Íbúar uggandi yfir fyrirhuguðum hótelframkvæmdum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. september 2016 19:00 Lóðin var seld árið 2014 og hyggjast kaupendur ætla að byggja 32 íbúða hótel í húsinu. Íbúar í Fururgrund í Kópavogi eru margir hverjir uggandi yfir fyrirhuguðum framkvæmdum við hótelbyggingu að Furugrund 3. Lóðin var seld árið 2014 og hyggjast kaupendur ætla að byggja 32 íbúða hótel í húsinu. Í gær var lokaséns fyrir íbúa í Furugrund að skila inn athugasemdum vegna málsins til skipulags- og byggingarnefndar Kópavogsbæjar. Foreldrar og forráðamenn barna bæði í Leikskólanum Furugrund og í Snælandsskóla hafa sent Kópavogsbæ umsögn sína um málið. Báðir staðir eru í nokkurra metra fjarlægð frá umræddri byggingu. Þá hafa þó nokkrir íbúar á svæðinu sent skipulagsnefnd athugasemdir vegna málsins „Þetta snýst fyrst og fremst um öryggi barnanna að mínu mati. Mér finnst alltaf þegar svo stórar ákvarðanir liggi fyrir þurfi börnin að fá að njóta vafans,“ segir Þórunn Stefánsdóttir, móðir barns í Snælandsskóla. Eva Jónhannsdóttir, sérkennslustjóri á leikskólanum Furugrund segir mikinn meirihluta foreldra leikskólabarnanna hafa skrifað undir undirskriftalista sem var sendur bænum. „ég held bara að nánast allir hafa skrifað undir og tekið þátt í þessu. Fólk vill ekki sjá hótel rísa í íbúðabyggð og sérstaklega ekki í grennd við okkur,“ segir Eva. Íbúar halda því meðal annars fram að fyrir liggi aðalskipulag sem taki mið af stöðu hverfisins, en hvergi sé gert ráð fyrir hótelstarfsemi á svæðinu. Þá segja íbúarnir að hótelstarfsemi fylgi mikill ófriður á öllum tímum sólarhrings en með 32 íbúða hóteli megi áætla að yfir 100 manns komi og fari á öllum tímum sólarhringsins allt árið um kring. „Það er náttúrulega skrölt á öllum ferðatöskum,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, móðir barns í leikskólanum. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ setti skipulagsnefnd verkefnið í grenndarkynningu að tillögu eigenda hússins en samkvæmt lögum er þeim sem hagsmuna eiga að gæta gefinn kostur á að tjá sig um breytinguna. Málið sé enn í ferli en nú verði athugasemdir íbúanna skoðaðar af nefndinni. Í kjölfarið verður ákveðið hvert framhaldið verður. Þá segir að umrætt húsnæði hafi verið notað fyrir verslun og þjónustu um áratugaskeið og sé það skilgreint sem slíkt í skipulagi. Húsið stendur nú að mestu autt. Íbúar vonast til að skipulagsnefnd taki mark á athugasemdum þeirra. „Ég er að vonast til þess að okkar rödd heyrist og hafi áhrif. Þetta er náttúrulega bara fráleitt að stilla þessu upp alveg ofan í mörkum grunnskóla og leikskóla,“ segir Gunnhildur. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Íbúar í Fururgrund í Kópavogi eru margir hverjir uggandi yfir fyrirhuguðum framkvæmdum við hótelbyggingu að Furugrund 3. Lóðin var seld árið 2014 og hyggjast kaupendur ætla að byggja 32 íbúða hótel í húsinu. Í gær var lokaséns fyrir íbúa í Furugrund að skila inn athugasemdum vegna málsins til skipulags- og byggingarnefndar Kópavogsbæjar. Foreldrar og forráðamenn barna bæði í Leikskólanum Furugrund og í Snælandsskóla hafa sent Kópavogsbæ umsögn sína um málið. Báðir staðir eru í nokkurra metra fjarlægð frá umræddri byggingu. Þá hafa þó nokkrir íbúar á svæðinu sent skipulagsnefnd athugasemdir vegna málsins „Þetta snýst fyrst og fremst um öryggi barnanna að mínu mati. Mér finnst alltaf þegar svo stórar ákvarðanir liggi fyrir þurfi börnin að fá að njóta vafans,“ segir Þórunn Stefánsdóttir, móðir barns í Snælandsskóla. Eva Jónhannsdóttir, sérkennslustjóri á leikskólanum Furugrund segir mikinn meirihluta foreldra leikskólabarnanna hafa skrifað undir undirskriftalista sem var sendur bænum. „ég held bara að nánast allir hafa skrifað undir og tekið þátt í þessu. Fólk vill ekki sjá hótel rísa í íbúðabyggð og sérstaklega ekki í grennd við okkur,“ segir Eva. Íbúar halda því meðal annars fram að fyrir liggi aðalskipulag sem taki mið af stöðu hverfisins, en hvergi sé gert ráð fyrir hótelstarfsemi á svæðinu. Þá segja íbúarnir að hótelstarfsemi fylgi mikill ófriður á öllum tímum sólarhrings en með 32 íbúða hóteli megi áætla að yfir 100 manns komi og fari á öllum tímum sólarhringsins allt árið um kring. „Það er náttúrulega skrölt á öllum ferðatöskum,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, móðir barns í leikskólanum. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ setti skipulagsnefnd verkefnið í grenndarkynningu að tillögu eigenda hússins en samkvæmt lögum er þeim sem hagsmuna eiga að gæta gefinn kostur á að tjá sig um breytinguna. Málið sé enn í ferli en nú verði athugasemdir íbúanna skoðaðar af nefndinni. Í kjölfarið verður ákveðið hvert framhaldið verður. Þá segir að umrætt húsnæði hafi verið notað fyrir verslun og þjónustu um áratugaskeið og sé það skilgreint sem slíkt í skipulagi. Húsið stendur nú að mestu autt. Íbúar vonast til að skipulagsnefnd taki mark á athugasemdum þeirra. „Ég er að vonast til þess að okkar rödd heyrist og hafi áhrif. Þetta er náttúrulega bara fráleitt að stilla þessu upp alveg ofan í mörkum grunnskóla og leikskóla,“ segir Gunnhildur.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira