Komið að leikslokum hjá Plain Vanilla Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. september 2016 05:00 Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla, var valinn viðskiptamaður ársins 2013. Fréttablaðið/ernir Skrifstofum leikjafyrirtækisins Plain Vanilla á Íslandi hefur verið lokað og öllum starfsmönnum sagt upp störfum. Þetta var tilkynnt í gær. Að sögn forstjóra fyrirtækisins, Þorsteins B. Friðrikssonar, er ástæða lokunarinnar sú að sjónvarpsþáttur, sem byggði á tölvuleiknum QuizUp verður ekki að veruleika. Þátturinn átti að hefja göngu sína á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC í mars og einnig átti að sýna hann víðar í heiminum. Mikil bjartsýni ríkti þegar QuizUp kom á markað í lok árs 2013. Þá hafði fyrirtækið tryggt sér tvær milljónir dala í fjármögnun frá Sequoia Capital og í heild 5,6 milljónir dala í áhættufjármagn til þess að byggja upp leikinn. Þremur vikum eftir að leikurinn kom á markað í lok ársins 2013 höfðu þrjár og hálf milljón manna halað niður leiknum í iPhone-símum. Hugmyndin var að reka snjallsímaleik í takt við borðspilið Trivial Pursuit.Tólf milljarða tilboði hafnaðÍ desember 2013 var líka greint frá því að 12 milljarða króna yfirtökutilboði frá bandaríska tölvuleikjarisanum Zynga Games hefði verið hafnað. Stofnendur völdu frekar að taka inn nýtt áhættufjármagn upp á um þrjá milljarða króna í lok árs 2013. Viðskiptablaðið greindi frá því að á sama tíma hefði Þorsteinn Baldur Friðriksson fengið tæpar 583 milljónir króna í svokallað stofnendaframlag. Þetta sýndi ársreikningur eignarhaldsfélagsins White Rock, sem heldur utan um eignarhlut Þorsteins í Plain Vanilla. Starfsemi fyrirtækisins óx fiskur um hrygg. Í mars 2014 voru starfsmenn orðnir 40 og þá var greint frá því að fyrirtækið hygðist flytja í húsnæði Landsbankans á Laugavegi 77. „Við erum bara búin að sprengja utan af okkur húsnæðið og erum því að flytja í gamla húsnæði Landsbankans, VISA og Valitor á Laugavegi,“ sagði Þorsteinn þá í samtali við Vísi. Heimildarmaður Fréttablaðsins segir að lítið hafi verið til sparað við nýju skrifstofurnar. „Það var fenginn innanhússarkitekt til að hanna skrifstofuna nýju. Þarna var til dæmis einhvers konar búr sem enginn vissi hvað átti að gera við, inni í því voru t.d. LED-ljós sem kostuðu þvílíkan pening og hægt var að stjórna ljósunum með símaappi,“ segir heimildarmaðurinn. Þessi ljós hafi verið lítið notuð og síðar hafi búrið orðið að herbergi fyrir börn starfsmanna og sjónvarpsrými. „Eldhúsið var stórglæsilegt og ekkert sparað þar. Stólarnir í matsalnum voru víst rándýrir,“ segir heimildarmaðurinn. Í stuttu máli hafi miklum peningum verið varið í innanhússhönnun sem hafði enga raunverulega þýðingu heldur til þess ætluð að sýna fyrirtækið fyrir utanaðkomandi. Þorsteinn vakti mikla athygli á þessum tíma og var í fertugasta sæti á lista frumkvöðlafjölmiðilsins Fast Company yfir mest skapandi einstaklingana í viðskiptalífinu árið 2014. Þar var hann á lista með Sean Rad og Justin Mateen, stofnendum makaleitarforritsins Tinder og Alan Schaaf, stofnanda myndasíðunnar Imgur. Á þessum sama tíma var Plain Vanilla valið sprotafyrirtæki ársins á Nordic Startup Awards í Ósló. Þegar þarna er komið sögu var Plain Vanilla aðlaðandi vinnustaður. Meðalaldur starfsmanna virtist liggja á milli tvítugs og þrítugs. Kökukeppnir voru reglulega haldnar á vinnustaðnum, hádegismaturinn var alla daga eins og á veitingahúsi, eldaður af argentínskum kokki, og almennt var mikil gleði.Unnið að nýrri útfærsluÍ nóvember árið 2014 sagði Þorsteinn frá því að unnið væri að nýrri uppfærslu QuizUp sem myndi koma út í byrjun árs 2015. Leikurinn myndi þá þróast yfir í að vera samfélagsmiðill, sem myndi keppa við Facebook og Twitter. Hægt yrði að nota hann í flestöllum snjalltækjum og vefvöfrum. „Við horfum því ekki lengur á QuizUp sem snjallsímaleik heldur samfélagsnet sem geti haft áhrif á líf fólks um allan heim og skapað fyrirtækinu meiri verðmæti,“ sagði Þorsteinn við Fréttablaðið. Einn heimildarmanna Fréttablaðsins segir að þetta verkefni hafi dregist í marga mánuði og heilmikil vinna farið í það. „Það var hannað og „features“ framleiddir fyrir leikinn sem var síðan hent, endalausir fundir haldnir,“ segir heimildarmaðurinn. Allir hafi átt að taka þátt í þróun leiksins en á endanum hafi þetta allt verið ákveðið af Þorsteini. Uppfærslan fór í loftið í maí 2015. Heimildarmaður Fréttablaðsins segir að við „þessa löngu og klúðurslegu framleiðslu“ á nýrri uppfærslu QuizUp hafi nokkrir lykilstarfsmenn hætt. „Mórallinn í fyrirtækinu var orðinn frekar slakur á þessum tíma. Það voru enn þá partí og fjör, en það varð þyngra yfir fólki frá degi til dags.“Sjónvarpsþættir á dagskráÍ september í fyrra var síðan sagt frá því að ein stærsta sjónvarpsstöð Bandaríkjanna, NBC, hefði ákveðið að framleiða 10 þátta sjónvarpsseríu sem byggði á QuizUp. Stjórnendur Plain Vanilla vonuðust til þess að þetta myndi fjölga notendum og reksturinn yrði sjálfbær. Í síðustu viku var svo tilkynnt að ekkert yrði af gerð þáttanna. Stjórnendur segja að við það hafi forsendur fyrir rekstri og frekari þróun leiksins brostið. Heimildarmaður Fréttablaðsins segir að stemningin innan fyrirtækisins hafi verið erfið á árinu. Einkum í kringum uppsagnir, fyrst þegar fjórtán starfsmönnum var sagt upp og síðar þegar 27 starfsmenn fóru í annarri uppsögn. „Í kringum það var þetta drulluþungt en það var stemning í kringum það að vinna að þessum þætti og þeir sem komu næst þeirri vinnu voru spenntir fyrir því að sjá það verða að veruleika,“ segir viðmælandi Fréttablaðsins. Menn hafi áttað sig á því að uppsagnirnar væru sársaukafull aðgerð sem farið var í til þess að sjónvarpsþættirnir gætu orðið að veruleika. Plain Vanilla mun halda QuizUp gangandi áfram og leitað verður leiða til að þróun leiksins geti haldið áfram þrátt fyrir að ekki verði af sjónvarpsþættinum og þrátt fyrir lokun skrifstofunnar hér á landi. Stjórnendur hyggjast greiða öllum starfsmönnum laun út uppsagnarfrest. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Skrifstofum leikjafyrirtækisins Plain Vanilla á Íslandi hefur verið lokað og öllum starfsmönnum sagt upp störfum. Þetta var tilkynnt í gær. Að sögn forstjóra fyrirtækisins, Þorsteins B. Friðrikssonar, er ástæða lokunarinnar sú að sjónvarpsþáttur, sem byggði á tölvuleiknum QuizUp verður ekki að veruleika. Þátturinn átti að hefja göngu sína á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC í mars og einnig átti að sýna hann víðar í heiminum. Mikil bjartsýni ríkti þegar QuizUp kom á markað í lok árs 2013. Þá hafði fyrirtækið tryggt sér tvær milljónir dala í fjármögnun frá Sequoia Capital og í heild 5,6 milljónir dala í áhættufjármagn til þess að byggja upp leikinn. Þremur vikum eftir að leikurinn kom á markað í lok ársins 2013 höfðu þrjár og hálf milljón manna halað niður leiknum í iPhone-símum. Hugmyndin var að reka snjallsímaleik í takt við borðspilið Trivial Pursuit.Tólf milljarða tilboði hafnaðÍ desember 2013 var líka greint frá því að 12 milljarða króna yfirtökutilboði frá bandaríska tölvuleikjarisanum Zynga Games hefði verið hafnað. Stofnendur völdu frekar að taka inn nýtt áhættufjármagn upp á um þrjá milljarða króna í lok árs 2013. Viðskiptablaðið greindi frá því að á sama tíma hefði Þorsteinn Baldur Friðriksson fengið tæpar 583 milljónir króna í svokallað stofnendaframlag. Þetta sýndi ársreikningur eignarhaldsfélagsins White Rock, sem heldur utan um eignarhlut Þorsteins í Plain Vanilla. Starfsemi fyrirtækisins óx fiskur um hrygg. Í mars 2014 voru starfsmenn orðnir 40 og þá var greint frá því að fyrirtækið hygðist flytja í húsnæði Landsbankans á Laugavegi 77. „Við erum bara búin að sprengja utan af okkur húsnæðið og erum því að flytja í gamla húsnæði Landsbankans, VISA og Valitor á Laugavegi,“ sagði Þorsteinn þá í samtali við Vísi. Heimildarmaður Fréttablaðsins segir að lítið hafi verið til sparað við nýju skrifstofurnar. „Það var fenginn innanhússarkitekt til að hanna skrifstofuna nýju. Þarna var til dæmis einhvers konar búr sem enginn vissi hvað átti að gera við, inni í því voru t.d. LED-ljós sem kostuðu þvílíkan pening og hægt var að stjórna ljósunum með símaappi,“ segir heimildarmaðurinn. Þessi ljós hafi verið lítið notuð og síðar hafi búrið orðið að herbergi fyrir börn starfsmanna og sjónvarpsrými. „Eldhúsið var stórglæsilegt og ekkert sparað þar. Stólarnir í matsalnum voru víst rándýrir,“ segir heimildarmaðurinn. Í stuttu máli hafi miklum peningum verið varið í innanhússhönnun sem hafði enga raunverulega þýðingu heldur til þess ætluð að sýna fyrirtækið fyrir utanaðkomandi. Þorsteinn vakti mikla athygli á þessum tíma og var í fertugasta sæti á lista frumkvöðlafjölmiðilsins Fast Company yfir mest skapandi einstaklingana í viðskiptalífinu árið 2014. Þar var hann á lista með Sean Rad og Justin Mateen, stofnendum makaleitarforritsins Tinder og Alan Schaaf, stofnanda myndasíðunnar Imgur. Á þessum sama tíma var Plain Vanilla valið sprotafyrirtæki ársins á Nordic Startup Awards í Ósló. Þegar þarna er komið sögu var Plain Vanilla aðlaðandi vinnustaður. Meðalaldur starfsmanna virtist liggja á milli tvítugs og þrítugs. Kökukeppnir voru reglulega haldnar á vinnustaðnum, hádegismaturinn var alla daga eins og á veitingahúsi, eldaður af argentínskum kokki, og almennt var mikil gleði.Unnið að nýrri útfærsluÍ nóvember árið 2014 sagði Þorsteinn frá því að unnið væri að nýrri uppfærslu QuizUp sem myndi koma út í byrjun árs 2015. Leikurinn myndi þá þróast yfir í að vera samfélagsmiðill, sem myndi keppa við Facebook og Twitter. Hægt yrði að nota hann í flestöllum snjalltækjum og vefvöfrum. „Við horfum því ekki lengur á QuizUp sem snjallsímaleik heldur samfélagsnet sem geti haft áhrif á líf fólks um allan heim og skapað fyrirtækinu meiri verðmæti,“ sagði Þorsteinn við Fréttablaðið. Einn heimildarmanna Fréttablaðsins segir að þetta verkefni hafi dregist í marga mánuði og heilmikil vinna farið í það. „Það var hannað og „features“ framleiddir fyrir leikinn sem var síðan hent, endalausir fundir haldnir,“ segir heimildarmaðurinn. Allir hafi átt að taka þátt í þróun leiksins en á endanum hafi þetta allt verið ákveðið af Þorsteini. Uppfærslan fór í loftið í maí 2015. Heimildarmaður Fréttablaðsins segir að við „þessa löngu og klúðurslegu framleiðslu“ á nýrri uppfærslu QuizUp hafi nokkrir lykilstarfsmenn hætt. „Mórallinn í fyrirtækinu var orðinn frekar slakur á þessum tíma. Það voru enn þá partí og fjör, en það varð þyngra yfir fólki frá degi til dags.“Sjónvarpsþættir á dagskráÍ september í fyrra var síðan sagt frá því að ein stærsta sjónvarpsstöð Bandaríkjanna, NBC, hefði ákveðið að framleiða 10 þátta sjónvarpsseríu sem byggði á QuizUp. Stjórnendur Plain Vanilla vonuðust til þess að þetta myndi fjölga notendum og reksturinn yrði sjálfbær. Í síðustu viku var svo tilkynnt að ekkert yrði af gerð þáttanna. Stjórnendur segja að við það hafi forsendur fyrir rekstri og frekari þróun leiksins brostið. Heimildarmaður Fréttablaðsins segir að stemningin innan fyrirtækisins hafi verið erfið á árinu. Einkum í kringum uppsagnir, fyrst þegar fjórtán starfsmönnum var sagt upp og síðar þegar 27 starfsmenn fóru í annarri uppsögn. „Í kringum það var þetta drulluþungt en það var stemning í kringum það að vinna að þessum þætti og þeir sem komu næst þeirri vinnu voru spenntir fyrir því að sjá það verða að veruleika,“ segir viðmælandi Fréttablaðsins. Menn hafi áttað sig á því að uppsagnirnar væru sársaukafull aðgerð sem farið var í til þess að sjónvarpsþættirnir gætu orðið að veruleika. Plain Vanilla mun halda QuizUp gangandi áfram og leitað verður leiða til að þróun leiksins geti haldið áfram þrátt fyrir að ekki verði af sjónvarpsþættinum og þrátt fyrir lokun skrifstofunnar hér á landi. Stjórnendur hyggjast greiða öllum starfsmönnum laun út uppsagnarfrest.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira