggja alúð og rækt við íslenska leikritun. Og það er sérstaklega ánægjulegt að tvö af þessum leikritum eru sérstaklega samin fyrir börn en oft heyrist sú gagnrýni að börn verði útundan hjá stóru leikhúsunum. Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson er ævintýri þar sem unnið er með íslenskan þjóðsagnaarf á stóra sviði Þjóðleikhússins. Íslenski fíllinn er nýtt íslenskt brúðuleikrit eftir Bernd Ogrodnik og Hildi M. Jónsdóttur hjá Brúðuheimum. Í verkinu slást börnin í för með forvitnum fílsunga sem ferðast frá Afríku til Íslands í leit að hreinu vatni og friðsælum samastað. Sérstaklega ánægjulegt er að báðum þessum leikritum verður leikstýrt af konum. Ágústa Skúladóttir leikstýrir Íslenska fílnum og Selma Björnsdóttir Fjarskalandi. Þriðja íslenska leikritið sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu er Húsið eftir Guðmund Steinsson. Guðmundur er eitt af okkar fremstu leikskáldum og kannast flestir íslenskir leikhúsgestir við verk eins og Stundarfrið, Sólarferð og Lúkas. Guðmundur átti á sínum ferli stórkostleg verk sem vöktu athygli langt út fyrir íslenskan leikhúsheim. En ekki öll leikrit Guðmundar voru sett á svið – þannig er íslenskur leikhúsveruleiki. Mörg afbragðsleikrit hafa eingöngu verið sýnd einu sinni og sum jafnvel aldrei. Húsið, sem Guðmundur skrifaði um 1970, er eitt af þeim og má finna í heildarútgáfu verka hans sem Jón Viðar Jónsson tók saman og gaf út fyrir nokkrum árum. Þjóðleikhúsið vill heiðra minningu Guðmundar með því að frumsýna Húsið – nær fimmtíu árum eftir að það var skrifað. Benedikt Erlingsson mun leikstýra verkinu og Kristbjörg Keld, eftirlifandi eiginkona Guðmundar fara með eitt aðalhlutverka. Í byrjun þessa leikárs hefur maður heyrt gagnrýni á stóru leikhúsinu tvö fyrir að bjóða upp á of margar leikgerðir. Leikrit þar sem bók liggur til grundvallar. Það má vissulega takast á um hvort leikgerð sé minni nýsköpun en frumsamið leikrit. Ég hef skrifað ófáar greinar þar sem ég lýsi því sjónarmiði að svo sé ekki. En það er miður í þessari umræðu að ekki sé talað um það sem vel er gert. Frumsýning á þremur nýjum frumsömdum íslenskum leikritum í Þjóðleikhúsinu – tvö sérstaklega samin fyrir börn og eitt eftir eitt okkar frægasta leikskáld hljóta að teljast góð tíðindi. Það er ekki lítið hlutfall af heildarverkum á leikárinu og ekki lítið hlutfall í samhengi við fyrri leikár. Gleðjumst yfir íslenskri nýsköpun og kraftinum í leikhúsunum í vetur. Þjóðleikhúsið er í samstarfi við fjölda íslenskra höfunda þar sem þróuð eru ný leikrit. Sum rata á svið en önnur ekki en Þjóðleikhúsið mun halda áfram þessari nauðsynlegu vinnu og sjá til þess að íslensk leikritun verði alltaf í aðalhlutverki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. Þetta ár er engin undantekning. Á laugardaginn frumsýndum við Djöflaeyjuna, nýjan íslenskan söngleik byggðan á hinum ástsælu bókum Einars Kárasonar. Það er von okkar að þessi nýja nálgun, að nota tónlist í bland við hinn frábæra texta Einars til að segja þessa klassísku sögu falli vel í kramið hjá íslenskum leikhúsgestum. Um leið er ekki verið að forðast dramatíkina, Djöflaeyjan er saga um drykkjusýki, fátækt og umbrotatíma í íslensku samfélagi. Það er ekkert dregið undan. Í ár verða þrjú ný íslensk leikrit frumflutt í Þjóðleikhúsinu. Það er eitt af grunnhlutverkum hússins – að leggja alúð og rækt við íslenska leikritun. Og það er sérstaklega ánægjulegt að tvö af þessum leikritum eru sérstaklega samin fyrir börn en oft heyrist sú gagnrýni að börn verði útundan hjá stóru leikhúsunum. Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson er ævintýri þar sem unnið er með íslenskan þjóðsagnaarf á stóra sviði Þjóðleikhússins. Íslenski fíllinn er nýtt íslenskt brúðuleikrit eftir Bernd Ogrodnik og Hildi M. Jónsdóttur hjá Brúðuheimum. Í verkinu slást börnin í för með forvitnum fílsunga sem ferðast frá Afríku til Íslands í leit að hreinu vatni og friðsælum samastað. Sérstaklega ánægjulegt er að báðum þessum leikritum verður leikstýrt af konum. Ágústa Skúladóttir leikstýrir Íslenska fílnum og Selma Björnsdóttir Fjarskalandi. Þriðja íslenska leikritið sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu er Húsið eftir Guðmund Steinsson. Guðmundur er eitt af okkar fremstu leikskáldum og kannast flestir íslenskir leikhúsgestir við verk eins og Stundarfrið, Sólarferð og Lúkas. Guðmundur átti á sínum ferli stórkostleg verk sem vöktu athygli langt út fyrir íslenskan leikhúsheim. En ekki öll leikrit Guðmundar voru sett á svið – þannig er íslenskur leikhúsveruleiki. Mörg afbragðsleikrit hafa eingöngu verið sýnd einu sinni og sum jafnvel aldrei. Húsið, sem Guðmundur skrifaði um 1970, er eitt af þeim og má finna í heildarútgáfu verka hans sem Jón Viðar Jónsson tók saman og gaf út fyrir nokkrum árum. Þjóðleikhúsið vill heiðra minningu Guðmundar með því að frumsýna Húsið – nær fimmtíu árum eftir að það var skrifað. Benedikt Erlingsson mun leikstýra verkinu og Kristbjörg Keld, eftirlifandi eiginkona Guðmundar fara með eitt aðalhlutverka. Í byrjun þessa leikárs hefur maður heyrt gagnrýni á stóru leikhúsinu tvö fyrir að bjóða upp á of margar leikgerðir. Leikrit þar sem bók liggur til grundvallar. Það má vissulega takast á um hvort leikgerð sé minni nýsköpun en frumsamið leikrit. Ég hef skrifað ófáar greinar þar sem ég lýsi því sjónarmiði að svo sé ekki. En það er miður í þessari umræðu að ekki sé talað um það sem vel er gert. Frumsýning á þremur nýjum frumsömdum íslenskum leikritum í Þjóðleikhúsinu – tvö sérstaklega samin fyrir börn og eitt eftir eitt okkar frægasta leikskáld hljóta að teljast góð tíðindi. Það er ekki lítið hlutfall af heildarverkum á leikárinu og ekki lítið hlutfall í samhengi við fyrri leikár. Gleðjumst yfir íslenskri nýsköpun og kraftinum í leikhúsunum í vetur. Þjóðleikhúsið er í samstarfi við fjölda íslenskra höfunda þar sem þróuð eru ný leikrit. Sum rata á svið en önnur ekki en Þjóðleikhúsið mun halda áfram þessari nauðsynlegu vinnu og sjá til þess að íslensk leikritun verði alltaf í aðalhlutverki.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun