Íslensku verkin í Þjóðleikhúsinu Símon Birgisson skrifar 5. september 2016 13:21 Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. Þetta ár er engin undantekning. Á laugardaginn frumsýndum við Djöflaeyjuna, nýjan íslenskan söngleik byggðan á hinum ástsælu bókum Einars Kárasonar. Það er von okkar að þessi nýja nálgun, að nota tónlist í bland við hinn frábæra texta Einars til að segja þessa klassísku sögu falli vel í kramið hjá íslenskum leikhúsgestum. Um leið er ekki verið að forðast dramatíkina, Djöflaeyjan er saga um drykkjusýki, fátækt og umbrotatíma í íslensku samfélagi. Það er ekkert dregið undan. Í ár verða þrjú ný íslensk leikrit frumflutt í Þjóðleikhúsinu. Það er eitt af grunnhlutverkum hússins – að leggja alúð og rækt við íslenska leikritun. Og það er sérstaklega ánægjulegt að tvö af þessum leikritum eru sérstaklega samin fyrir börn en oft heyrist sú gagnrýni að börn verði útundan hjá stóru leikhúsunum. Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson er ævintýri þar sem unnið er með íslenskan þjóðsagnaarf á stóra sviði Þjóðleikhússins. Íslenski fíllinn er nýtt íslenskt brúðuleikrit eftir Bernd Ogrodnik og Hildi M. Jónsdóttur hjá Brúðuheimum. Í verkinu slást börnin í för með forvitnum fílsunga sem ferðast frá Afríku til Íslands í leit að hreinu vatni og friðsælum samastað. Sérstaklega ánægjulegt er að báðum þessum leikritum verður leikstýrt af konum. Ágústa Skúladóttir leikstýrir Íslenska fílnum og Selma Björnsdóttir Fjarskalandi. Þriðja íslenska leikritið sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu er Húsið eftir Guðmund Steinsson. Guðmundur er eitt af okkar fremstu leikskáldum og kannast flestir íslenskir leikhúsgestir við verk eins og Stundarfrið, Sólarferð og Lúkas. Guðmundur átti á sínum ferli stórkostleg verk sem vöktu athygli langt út fyrir íslenskan leikhúsheim. En ekki öll leikrit Guðmundar voru sett á svið – þannig er íslenskur leikhúsveruleiki. Mörg afbragðsleikrit hafa eingöngu verið sýnd einu sinni og sum jafnvel aldrei. Húsið, sem Guðmundur skrifaði um 1970, er eitt af þeim og má finna í heildarútgáfu verka hans sem Jón Viðar Jónsson tók saman og gaf út fyrir nokkrum árum. Þjóðleikhúsið vill heiðra minningu Guðmundar með því að frumsýna Húsið – nær fimmtíu árum eftir að það var skrifað. Benedikt Erlingsson mun leikstýra verkinu og Kristbjörg Keld, eftirlifandi eiginkona Guðmundar fara með eitt aðalhlutverka. Í byrjun þessa leikárs hefur maður heyrt gagnrýni á stóru leikhúsinu tvö fyrir að bjóða upp á of margar leikgerðir. Leikrit þar sem bók liggur til grundvallar. Það má vissulega takast á um hvort leikgerð sé minni nýsköpun en frumsamið leikrit. Ég hef skrifað ófáar greinar þar sem ég lýsi því sjónarmiði að svo sé ekki. En það er miður í þessari umræðu að ekki sé talað um það sem vel er gert. Frumsýning á þremur nýjum frumsömdum íslenskum leikritum í Þjóðleikhúsinu – tvö sérstaklega samin fyrir börn og eitt eftir eitt okkar frægasta leikskáld hljóta að teljast góð tíðindi. Það er ekki lítið hlutfall af heildarverkum á leikárinu og ekki lítið hlutfall í samhengi við fyrri leikár. Gleðjumst yfir íslenskri nýsköpun og kraftinum í leikhúsunum í vetur. Þjóðleikhúsið er í samstarfi við fjölda íslenskra höfunda þar sem þróuð eru ný leikrit. Sum rata á svið en önnur ekki en Þjóðleikhúsið mun halda áfram þessari nauðsynlegu vinnu og sjá til þess að íslensk leikritun verði alltaf í aðalhlutverki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. Þetta ár er engin undantekning. Á laugardaginn frumsýndum við Djöflaeyjuna, nýjan íslenskan söngleik byggðan á hinum ástsælu bókum Einars Kárasonar. Það er von okkar að þessi nýja nálgun, að nota tónlist í bland við hinn frábæra texta Einars til að segja þessa klassísku sögu falli vel í kramið hjá íslenskum leikhúsgestum. Um leið er ekki verið að forðast dramatíkina, Djöflaeyjan er saga um drykkjusýki, fátækt og umbrotatíma í íslensku samfélagi. Það er ekkert dregið undan. Í ár verða þrjú ný íslensk leikrit frumflutt í Þjóðleikhúsinu. Það er eitt af grunnhlutverkum hússins – að leggja alúð og rækt við íslenska leikritun. Og það er sérstaklega ánægjulegt að tvö af þessum leikritum eru sérstaklega samin fyrir börn en oft heyrist sú gagnrýni að börn verði útundan hjá stóru leikhúsunum. Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson er ævintýri þar sem unnið er með íslenskan þjóðsagnaarf á stóra sviði Þjóðleikhússins. Íslenski fíllinn er nýtt íslenskt brúðuleikrit eftir Bernd Ogrodnik og Hildi M. Jónsdóttur hjá Brúðuheimum. Í verkinu slást börnin í för með forvitnum fílsunga sem ferðast frá Afríku til Íslands í leit að hreinu vatni og friðsælum samastað. Sérstaklega ánægjulegt er að báðum þessum leikritum verður leikstýrt af konum. Ágústa Skúladóttir leikstýrir Íslenska fílnum og Selma Björnsdóttir Fjarskalandi. Þriðja íslenska leikritið sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu er Húsið eftir Guðmund Steinsson. Guðmundur er eitt af okkar fremstu leikskáldum og kannast flestir íslenskir leikhúsgestir við verk eins og Stundarfrið, Sólarferð og Lúkas. Guðmundur átti á sínum ferli stórkostleg verk sem vöktu athygli langt út fyrir íslenskan leikhúsheim. En ekki öll leikrit Guðmundar voru sett á svið – þannig er íslenskur leikhúsveruleiki. Mörg afbragðsleikrit hafa eingöngu verið sýnd einu sinni og sum jafnvel aldrei. Húsið, sem Guðmundur skrifaði um 1970, er eitt af þeim og má finna í heildarútgáfu verka hans sem Jón Viðar Jónsson tók saman og gaf út fyrir nokkrum árum. Þjóðleikhúsið vill heiðra minningu Guðmundar með því að frumsýna Húsið – nær fimmtíu árum eftir að það var skrifað. Benedikt Erlingsson mun leikstýra verkinu og Kristbjörg Keld, eftirlifandi eiginkona Guðmundar fara með eitt aðalhlutverka. Í byrjun þessa leikárs hefur maður heyrt gagnrýni á stóru leikhúsinu tvö fyrir að bjóða upp á of margar leikgerðir. Leikrit þar sem bók liggur til grundvallar. Það má vissulega takast á um hvort leikgerð sé minni nýsköpun en frumsamið leikrit. Ég hef skrifað ófáar greinar þar sem ég lýsi því sjónarmiði að svo sé ekki. En það er miður í þessari umræðu að ekki sé talað um það sem vel er gert. Frumsýning á þremur nýjum frumsömdum íslenskum leikritum í Þjóðleikhúsinu – tvö sérstaklega samin fyrir börn og eitt eftir eitt okkar frægasta leikskáld hljóta að teljast góð tíðindi. Það er ekki lítið hlutfall af heildarverkum á leikárinu og ekki lítið hlutfall í samhengi við fyrri leikár. Gleðjumst yfir íslenskri nýsköpun og kraftinum í leikhúsunum í vetur. Þjóðleikhúsið er í samstarfi við fjölda íslenskra höfunda þar sem þróuð eru ný leikrit. Sum rata á svið en önnur ekki en Þjóðleikhúsið mun halda áfram þessari nauðsynlegu vinnu og sjá til þess að íslensk leikritun verði alltaf í aðalhlutverki.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun