Lífið

Margt um manninn í framboðspartý Evu Baldurs - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva Baldursdóttir, Álfrún Tryggvadóttir og Hrafnhildur Ýr Matthíasdóttir.
Eva Baldursdóttir, Álfrún Tryggvadóttir og Hrafnhildur Ýr Matthíasdóttir. Myndir/gunnar garðarsson
Það var margt um manninn í framboðspartýi Evu H. Baldursdóttur sem haldið var 1. september á Bergson RE. Eva fer fram á 2-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fram fer um næstu helgi.

„Partýið heppnaðist frábærlega. Þetta snerist fyrst og fremst um að skemmta sér og njóta,“ segir Eva.

„Fólk er að kalla eftir endurnýjun í liði jafnaðarmanna. Ég fann fyrir miklum stuðningi í partýinu, sem og í samtölum mínum við flokksfélaga undanfarið, við að koma mér á þing.“

Sverrir Bollason var veislustjóri. Margrét S. Björnsdóttir fyrrum formaður framkvæmdarstjórnar og Magnús Orri Schram héldu þrumuræður, auk þess sem frambjóðandinn sjálfur ávarpaði gesti.

Þá var Snjólaug Lúðvíksdóttir með uppistand og Margrét Arnarsdóttir spilaði á harmonikku allan tímann. Hér að ofan má sjá skemmtilegar myndir úr partýinu.

Lífið tekur með glöðu geði á móti myndum úr framboðspartýium og er hægt að senda þær inn á stefanp@365.is 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×