Lífið

Æskuheimili Harry Potter til sölu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Húsið sem notað var sem æskuheimili Harry Potter í fyrstu myndinni um galdrastrákinn.
Húsið sem notað var sem æskuheimili Harry Potter í fyrstu myndinni um galdrastrákinn. mynd/zoopla
Húsið sem notað var sem æskuheimili Harry Potter í kvikmyndinna Harry Potter og viskusteinninn er nú til sölu fyrir 475 þúsund pund eða sem samsvarar um 72 milljónum íslenskra króna.

Í frétt Business Insider um söluna kemur fram að þó að húsið í myndinni sé staðsett í þorpinu Little Whingeing í Surrey þá er það í raun í Bracknell-hverfinu í Martins Heron.

Margir aðdáendur Harry Potter muna eflaust eftir herbergi söguhetjunnar í húsinu að Privet Drive 4 sem var undir stiganum en í húsinu sem notað var í myndinni er skápur undir stiganum svo kaupandinn getur endurskapað herbergi Potter úr myndinni ef honum sýnist sem svo.

Í bókinni og myndinni bjó Potter með Petúníu frænku sinni, Vernon frænda sínum og syni þeirra Dudley við Privet Drive 4. Frændfólkið var ekki beint elskulegt við galdrastrákinn sem fann sína réttu hillu í galdraskólanum Hogwarts.

Skoða má húsið nánar á vefsíðunni Zoopla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×