Septemberspá Siggu Kling – Vog: Hættu að reyna að láta öllum líða vel 2. september 2016 09:00 Elsku hjartans Vogin mín. Þú ert að fara inn í tímabil upprisu núna. Þú ert hálfkvíðin þegar sumrinu er að ljúka því þú hefur áhyggjur af því að þú sért ekki búin að gera nóg. Fara í nógu mörg ferðalög, grilla nóg, halda nógu mörg matarboð, fara nógu mikið út á land, fara nógu mikið í berjamó og svo framvegis. Það er svo sannarlega engin ástæða til að kvíða haustinu því þú ferð á fljúgandi fart í mörg skemmtileg og krefjandi verkefni. Þú átt eftir að hjálpa fólki í kringum þig svo miklu, miklu meira en þig grunar, það er eins og þú sért sérvalin í það starf. Vertu ekkert að væla yfir því þótt einhver hafi verið tala illa um þig eða ergja sig eitthvað yfir þér því illt umtal er 1.000 sinnum betra en ekkert umtal. Þú þarft ekki mikið að breyta til í kringum þig núna. Það eru einhver smáatriði sem má breyta og bæta en það þarf ekkert alltaf að kúvenda öllu til þess að eitthvað breytist. Snjóflóð hefst á einum snjóbolta og ein hugsun getur orðið að stóru ævintýri. Þú þarft bara að trúa því af öllum lífs og sálar kröftum og vaða áfram þótt þú sjáir ekki hver útkoman verður. Það verða alls ekki allir á sömu skoðun og þú, það mun bara gera þig sterkari og sterkari. Allt sem heitir samviskubit skaltu strika út úr orðabók lífsins. Því það er það eina sem hægir á þér. Þú getur ekki látið öllum líða vel, svo steinhættu að reyna það. Gerðu bara aðeins meira en þitt besta og þá verður útkoman eins og þú hafir unnið í lottóinu! Þú þarft að passa peningana þína vel núna og taka sem minnsta áhættu í þeim málum á næstunni. Hafðu allt skriflegt og uppi á borðinu hvort sem það er eitthvað sem einhver ætlaði að borga þér eða þú ert að gera eitthvað sem kostar pening. Það borgar sig að fylgjast með og hafa skipulagið á hreinu þegar kemur að fjármálunum. Þú færð viðurkenningu fyrir dugnað eða eitthvað sem þú hefur gert en bjóst ekki við að neinn tæki eftir, það mun láta þér líða ansi vel. Þú þarft að minna þig á það að þegar gengur vel og þú hefur staðið þig vel, þá er tilefni til þess að fagna! Ég segi að íslenska karlalandsliðinu í fótbolta hafi gegnið svona vel á EM af því að við fögnuðum alltaf eins og við værum að verða heimsmeistarar. Þótt það væri ósigur þá náðum við einhvern veginn alltaf að láta okkur líða eins og við hefðum unnið. Sumt vinnst líka í áföngum og þá er allt í lagi að fagna hverjum áfanga fyrir sig. Þetta þarftu að skoða og tileinka þér, þá verður tíðni þín betri og þú sigrast á ótrúlegustu áskorunum sem þú stendur frammi fyrir. Þú átt marga vini og þeir eru ekki metnir til fjár. Svo hefur þú gert óteljandi góðverk og karmabankinn þinn er svo sannarlega opinn núna. Það eina sem þú þarft að hafa í huga er að treysta því að það verði vel hugsað um þig. Breyttur lífsstíll mun veita þér betri heilsu og betri heilsa færir þér meiri gleði. Það gæti verið manneskja í kringum þig sem er að drepa þig úr leiðindum og er búin að vera að gera það lengi. Þá þarftu að ýta á delete og blokka hana á Facebook. Leiðindi eru smitandi og í mínum bókum er bara ein dauðasynd: Að vera leiðinlegur. Fjörið er rétt að byrja, elsku besta Vog! Október er svo sannarlega þinn eini sanni mánuður en september er undirstaða hans. Gjörðu svo vel og farðu og fáðu þér að smakka af hlaðborði lífsins. Þú ræður hvað þú velur þér! Knús og klapp, þín Sigga KlingFrægir í Voginni: Kári Árnason landsliðsmaður, Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur, Hjalti flugþjónn, Ingi í Sign, Jón Axel Ólafsson athafnamaður, Matt Damon leikari, Íris Berg, fatahönnuðurinn minn, Mary Poppins, Steingrímur Sævarr Ólafsson fjölmiðlaráðgjafi, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, Hanna Birna Kristjánsdóttir þingkona.Sigga Kling verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi klukkan 13:00 í dag og geta lesendur sent inn spurningar í athugasemdarkerfinu hér að neðan. Hægt verður að spyrja Siggu um allt á milli himins og jarðar. Einnig má senda inn spurningar á stefanp@365.is. Stjörnuspá Siggu Kling Tengdar fréttir Septemberspá Siggu Kling – Meyja: Daðraðu eins og þú eigir lífið að leysa! Elsku hjartans Meyjan mín. Það eru aldeilis margir hlutir að fara að hreyfast í kringum þig. Þú átt eftir að þurfa að vera dálítið á tánum núna á næstunni. 2. september 2016 09:00 Septemberspá Siggu Kling – Ljón: Krafturinn eykst í kringum þig Það fer að ganga betur í fjármálum þegar það haustar og þú sérð að allt reddast. 2. september 2016 09:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Elsku hjartans Vogin mín. Þú ert að fara inn í tímabil upprisu núna. Þú ert hálfkvíðin þegar sumrinu er að ljúka því þú hefur áhyggjur af því að þú sért ekki búin að gera nóg. Fara í nógu mörg ferðalög, grilla nóg, halda nógu mörg matarboð, fara nógu mikið út á land, fara nógu mikið í berjamó og svo framvegis. Það er svo sannarlega engin ástæða til að kvíða haustinu því þú ferð á fljúgandi fart í mörg skemmtileg og krefjandi verkefni. Þú átt eftir að hjálpa fólki í kringum þig svo miklu, miklu meira en þig grunar, það er eins og þú sért sérvalin í það starf. Vertu ekkert að væla yfir því þótt einhver hafi verið tala illa um þig eða ergja sig eitthvað yfir þér því illt umtal er 1.000 sinnum betra en ekkert umtal. Þú þarft ekki mikið að breyta til í kringum þig núna. Það eru einhver smáatriði sem má breyta og bæta en það þarf ekkert alltaf að kúvenda öllu til þess að eitthvað breytist. Snjóflóð hefst á einum snjóbolta og ein hugsun getur orðið að stóru ævintýri. Þú þarft bara að trúa því af öllum lífs og sálar kröftum og vaða áfram þótt þú sjáir ekki hver útkoman verður. Það verða alls ekki allir á sömu skoðun og þú, það mun bara gera þig sterkari og sterkari. Allt sem heitir samviskubit skaltu strika út úr orðabók lífsins. Því það er það eina sem hægir á þér. Þú getur ekki látið öllum líða vel, svo steinhættu að reyna það. Gerðu bara aðeins meira en þitt besta og þá verður útkoman eins og þú hafir unnið í lottóinu! Þú þarft að passa peningana þína vel núna og taka sem minnsta áhættu í þeim málum á næstunni. Hafðu allt skriflegt og uppi á borðinu hvort sem það er eitthvað sem einhver ætlaði að borga þér eða þú ert að gera eitthvað sem kostar pening. Það borgar sig að fylgjast með og hafa skipulagið á hreinu þegar kemur að fjármálunum. Þú færð viðurkenningu fyrir dugnað eða eitthvað sem þú hefur gert en bjóst ekki við að neinn tæki eftir, það mun láta þér líða ansi vel. Þú þarft að minna þig á það að þegar gengur vel og þú hefur staðið þig vel, þá er tilefni til þess að fagna! Ég segi að íslenska karlalandsliðinu í fótbolta hafi gegnið svona vel á EM af því að við fögnuðum alltaf eins og við værum að verða heimsmeistarar. Þótt það væri ósigur þá náðum við einhvern veginn alltaf að láta okkur líða eins og við hefðum unnið. Sumt vinnst líka í áföngum og þá er allt í lagi að fagna hverjum áfanga fyrir sig. Þetta þarftu að skoða og tileinka þér, þá verður tíðni þín betri og þú sigrast á ótrúlegustu áskorunum sem þú stendur frammi fyrir. Þú átt marga vini og þeir eru ekki metnir til fjár. Svo hefur þú gert óteljandi góðverk og karmabankinn þinn er svo sannarlega opinn núna. Það eina sem þú þarft að hafa í huga er að treysta því að það verði vel hugsað um þig. Breyttur lífsstíll mun veita þér betri heilsu og betri heilsa færir þér meiri gleði. Það gæti verið manneskja í kringum þig sem er að drepa þig úr leiðindum og er búin að vera að gera það lengi. Þá þarftu að ýta á delete og blokka hana á Facebook. Leiðindi eru smitandi og í mínum bókum er bara ein dauðasynd: Að vera leiðinlegur. Fjörið er rétt að byrja, elsku besta Vog! Október er svo sannarlega þinn eini sanni mánuður en september er undirstaða hans. Gjörðu svo vel og farðu og fáðu þér að smakka af hlaðborði lífsins. Þú ræður hvað þú velur þér! Knús og klapp, þín Sigga KlingFrægir í Voginni: Kári Árnason landsliðsmaður, Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur, Hjalti flugþjónn, Ingi í Sign, Jón Axel Ólafsson athafnamaður, Matt Damon leikari, Íris Berg, fatahönnuðurinn minn, Mary Poppins, Steingrímur Sævarr Ólafsson fjölmiðlaráðgjafi, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, Hanna Birna Kristjánsdóttir þingkona.Sigga Kling verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi klukkan 13:00 í dag og geta lesendur sent inn spurningar í athugasemdarkerfinu hér að neðan. Hægt verður að spyrja Siggu um allt á milli himins og jarðar. Einnig má senda inn spurningar á stefanp@365.is.
Stjörnuspá Siggu Kling Tengdar fréttir Septemberspá Siggu Kling – Meyja: Daðraðu eins og þú eigir lífið að leysa! Elsku hjartans Meyjan mín. Það eru aldeilis margir hlutir að fara að hreyfast í kringum þig. Þú átt eftir að þurfa að vera dálítið á tánum núna á næstunni. 2. september 2016 09:00 Septemberspá Siggu Kling – Ljón: Krafturinn eykst í kringum þig Það fer að ganga betur í fjármálum þegar það haustar og þú sérð að allt reddast. 2. september 2016 09:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Septemberspá Siggu Kling – Meyja: Daðraðu eins og þú eigir lífið að leysa! Elsku hjartans Meyjan mín. Það eru aldeilis margir hlutir að fara að hreyfast í kringum þig. Þú átt eftir að þurfa að vera dálítið á tánum núna á næstunni. 2. september 2016 09:00
Septemberspá Siggu Kling – Ljón: Krafturinn eykst í kringum þig Það fer að ganga betur í fjármálum þegar það haustar og þú sérð að allt reddast. 2. september 2016 09:00