Formúla 1

Rosberg: Lewis var bara fljótari í dag

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Þrír fljótustu menn dagsins.
Þrír fljótustu menn dagsins. Vísir/Getty
Lewis Hamilton náði sínum fimmta ráspól á Ítalíu sem er jöfnun á meti Ayrton Senna og Juan Manuel Fangio. Ráspóllinn er jafnframt 56. ráspóll Hamilton á ferlinum.

„Það sem við sem lið höfum afrekað er ótrúlegt. Það er magnað að vera í slagtogi með Ayrton Senna, ég hélt það myndi aldrei gerast. Flati bletturinn á dekkinu er ekki mikið áhyggjuefni á morgun,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna.

„Lewis var bara fljótari í dag. Ég átti fullkomna helgi hingað til en svo tókst mér ekki að slá honum við,“ sagði Nico Rosberg sem varð annar í dag.

„Ég var að reyna allt í síðustu beygjunni og fór aðeins of vítt. Það er frábært að sjá stuðninginn sem við erum að fá hér. Það fjölgar bara ár frá ári,“ sagði Sebastian Vettel sem varð þriðji á Ferrari eftir að hafa hoppað upp fyrir liðsfélaga sinn, Kimi Raikkonen í síðustu tilraun.

„Það var góð tilfinning að komast í þriðju lotu tímatökunnar. Þetta var alls ekki mjúkur og auðveldur hringur. Við viljum nú reyna að sýna þennan hraða í keppninni líka,“ sagði Esteban Gutierrez sem varð 10. á Haas

„Ég var búinn að spá þessu. Við eurm þar sem við bjuggumst við að vera. Valtteri var einum þúsundasta á undan mér. Kannski fékk hann sér einni sneið minna af pítsu í gær. En svona er þessi kappakstur,“ sagði Daniel Ricciardo á Red Bull. Hann ræsir sjötti á morgun.

„Þetta var besti hringur helgarinnar fyrir mig. Ég naut þess að aka hann. Ég tók kæliopin af hjálminum og sagði við þjálfarann minn að þetta myndi gera mig einum þúsundasta fljótari og það varð niðurstaðan,“ sagði Valtteri Bottas sem varð fimmti í dag á Williams bílnum.

„Williams bíll Valtteri verður markmiðið okkar á morgun. Það er rétt, ég verð áfram hjá liðinu á næsta ári. Ég er mjög kátur hérna,“ sagði Sergio Perez sem varð áttundi á Force India bílnum. Liðið staðfesti áframhaldandi veru hans í þeirra herbúðum á næsta ári rétt fyrir tímatökuna.


Tengdar fréttir

Mercedes fljótastir á æfingum á Ítalíu

Mercedes menn voru fljótastir á báðum æfingum dagsins fyrir ítalska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingunni og Lewis Hamilton þeirri seinni.

Felipe Massa hættir í Formúlu 1

Williams ökumaðurinn Felipe Massa hefur tilkynnt að hann muni hætta í Formúlu 1 þegar núverandi tímabili lýkur.

Villeneuve: FIA virðist vernda Max Verstsappen

Fyrrum heimsmeistarinn Jacques Villeneuve telur dómara í Formúlu 1 veita Max Verstappen meira svigrúm en öðrum. Hann telur að FIA líti út eins og þeir séu að vernda ungstirnið.

Lewis Hamilton á ráspól á Ítalíu

Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól fyrir ítalska kappakstrinn sem fer fram á morgun. Þetta var fimmti ráspóll Hamilton á Ítalíu. Nico Roserg var annar á Mercedes og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×