Innlent

Vigdís um fréttamann RÚV: „Hér duga engar afsökunarbeiðnir“

Birgir Olgeirsson skrifar
Vigdís Hauksdóttir býst við að stjórn Ríkisútvarpsins taki upp ummæli fréttamannsins frá pallborðsumræðum í dag.
Vigdís Hauksdóttir býst við að stjórn Ríkisútvarpsins taki upp ummæli fréttamannsins frá pallborðsumræðum í dag. Vísir/Daníel/Eyþór
„Þetta voru sannarlega ekki mistök hjá starfsmanni RÚV,“ skrifar þingmaður Framsóknarflokksins, Vigdís Hauksdóttir, á Facebook þar sem hún deilir frétt Vísis af afsökunarbeiðni Arnar Páls Haukssonar, fréttamanns RÚV, til Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra.

Um er að ræða atvik sem átti sér stað á pallborðsumræðum stjórnmálaleiðtoga á Fundi fólksins í dag sem Arnar Páll stýrði. Allir forystumenn flokka voru mætti við pallborðið nema Sigurður Ingi. Arnar Páll spurði þá: „Hvar ætlið þið að láta þennan feita vera?“

Arnar Páll tvítók þessa spurningu en hann sagðist í samtali við Vísi í kvöld hafa hringt í Sigurð Inga og beðið hann innilegrar afsökunar á þessu sem Sigurður Ingi tók vel. Sagði Arnar um að ræða hrapaleg mistök og hann meti Sigurð Inga mjög mikils sem stjórnmálamann.

„Hér duga engar afsökunarbeiðnir,“ skrifar Vigdís. „Stjórn RÚV hlýtur að taka málið upp á stjórnarfundi og skoða landlæga og lárétta andúð starfsmanna stofnunarinnar í garð Framsóknarflokksins og þeirra einstaklinga sem eru innan hans raða.“

Hún vill meina að ekki hafi verið um mistök að ræða hjá Arnari Páli. „Hann heldur fyrir mækinn þegar hann heldur fram fitufordómum sínum tvisvar í röð,“ skrifar Vigdís.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×