Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2016 19:45 Margir af yngri kynslóðinni hafa sennilega aldrei kynnst þjóðvegarykinu, sem pirraði menn á ferðalögum um landið fyrir tíma slitlagsins. Enn býr þó fólk við hringveginn sem getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, þar á meðal níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. Hringvegurinn telst vera 1332 kílómetra langur, þar af eru 97,5 prósent nú með bundnu slitlagi. Enn eru 33 kílómetrar eftir ómalbikaðir, átta kílómetrar í botni Berufjarðar og 25 kílómetrar mili Skriðdals og Breiðdals um Breiðdalsheiði. Bæði í Breiðdal og í Berufjarðarbotni býr fólk á sveitabæjum sem enn nýtur þess vafasama heiðurs að fá yfir heimili sín þjóðvegaryk af hringveginum á þurrviðrisdögum. Þeirra á meðal fjölskyldan á Hvannabrekku í Berufirði, þau Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir og Steinþór Björnsson og börnin þeirra sjö.Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir og Steinþór Björnsson með yngsta barnið, Gunni Margréti.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson„Þetta er náttúrlega bara skammarlegt, ekkert annað,“ segir Auðbjörg um ástand vegarins. Þau eru búin að bíða lengi eftir vegarbótum og segjast hlakka til þess að geta farið að hengja þvottinn út svo hann kafni ekki í ryki. „Og að opna glugga á sumrin, það væri ágætt,“ bætir Steinþór við. Já, það er mikill þvottur sem fylgir svo stóru heimili og þegar skólabíllinn rennur í hlað frá Djúpavogi sjáum við fjögur af börnum þeirra stíga út að loknum skóladegi.Japanskur ferðamaður velti þessum bíl á malarkaflanum í Berufirði í síðustu viku.Mynd/Svavar Pétur Eysteinsson.En það er ekkert grín að hafa þjóðvegina ómalbikaða því erlendum ferðamönnum gengur sumum illa að ráða við íslensku malarvegina, eins og þeim japanska sem velti bíl sínum í síðustu viku í Berufjarðarbotni, skammt frá heimili fjölskyldunnar barnmörgu. Deilur landeigenda um vegstæði hafa þar tafið framkvæmdir en nú vonast menn til að þær séu leystar. „Það er vonandi að samningar gangi í gegn í haust,“ segir Auðbjörg. „Það verður vonandi byrjað næsta vor,“ segir Steinþór. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir stefnt að því að vegagerðin fyrir Berufjarðarbotn verði boðin út strax eftir áramót. Tengdar fréttir Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Margir af yngri kynslóðinni hafa sennilega aldrei kynnst þjóðvegarykinu, sem pirraði menn á ferðalögum um landið fyrir tíma slitlagsins. Enn býr þó fólk við hringveginn sem getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, þar á meðal níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. Hringvegurinn telst vera 1332 kílómetra langur, þar af eru 97,5 prósent nú með bundnu slitlagi. Enn eru 33 kílómetrar eftir ómalbikaðir, átta kílómetrar í botni Berufjarðar og 25 kílómetrar mili Skriðdals og Breiðdals um Breiðdalsheiði. Bæði í Breiðdal og í Berufjarðarbotni býr fólk á sveitabæjum sem enn nýtur þess vafasama heiðurs að fá yfir heimili sín þjóðvegaryk af hringveginum á þurrviðrisdögum. Þeirra á meðal fjölskyldan á Hvannabrekku í Berufirði, þau Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir og Steinþór Björnsson og börnin þeirra sjö.Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir og Steinþór Björnsson með yngsta barnið, Gunni Margréti.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson„Þetta er náttúrlega bara skammarlegt, ekkert annað,“ segir Auðbjörg um ástand vegarins. Þau eru búin að bíða lengi eftir vegarbótum og segjast hlakka til þess að geta farið að hengja þvottinn út svo hann kafni ekki í ryki. „Og að opna glugga á sumrin, það væri ágætt,“ bætir Steinþór við. Já, það er mikill þvottur sem fylgir svo stóru heimili og þegar skólabíllinn rennur í hlað frá Djúpavogi sjáum við fjögur af börnum þeirra stíga út að loknum skóladegi.Japanskur ferðamaður velti þessum bíl á malarkaflanum í Berufirði í síðustu viku.Mynd/Svavar Pétur Eysteinsson.En það er ekkert grín að hafa þjóðvegina ómalbikaða því erlendum ferðamönnum gengur sumum illa að ráða við íslensku malarvegina, eins og þeim japanska sem velti bíl sínum í síðustu viku í Berufjarðarbotni, skammt frá heimili fjölskyldunnar barnmörgu. Deilur landeigenda um vegstæði hafa þar tafið framkvæmdir en nú vonast menn til að þær séu leystar. „Það er vonandi að samningar gangi í gegn í haust,“ segir Auðbjörg. „Það verður vonandi byrjað næsta vor,“ segir Steinþór. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir stefnt að því að vegagerðin fyrir Berufjarðarbotn verði boðin út strax eftir áramót.
Tengdar fréttir Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00
Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30
Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42
Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27