Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. september 2016 17:32 Nova segir að um sé að ræða leikin atriði sem gerð hafi verið í forvarnarskyni. Þau sýni þann raunveruleika sem fjölmörg ungmenni búi í. vísir/ Fjarskiptafyrirtækið Nova segir umdeild myndbönd sem birtust á Snapchat-aðgangi fyrirtækisins í nótt hafa verið gerð í forvarnarskyni. Um hafi verið að ræða leikin atriði sem sýni þann raunveruleika sem mörg ungmenni lifi og hrærist í. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Nova sendi fjölmiðlum síðdegis. Misjafnar skoðanir eru á ágæti myndbandanna en á þeim má sjá ungar stúlkur í gleðskap að neyta fíkniefna.Ungar stúlkur neyta fíkniefna í myndbandinu.skjáskotNova segir að myndböndin hafi verið gerð í samvinnu við Reykjavík Studios sem framleiðir nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Eiðinn. Snöppin innihaldi hliðarsögu sem tengist myndinni. Í tilkynningunni segir Björn Sigurðsson, markaðsstjóri Reykjavík Studios, að efni sem þetta stuði marga en að þessi veruleiki sé til staðar í íslensku samfélagi.Sjá einnig:„Ekki heppilegt efni fyrir unga notendur“ „Við erum auðvitað að nýta þetta tól til að markaðssetja myndina, en í leiðinni er ætlun okkar að sýna þann raunveruleika sem allt of margir ungir Íslendingar búa við. Ég geri mér grein fyrir því að þetta efni kann að stuða marga en því miður eru atburðir sem þessir að gerast í samfélaginu okkar á hverjum degi. Mér þykir leitt ef við höfum gengið fram af einhverjum en þegar horft er á alla söguna í gegn sést að við erum alls ekki að hefja upp þennan lífsstíl, heldur þvert á móti, að sýna fram á hversu alvarlegar afleiðingar hann hefur“, segir Björn"Við ákváðum að taka þátt í þessu verkefni með Rvk. Studios og Baltasar Kormáki þar sem að við gerðum okkur ljóst hversu mikið forvarnargildi þetta gæti haft," segir Liv Bergþórsdóttir.Þá segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, að Snapchat setji þau skilyrði að notendur miðilsins hafi náð þrettán ára aldri, en umræðan hefur meðal annars snúið að því hvort Snapchat sé ákjósanlegur vettvangur fyrir efni sem þetta. „Við ákváðum að taka þátt í þessu verkefni með Rvk. Studios og Baltasar Kormáki þar sem að við gerðum okkur ljóst hversu mikið forvarnargildi þetta gæti haft. Það er sífellt verið að leita nýrra leiða í forvarnarstarfi og sést það kannski best þegar horft er til forvarnarstarfs tengt umferðarmálum. Þetta var leið sem við ákváðum að prófa en ungmenni eru mikið á internetinu og horfa á sjónvarp án þess að við sem eldri erum séum endilega með þeim og mig grunar að mörg þeirra hafi séð grófara efni á þeim miðlum en það sem þarna birtist“, segir Liv. Tengdar fréttir Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. 3. september 2016 13:58 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið Nova segir umdeild myndbönd sem birtust á Snapchat-aðgangi fyrirtækisins í nótt hafa verið gerð í forvarnarskyni. Um hafi verið að ræða leikin atriði sem sýni þann raunveruleika sem mörg ungmenni lifi og hrærist í. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Nova sendi fjölmiðlum síðdegis. Misjafnar skoðanir eru á ágæti myndbandanna en á þeim má sjá ungar stúlkur í gleðskap að neyta fíkniefna.Ungar stúlkur neyta fíkniefna í myndbandinu.skjáskotNova segir að myndböndin hafi verið gerð í samvinnu við Reykjavík Studios sem framleiðir nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Eiðinn. Snöppin innihaldi hliðarsögu sem tengist myndinni. Í tilkynningunni segir Björn Sigurðsson, markaðsstjóri Reykjavík Studios, að efni sem þetta stuði marga en að þessi veruleiki sé til staðar í íslensku samfélagi.Sjá einnig:„Ekki heppilegt efni fyrir unga notendur“ „Við erum auðvitað að nýta þetta tól til að markaðssetja myndina, en í leiðinni er ætlun okkar að sýna þann raunveruleika sem allt of margir ungir Íslendingar búa við. Ég geri mér grein fyrir því að þetta efni kann að stuða marga en því miður eru atburðir sem þessir að gerast í samfélaginu okkar á hverjum degi. Mér þykir leitt ef við höfum gengið fram af einhverjum en þegar horft er á alla söguna í gegn sést að við erum alls ekki að hefja upp þennan lífsstíl, heldur þvert á móti, að sýna fram á hversu alvarlegar afleiðingar hann hefur“, segir Björn"Við ákváðum að taka þátt í þessu verkefni með Rvk. Studios og Baltasar Kormáki þar sem að við gerðum okkur ljóst hversu mikið forvarnargildi þetta gæti haft," segir Liv Bergþórsdóttir.Þá segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, að Snapchat setji þau skilyrði að notendur miðilsins hafi náð þrettán ára aldri, en umræðan hefur meðal annars snúið að því hvort Snapchat sé ákjósanlegur vettvangur fyrir efni sem þetta. „Við ákváðum að taka þátt í þessu verkefni með Rvk. Studios og Baltasar Kormáki þar sem að við gerðum okkur ljóst hversu mikið forvarnargildi þetta gæti haft. Það er sífellt verið að leita nýrra leiða í forvarnarstarfi og sést það kannski best þegar horft er til forvarnarstarfs tengt umferðarmálum. Þetta var leið sem við ákváðum að prófa en ungmenni eru mikið á internetinu og horfa á sjónvarp án þess að við sem eldri erum séum endilega með þeim og mig grunar að mörg þeirra hafi séð grófara efni á þeim miðlum en það sem þarna birtist“, segir Liv.
Tengdar fréttir Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. 3. september 2016 13:58 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. 3. september 2016 13:58