Apple hefur ekki tekist að koma í veg fyrir umtalsverða leka varðandi iPhone 7 en sé mark takandi á þeim lekum verður ekki mikil breyting á milli sex og sjö.
Líklegustu eiginleikar símanna:
- Tveir símar. Einn 4,7 tommur og hinn 5,5
- Svipaðir iPhone 6 í útliti
- Litir: Silfur, grár, gull og rauður/gull
- Betri örgjörvi
- Engin innstunga fyrir heyrnartól
- Þrýstiskynjari í Home takkanum
- Aukið þol gagnvart vatni
- Tveggja linsu myndavél á iPhone 7 Plus
Á næsta ári, tíu ára afmæli iPhone, stendur til að kynna iPhone 8.
Þar glímir Apple hins vegar við ákveðinn vanda. iPhone 7 verður líklega ekki það frábrugðinn iPhone 6, en iPhone 8 er talinn vera töluvert frábrugðinn fyrri símum. Meðal annars er talið að Home takkinn muni hverfa, síminn verði þynnri og með ávölum skjá.
Þá er einnig talið að síminn sjálfur verði ekki úr áli, heldur gleri.
Þeir sem uppfæra í iPhone 7 á þessu ári, eru ekki líklegir til að kaupa sér svo annann síma á næsta ári.