Afhenda sjávarútvegsráðherra hundrað þúsund undirskriftir gegn hvalveiðum Birta Svavarsdóttir skrifar 1. september 2016 17:09 Telja að hvalveiðar geti haft alvarleg áhrif á hvalaskoðun við Ísland. AFP Alþjóðadýravelferðarsjóðurinn (IFAW) mun klukkan 14 á morgun afhenda sjávarútvegsráðherra undirskriftir fólks sem lofar að borða ekki hvalkjöt og hvetur stjórnvöld til að stöðva veiðarnar. Yfir hundrað þúsund undirskriftum ferðamanna og Íslendinga hefur nú verið safnað síðan IFAW og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hófu söfnunina árið 2011. Viðstaddir verða sjálfboðaliðar samtakanna, íslenskt tónlistarfólk sem stutt hefur verkefnið á vefsíðunni www.ifaw.is og með tónleikum á Hvalasýningunni á Granda í síðustu viku, auk fulltrúa Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigursteini Mássyni fyrir hönd IFAW nú í dag.Færri ferðamenn smakka hvalkjöt Í samtali við blaðamann Vísis segir Sigursteinn að undirskriftasöfnun hafi verið hrundið af stað árið 2011 vegna þess að skömmu áður kom í ljós að allt að fjörutíu prósent farþega um borð í hvalaskoðunarbátum sögðust hafa smakkað hvalkjöt, þó svo að sama fólk kæmi frá löndum sem væru alfarið á móti hvalveiðum og segðist sjálft vera sama sinnis. Hugmyndin var því að tengja saman það sem fólk segðist standa fyrir og svo hegðun þess og gjörðir. Telur Sigursteinn IFAW hafa náð miklum árangri á undanförnum árum og segir herferðina hafa verið mjög sýnilega, ef tekið væri tillit til kannanna sem gerðar voru á ferðamönnum á Umferðarmiðstöð BSÍ. Jafnt og þétt hafi svo hlutfall þeirra sem segjast hafa smakkað hvalkjöt á Íslandi lækkað, úr þeim fjörutíu prósentum sem mældust 2009 niður í tólf prósent núna.Misskilningur að hvalkjöt sé hefðbundinn íslenskur matur Samkvæmt heimasíðu samtakanna IFAW segjast 97 prósent Íslendinga borða hvalkjöt sjaldan eða ekki, en byggir sú tala á Gallup könnun frá október síðastliðnum. Voru þá um þrjú prósent sem sögðust neyta hvalkjöts oft eða reglulega, en þar var viðmiðið sex sinnum eða oftar á ári. 82 prósent yfir heildina sögðust aldrei neyta hvalkjöts, og meðal yngri aldurshópa voru heil 90 prósent sem sögðust aldrei borða hvalkjöt. Segir Sigursteinn því mikinn misskilning felast í því að segja að hvalkjöt sé hefðbundinn íslenskur matur sem Íslendingar neyta reglulega.Sigursteinn MássonVísir/GVAVerið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni Aðspurður um markmið undirskriftasöfnunarinnar segir Sigursteinn, að „í Faxaflóa þar sem flest dýranna hafa verið veidd á undanförnum árum er staðan orðin mjög alvarleg. Hegðun dýranna ber þess merki að þau eru að halda sig fjær bátunum og eru varari um sig, en hvalir eru forvitin dýr að eðlisfari. Sá forvitniseiginleiki er að mestu leyti horfinn þannig að það er líklegt að þessar veiðar á litlu svæði ár eftir ár séu farnar að segja til sín og hafa mikil áhrif. Mun færri hrefnur sjást nú en áður og þær eru varari um sig sem getur haft mjög alvarleg áhrif á næststærstu afþreyingargrein íslenskrar ferðaþjónustu, sem er hvalaskoðun. Hér er verið að fórna miklu meiri hagsmunum fyrir minni.“ „Með þessu viljum við hvetja stjórnvöld til að grípa inn í þetta ferli og banna veiðarnar inni í Faxaflóanum. Það er það skref sem er algjörlega nauðsynlegt að taka og það nær ekki nokkurri átt að halda áfram eins og verið hefur,“ sagði Sigursteinn að lokum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Alþjóðadýravelferðarsjóðurinn (IFAW) mun klukkan 14 á morgun afhenda sjávarútvegsráðherra undirskriftir fólks sem lofar að borða ekki hvalkjöt og hvetur stjórnvöld til að stöðva veiðarnar. Yfir hundrað þúsund undirskriftum ferðamanna og Íslendinga hefur nú verið safnað síðan IFAW og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hófu söfnunina árið 2011. Viðstaddir verða sjálfboðaliðar samtakanna, íslenskt tónlistarfólk sem stutt hefur verkefnið á vefsíðunni www.ifaw.is og með tónleikum á Hvalasýningunni á Granda í síðustu viku, auk fulltrúa Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigursteini Mássyni fyrir hönd IFAW nú í dag.Færri ferðamenn smakka hvalkjöt Í samtali við blaðamann Vísis segir Sigursteinn að undirskriftasöfnun hafi verið hrundið af stað árið 2011 vegna þess að skömmu áður kom í ljós að allt að fjörutíu prósent farþega um borð í hvalaskoðunarbátum sögðust hafa smakkað hvalkjöt, þó svo að sama fólk kæmi frá löndum sem væru alfarið á móti hvalveiðum og segðist sjálft vera sama sinnis. Hugmyndin var því að tengja saman það sem fólk segðist standa fyrir og svo hegðun þess og gjörðir. Telur Sigursteinn IFAW hafa náð miklum árangri á undanförnum árum og segir herferðina hafa verið mjög sýnilega, ef tekið væri tillit til kannanna sem gerðar voru á ferðamönnum á Umferðarmiðstöð BSÍ. Jafnt og þétt hafi svo hlutfall þeirra sem segjast hafa smakkað hvalkjöt á Íslandi lækkað, úr þeim fjörutíu prósentum sem mældust 2009 niður í tólf prósent núna.Misskilningur að hvalkjöt sé hefðbundinn íslenskur matur Samkvæmt heimasíðu samtakanna IFAW segjast 97 prósent Íslendinga borða hvalkjöt sjaldan eða ekki, en byggir sú tala á Gallup könnun frá október síðastliðnum. Voru þá um þrjú prósent sem sögðust neyta hvalkjöts oft eða reglulega, en þar var viðmiðið sex sinnum eða oftar á ári. 82 prósent yfir heildina sögðust aldrei neyta hvalkjöts, og meðal yngri aldurshópa voru heil 90 prósent sem sögðust aldrei borða hvalkjöt. Segir Sigursteinn því mikinn misskilning felast í því að segja að hvalkjöt sé hefðbundinn íslenskur matur sem Íslendingar neyta reglulega.Sigursteinn MássonVísir/GVAVerið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni Aðspurður um markmið undirskriftasöfnunarinnar segir Sigursteinn, að „í Faxaflóa þar sem flest dýranna hafa verið veidd á undanförnum árum er staðan orðin mjög alvarleg. Hegðun dýranna ber þess merki að þau eru að halda sig fjær bátunum og eru varari um sig, en hvalir eru forvitin dýr að eðlisfari. Sá forvitniseiginleiki er að mestu leyti horfinn þannig að það er líklegt að þessar veiðar á litlu svæði ár eftir ár séu farnar að segja til sín og hafa mikil áhrif. Mun færri hrefnur sjást nú en áður og þær eru varari um sig sem getur haft mjög alvarleg áhrif á næststærstu afþreyingargrein íslenskrar ferðaþjónustu, sem er hvalaskoðun. Hér er verið að fórna miklu meiri hagsmunum fyrir minni.“ „Með þessu viljum við hvetja stjórnvöld til að grípa inn í þetta ferli og banna veiðarnar inni í Faxaflóanum. Það er það skref sem er algjörlega nauðsynlegt að taka og það nær ekki nokkurri átt að halda áfram eins og verið hefur,“ sagði Sigursteinn að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira