Íslensku verkin í Þjóðleikhúsinu Símon Birgisson skrifar 5. september 2016 13:21 Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. Þetta ár er engin undantekning. Á laugardaginn frumsýndum við Djöflaeyjuna, nýjan íslenskan söngleik byggðan á hinum ástsælu bókum Einars Kárasonar. Það er von okkar að þessi nýja nálgun, að nota tónlist í bland við hinn frábæra texta Einars til að segja þessa klassísku sögu falli vel í kramið hjá íslenskum leikhúsgestum. Um leið er ekki verið að forðast dramatíkina, Djöflaeyjan er saga um drykkjusýki, fátækt og umbrotatíma í íslensku samfélagi. Það er ekkert dregið undan. Í ár verða þrjú ný íslensk leikrit frumflutt í Þjóðleikhúsinu. Það er eitt af grunnhlutverkum hússins – að leggja alúð og rækt við íslenska leikritun. Og það er sérstaklega ánægjulegt að tvö af þessum leikritum eru sérstaklega samin fyrir börn en oft heyrist sú gagnrýni að börn verði útundan hjá stóru leikhúsunum. Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson er ævintýri þar sem unnið er með íslenskan þjóðsagnaarf á stóra sviði Þjóðleikhússins. Íslenski fíllinn er nýtt íslenskt brúðuleikrit eftir Bernd Ogrodnik og Hildi M. Jónsdóttur hjá Brúðuheimum. Í verkinu slást börnin í för með forvitnum fílsunga sem ferðast frá Afríku til Íslands í leit að hreinu vatni og friðsælum samastað. Sérstaklega ánægjulegt er að báðum þessum leikritum verður leikstýrt af konum. Ágústa Skúladóttir leikstýrir Íslenska fílnum og Selma Björnsdóttir Fjarskalandi. Þriðja íslenska leikritið sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu er Húsið eftir Guðmund Steinsson. Guðmundur er eitt af okkar fremstu leikskáldum og kannast flestir íslenskir leikhúsgestir við verk eins og Stundarfrið, Sólarferð og Lúkas. Guðmundur átti á sínum ferli stórkostleg verk sem vöktu athygli langt út fyrir íslenskan leikhúsheim. En ekki öll leikrit Guðmundar voru sett á svið – þannig er íslenskur leikhúsveruleiki. Mörg afbragðsleikrit hafa eingöngu verið sýnd einu sinni og sum jafnvel aldrei. Húsið, sem Guðmundur skrifaði um 1970, er eitt af þeim og má finna í heildarútgáfu verka hans sem Jón Viðar Jónsson tók saman og gaf út fyrir nokkrum árum. Þjóðleikhúsið vill heiðra minningu Guðmundar með því að frumsýna Húsið – nær fimmtíu árum eftir að það var skrifað. Benedikt Erlingsson mun leikstýra verkinu og Kristbjörg Keld, eftirlifandi eiginkona Guðmundar fara með eitt aðalhlutverka. Í byrjun þessa leikárs hefur maður heyrt gagnrýni á stóru leikhúsinu tvö fyrir að bjóða upp á of margar leikgerðir. Leikrit þar sem bók liggur til grundvallar. Það má vissulega takast á um hvort leikgerð sé minni nýsköpun en frumsamið leikrit. Ég hef skrifað ófáar greinar þar sem ég lýsi því sjónarmiði að svo sé ekki. En það er miður í þessari umræðu að ekki sé talað um það sem vel er gert. Frumsýning á þremur nýjum frumsömdum íslenskum leikritum í Þjóðleikhúsinu – tvö sérstaklega samin fyrir börn og eitt eftir eitt okkar frægasta leikskáld hljóta að teljast góð tíðindi. Það er ekki lítið hlutfall af heildarverkum á leikárinu og ekki lítið hlutfall í samhengi við fyrri leikár. Gleðjumst yfir íslenskri nýsköpun og kraftinum í leikhúsunum í vetur. Þjóðleikhúsið er í samstarfi við fjölda íslenskra höfunda þar sem þróuð eru ný leikrit. Sum rata á svið en önnur ekki en Þjóðleikhúsið mun halda áfram þessari nauðsynlegu vinnu og sjá til þess að íslensk leikritun verði alltaf í aðalhlutverki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. Þetta ár er engin undantekning. Á laugardaginn frumsýndum við Djöflaeyjuna, nýjan íslenskan söngleik byggðan á hinum ástsælu bókum Einars Kárasonar. Það er von okkar að þessi nýja nálgun, að nota tónlist í bland við hinn frábæra texta Einars til að segja þessa klassísku sögu falli vel í kramið hjá íslenskum leikhúsgestum. Um leið er ekki verið að forðast dramatíkina, Djöflaeyjan er saga um drykkjusýki, fátækt og umbrotatíma í íslensku samfélagi. Það er ekkert dregið undan. Í ár verða þrjú ný íslensk leikrit frumflutt í Þjóðleikhúsinu. Það er eitt af grunnhlutverkum hússins – að leggja alúð og rækt við íslenska leikritun. Og það er sérstaklega ánægjulegt að tvö af þessum leikritum eru sérstaklega samin fyrir börn en oft heyrist sú gagnrýni að börn verði útundan hjá stóru leikhúsunum. Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson er ævintýri þar sem unnið er með íslenskan þjóðsagnaarf á stóra sviði Þjóðleikhússins. Íslenski fíllinn er nýtt íslenskt brúðuleikrit eftir Bernd Ogrodnik og Hildi M. Jónsdóttur hjá Brúðuheimum. Í verkinu slást börnin í för með forvitnum fílsunga sem ferðast frá Afríku til Íslands í leit að hreinu vatni og friðsælum samastað. Sérstaklega ánægjulegt er að báðum þessum leikritum verður leikstýrt af konum. Ágústa Skúladóttir leikstýrir Íslenska fílnum og Selma Björnsdóttir Fjarskalandi. Þriðja íslenska leikritið sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu er Húsið eftir Guðmund Steinsson. Guðmundur er eitt af okkar fremstu leikskáldum og kannast flestir íslenskir leikhúsgestir við verk eins og Stundarfrið, Sólarferð og Lúkas. Guðmundur átti á sínum ferli stórkostleg verk sem vöktu athygli langt út fyrir íslenskan leikhúsheim. En ekki öll leikrit Guðmundar voru sett á svið – þannig er íslenskur leikhúsveruleiki. Mörg afbragðsleikrit hafa eingöngu verið sýnd einu sinni og sum jafnvel aldrei. Húsið, sem Guðmundur skrifaði um 1970, er eitt af þeim og má finna í heildarútgáfu verka hans sem Jón Viðar Jónsson tók saman og gaf út fyrir nokkrum árum. Þjóðleikhúsið vill heiðra minningu Guðmundar með því að frumsýna Húsið – nær fimmtíu árum eftir að það var skrifað. Benedikt Erlingsson mun leikstýra verkinu og Kristbjörg Keld, eftirlifandi eiginkona Guðmundar fara með eitt aðalhlutverka. Í byrjun þessa leikárs hefur maður heyrt gagnrýni á stóru leikhúsinu tvö fyrir að bjóða upp á of margar leikgerðir. Leikrit þar sem bók liggur til grundvallar. Það má vissulega takast á um hvort leikgerð sé minni nýsköpun en frumsamið leikrit. Ég hef skrifað ófáar greinar þar sem ég lýsi því sjónarmiði að svo sé ekki. En það er miður í þessari umræðu að ekki sé talað um það sem vel er gert. Frumsýning á þremur nýjum frumsömdum íslenskum leikritum í Þjóðleikhúsinu – tvö sérstaklega samin fyrir börn og eitt eftir eitt okkar frægasta leikskáld hljóta að teljast góð tíðindi. Það er ekki lítið hlutfall af heildarverkum á leikárinu og ekki lítið hlutfall í samhengi við fyrri leikár. Gleðjumst yfir íslenskri nýsköpun og kraftinum í leikhúsunum í vetur. Þjóðleikhúsið er í samstarfi við fjölda íslenskra höfunda þar sem þróuð eru ný leikrit. Sum rata á svið en önnur ekki en Þjóðleikhúsið mun halda áfram þessari nauðsynlegu vinnu og sjá til þess að íslensk leikritun verði alltaf í aðalhlutverki.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun