Sport

Aron Einar: Vikings er núna mitt lið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson var áberandi þegar Minnesota Vikings vígði nýjan heimavöll í leik liðsins gegn Green Bay Packers í nótt en eins og áður hefur verið fjallað um fékk liðið Víkingaklappið að láni frá íslenska karlalandsliðinu fótbolta.

„Þetta var svolítið sérstakt,“ sagði Aron Einar við íþróttadeild í dag. „Maður áttaði sig á því að Víkingaklappið er orðið stórt og heimsfrægt. Því hefur maður tekið eftir nánast hvert sem maður fer.“

Hann segist ekki geta gengið um götur í Englandi án þess að heyra Víkingaklappið.

„Annar hver maður sem maður sér á götunni spyr ekki hvernig maður hafi það heldur skellir í eitt skemmtilegt víkingaklapp sem er orðið svolítið þreytt. En það er gaman að þessu og maður sér hvað þetta hefur teygt sig langt út.“

Hann segist lítið hafa fylgst með NFL í gegnum tíðina. Hann horfi á Super Bowl en ekki mikið meira en það.

„Maður verður að fara að fylgjast meira með og rífa sig í gang.“

Og er Vikings núna þitt lið?

„Já, það verður að vera þannig. Það er alveg klárt.“

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×