Treyja Kaepernick selst sem aldrei fyrr Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. september 2016 23:30 Kaepernick er einn umtalaðasti íþróttamaður Bandaríkjanna þessa dagana. vísir/getty Þótt mótmæli Colins Kaepernick, leikstjórnanda San Fransisco 49ers í NFL-deildinni vestanhafs, hafi mælst misvel fyrir seljast treyjur með nafni hans sem aldrei fyrr. Kaepernick hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga vegna þess að hann neitar að standa á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna er fluttur fyrir leiki. Með þessu er hann að mótmæla kúgun blökkumanna í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Sýndi Kaepernick stuðning í verki Ekki eru allir á eitt sáttir með þetta athæfi Kaepernick. Þeirra á meðal er forsetaframbjóðandi Repúblikana, Donald Trump, sem benti leikstjórnandanum einfaldlega á að finna sér nýtt land til að búa í. Þrátt fyrir allt fjaðrafokið renna treyjur með nafni Kaepernick út eins og heitar lummar. Treyjan hans er sem stendur fimmta mest selda treyjan á NFL.com. Þetta er sérstaklega merkilegt í ljósi þess að innan við ár er síðan treyjan var sett á rýmingarsölu. Þeir stuðningsmenn San Fransisco 49ers sem eru ósáttir með Kaepernick hafa verið duglegir að brenna treyju hans en hvort það skýrir aukna sölu á henni skal ósagt látið. Donald Trump NFL Tengdar fréttir Fleiri farnir að sitja með Kaepernick Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers, neitaði enn í nótt að standa þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn. Fleiri leikmenn eru farnir að gera slíkt hið sama. 2. september 2016 11:30 Kaepernick ætlar að sitja sem fastast meðan þjóðsöngurinn er leikinn Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers í NFL-deildinni í Bandaríkjunum, ætlar að halda áfram að sniðganga bandaríska þjóðsönginn. 29. ágúst 2016 23:30 Lögreglumenn hóta því að mæta ekki á leiki 49ers Lögreglumenn í San Francisco eru allt annað en ánægðir með mótmæli Colin Kaepernick, leikstjórnanda San Francisco 49ers í NFL-deildinni. 5. september 2016 14:00 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira
Þótt mótmæli Colins Kaepernick, leikstjórnanda San Fransisco 49ers í NFL-deildinni vestanhafs, hafi mælst misvel fyrir seljast treyjur með nafni hans sem aldrei fyrr. Kaepernick hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga vegna þess að hann neitar að standa á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna er fluttur fyrir leiki. Með þessu er hann að mótmæla kúgun blökkumanna í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Sýndi Kaepernick stuðning í verki Ekki eru allir á eitt sáttir með þetta athæfi Kaepernick. Þeirra á meðal er forsetaframbjóðandi Repúblikana, Donald Trump, sem benti leikstjórnandanum einfaldlega á að finna sér nýtt land til að búa í. Þrátt fyrir allt fjaðrafokið renna treyjur með nafni Kaepernick út eins og heitar lummar. Treyjan hans er sem stendur fimmta mest selda treyjan á NFL.com. Þetta er sérstaklega merkilegt í ljósi þess að innan við ár er síðan treyjan var sett á rýmingarsölu. Þeir stuðningsmenn San Fransisco 49ers sem eru ósáttir með Kaepernick hafa verið duglegir að brenna treyju hans en hvort það skýrir aukna sölu á henni skal ósagt látið.
Donald Trump NFL Tengdar fréttir Fleiri farnir að sitja með Kaepernick Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers, neitaði enn í nótt að standa þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn. Fleiri leikmenn eru farnir að gera slíkt hið sama. 2. september 2016 11:30 Kaepernick ætlar að sitja sem fastast meðan þjóðsöngurinn er leikinn Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers í NFL-deildinni í Bandaríkjunum, ætlar að halda áfram að sniðganga bandaríska þjóðsönginn. 29. ágúst 2016 23:30 Lögreglumenn hóta því að mæta ekki á leiki 49ers Lögreglumenn í San Francisco eru allt annað en ánægðir með mótmæli Colin Kaepernick, leikstjórnanda San Francisco 49ers í NFL-deildinni. 5. september 2016 14:00 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira
Fleiri farnir að sitja með Kaepernick Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers, neitaði enn í nótt að standa þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn. Fleiri leikmenn eru farnir að gera slíkt hið sama. 2. september 2016 11:30
Kaepernick ætlar að sitja sem fastast meðan þjóðsöngurinn er leikinn Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers í NFL-deildinni í Bandaríkjunum, ætlar að halda áfram að sniðganga bandaríska þjóðsönginn. 29. ágúst 2016 23:30
Lögreglumenn hóta því að mæta ekki á leiki 49ers Lögreglumenn í San Francisco eru allt annað en ánægðir með mótmæli Colin Kaepernick, leikstjórnanda San Francisco 49ers í NFL-deildinni. 5. september 2016 14:00