Íslenski boltinn

Pepsi-mörk kvenna: Markasyrpa 14. umferðar | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikil spenna er komin í Pepsi-deild kvenna eftir úrslitin í 14. umferð sem var leikin í gær og fyrradag.

Flautumark Laufeyjar Björnsdóttur gegn Stjörnunni opnaði toppbaráttuna á gátt og Blikar nýttu tækifærið og minnkuðu forskot Garðbæinga niður í tvö stig með öruggum sigri á Fylki í gær.

Stjarnan situr á toppnum með 34 stig, tveimur stigum á undan Breiðabliki og fjórum stigum á undan Val. Stjarnan og Breiðablik mætast í þarnæstu umferð og í lokaumferðinni eigast Blikar og Valskonur við. Það á því margt eftir að gerast á toppnum áður en mótinu lýkur.

Það er einnig mikil spenna í botnbaráttunni eftir 0-1 sigur KR á Selfossi. Aðeins einu stigi munar nú á þessum liðum en KR getur komist upp úr fallsæti með hagstæðum úrslitum í næstu umferð. ÍA er á botninum en aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti og Fylkir og FH eru langt því að vera hólpin.

Farið var yfir 14. umferð Pepsi-deildarinnar í Pepsi-mörkum kvenna í kvöld.

Venju samkvæmt var endað á markasyrpunni en þar voru öll 14 mörkin sem skoruð voru í 14. umferðinni sýnd.

Markasyrpuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Pepsi-mörk kvenna: Eiði ekki Vanda(ðar) kveðjurnar

Ummæli Eiðs Benedikts Eiríkssonar, þjálfara Fylkis, eftir 4-0 tap Árbæinga fyrir Breiðabliki í gær voru til umræðu í Pepsi-mörkum kvenna sem verða á dagskrá á Stöð 2 Sport HD klukkan 20:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×