Vettel: Þetta er besti verðlaunapallur í heiminum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. september 2016 17:00 Þrír hröðustu menn dagsins á verðlaunapallinum. Vísir/Getty Nico Rosberg vann sína 21. keppni á ferlinum. Hann tók forystuna í ræsingunni og lét hana aldrei af hendi. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég er virkilega glaður að hafa náð að vinna á Ítalíu. Ég átti frábæra ræsingu sem skóp restina af keppninni,“ sagði Rosberg á sínum fimmtugasta verðlaunapalli í Formúlu 1. hann hefur nú minnkað bilið í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í tvö stig. „Mercedes-Benz átti góðan dag og ég er stoltur af því að eiga þátt í því. Við ættum þó að vera fleiri í baráttunni um fyrsta sætið,“ sagði Lewis Hamilton á verðlaunapallinum. Hann var ekki sáttur við sjálfan sig enda klúðraði hann ræsingunni að eigin sögn. Forskot Hamilton í heimsmeistarakeppninni er nánast að engu orðið. „Þetta er besti verðlaunapallur í heiminum. Við verðum að virða árangur Mercedes. Við erum að berjast af fullu til að reyna að ná þeim. Ég get ekki lofað því hvenær það gerist en vonandi fljótlega,“ sagði Sebastian Vettel á verðlaunapallinum. Vettel var fagnað gríðarlega af viðstöddum heimamönnum. „Við ákváðum að reyna að setja góðan tíma í lokinn. Við vorum ekki nógu snöggir til að ná í stig. Við erum á leiðinni í betri keppnir á næstunni,“ sagði Fernando Alonso sem varð 14. á McLaren bílnum en náði fljótasta tímanum. „Ég veit ekki hvað klikkaði í ræsingunni en þegar ég var að reyna að bjarga keppninni þá fór það illa með dekkin,“ sagði Max Verstappen sem varð sjöundi á Red Bull bílnum. „Nei ég veit ekki hvaðan þetta er að koma. Kvyat mun fá sitt tækifæri til að reyna að endursanna sig. Ég mun hringja í Pierre Gasly núna. Hann verður ekki í bílnum í Singapúr, sama hvað Pierre segir. Allt sem bilar hjá okkur virðist bila hjá Kvyat. Það er ekki sanngjarnt að dæma hann eftir því,“ sagði Helmut Marko sem er yfirmaður ökumannsmála hjá Red Bull og Toro Rosso. Gasly sagði sjálfur í spænskum fjölmiðlum að hann myndi taka sæti Kvyat fyrir næstu keppni. Ungi ökumaðurinn virðist hafa hlaupið á sig. „Botninn á bílnum var skaddað og rafgeymirinn var að ofhitna svo við ákváðum að stoppa bílinn. Ég get ekki ákveðið hvort orðrómurinn er sannur. Ég er bara að vinna mína vinnu,“ sagði Daniil Kvyat sem féll úr leik á Toro Rosso bílnum. „Okkur skorti heildarhraða í dag. Ég átti góðan framúrakstur í gegnum Curva Grande þegar ég tók tvo bíla. Þetta var skemmtileg keppni. Allar keppnir hér eftir eru mikilvægar enda erum við í harðri baráttu við Force India,“ sagði Valtteri Bottas sem varð sjötti á Williams bílnum. Williams endurheimti fjórða sætið í stigakeppni bílasmiða af Force India. Williams hefur þriggja stiga forskot. Formúla Tengdar fréttir Rosberg: Lewis var bara fljótari í dag Lewis Hamilton náði sínum fimmta ráspól á Ítalíu sem er jöfnun á meti Ayrton Senna og Juan Manuel Fangio. Ráspóllinn er jafnframt 56. ráspóll Hamilton á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 3. september 2016 15:00 Nico Rosberg vann á Monza Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark á Monza brautinni í ítlaska kappakstrinum. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes eftir að hafa ræst af stað á ráspól entapað fimm sætum í ræsingunni. 4. september 2016 13:18 Jenson Button tekur frí frá Formúlu 1 Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins hefur staðfest að hann muni ekki aka í Formúlu 1 á næsta ári. Nýliðinn Stoffel Vandoorne mun aka við hlið Fernando Alonso á næsta ári. 4. september 2016 11:00 Lewis Hamilton á ráspól á Ítalíu Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól fyrir ítalska kappakstrinn sem fer fram á morgun. Þetta var fimmti ráspóll Hamilton á Ítalíu. Nico Roserg var annar á Mercedes og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 3. september 2016 12:57 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nico Rosberg vann sína 21. keppni á ferlinum. Hann tók forystuna í ræsingunni og lét hana aldrei af hendi. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég er virkilega glaður að hafa náð að vinna á Ítalíu. Ég átti frábæra ræsingu sem skóp restina af keppninni,“ sagði Rosberg á sínum fimmtugasta verðlaunapalli í Formúlu 1. hann hefur nú minnkað bilið í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í tvö stig. „Mercedes-Benz átti góðan dag og ég er stoltur af því að eiga þátt í því. Við ættum þó að vera fleiri í baráttunni um fyrsta sætið,“ sagði Lewis Hamilton á verðlaunapallinum. Hann var ekki sáttur við sjálfan sig enda klúðraði hann ræsingunni að eigin sögn. Forskot Hamilton í heimsmeistarakeppninni er nánast að engu orðið. „Þetta er besti verðlaunapallur í heiminum. Við verðum að virða árangur Mercedes. Við erum að berjast af fullu til að reyna að ná þeim. Ég get ekki lofað því hvenær það gerist en vonandi fljótlega,“ sagði Sebastian Vettel á verðlaunapallinum. Vettel var fagnað gríðarlega af viðstöddum heimamönnum. „Við ákváðum að reyna að setja góðan tíma í lokinn. Við vorum ekki nógu snöggir til að ná í stig. Við erum á leiðinni í betri keppnir á næstunni,“ sagði Fernando Alonso sem varð 14. á McLaren bílnum en náði fljótasta tímanum. „Ég veit ekki hvað klikkaði í ræsingunni en þegar ég var að reyna að bjarga keppninni þá fór það illa með dekkin,“ sagði Max Verstappen sem varð sjöundi á Red Bull bílnum. „Nei ég veit ekki hvaðan þetta er að koma. Kvyat mun fá sitt tækifæri til að reyna að endursanna sig. Ég mun hringja í Pierre Gasly núna. Hann verður ekki í bílnum í Singapúr, sama hvað Pierre segir. Allt sem bilar hjá okkur virðist bila hjá Kvyat. Það er ekki sanngjarnt að dæma hann eftir því,“ sagði Helmut Marko sem er yfirmaður ökumannsmála hjá Red Bull og Toro Rosso. Gasly sagði sjálfur í spænskum fjölmiðlum að hann myndi taka sæti Kvyat fyrir næstu keppni. Ungi ökumaðurinn virðist hafa hlaupið á sig. „Botninn á bílnum var skaddað og rafgeymirinn var að ofhitna svo við ákváðum að stoppa bílinn. Ég get ekki ákveðið hvort orðrómurinn er sannur. Ég er bara að vinna mína vinnu,“ sagði Daniil Kvyat sem féll úr leik á Toro Rosso bílnum. „Okkur skorti heildarhraða í dag. Ég átti góðan framúrakstur í gegnum Curva Grande þegar ég tók tvo bíla. Þetta var skemmtileg keppni. Allar keppnir hér eftir eru mikilvægar enda erum við í harðri baráttu við Force India,“ sagði Valtteri Bottas sem varð sjötti á Williams bílnum. Williams endurheimti fjórða sætið í stigakeppni bílasmiða af Force India. Williams hefur þriggja stiga forskot.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg: Lewis var bara fljótari í dag Lewis Hamilton náði sínum fimmta ráspól á Ítalíu sem er jöfnun á meti Ayrton Senna og Juan Manuel Fangio. Ráspóllinn er jafnframt 56. ráspóll Hamilton á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 3. september 2016 15:00 Nico Rosberg vann á Monza Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark á Monza brautinni í ítlaska kappakstrinum. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes eftir að hafa ræst af stað á ráspól entapað fimm sætum í ræsingunni. 4. september 2016 13:18 Jenson Button tekur frí frá Formúlu 1 Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins hefur staðfest að hann muni ekki aka í Formúlu 1 á næsta ári. Nýliðinn Stoffel Vandoorne mun aka við hlið Fernando Alonso á næsta ári. 4. september 2016 11:00 Lewis Hamilton á ráspól á Ítalíu Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól fyrir ítalska kappakstrinn sem fer fram á morgun. Þetta var fimmti ráspóll Hamilton á Ítalíu. Nico Roserg var annar á Mercedes og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 3. september 2016 12:57 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Rosberg: Lewis var bara fljótari í dag Lewis Hamilton náði sínum fimmta ráspól á Ítalíu sem er jöfnun á meti Ayrton Senna og Juan Manuel Fangio. Ráspóllinn er jafnframt 56. ráspóll Hamilton á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 3. september 2016 15:00
Nico Rosberg vann á Monza Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark á Monza brautinni í ítlaska kappakstrinum. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes eftir að hafa ræst af stað á ráspól entapað fimm sætum í ræsingunni. 4. september 2016 13:18
Jenson Button tekur frí frá Formúlu 1 Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins hefur staðfest að hann muni ekki aka í Formúlu 1 á næsta ári. Nýliðinn Stoffel Vandoorne mun aka við hlið Fernando Alonso á næsta ári. 4. september 2016 11:00
Lewis Hamilton á ráspól á Ítalíu Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól fyrir ítalska kappakstrinn sem fer fram á morgun. Þetta var fimmti ráspóll Hamilton á Ítalíu. Nico Roserg var annar á Mercedes og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 3. september 2016 12:57