Lífið

Elíza Newman frumsýnir nýtt myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hresst lag.
Hresst lag.
Tónlistarkonan Elíza Newman gefur í dag út nýtt myndband við nýjasta lag sitt, Af sem áður var, sem kom út nýverið og hefur verið að gera það gott í útvarpi á Íslandi síðustu vikur.

Myndabandið er unnið með Karli Newman, betur þekktur sem Fleece Poncho, og var tekið upp á einum degi út um allt á Reykjanesi í ágúst.

Karl hefur áður leikstýrt myndböndum m.a. með Hjálmum og KK og hefur unnið við kvikmyndagerð í New York og Reykjavík síðastliðin ár.

Elíza Newman kom fyrst fram í sviðsljósið með hljómsveit sinni Kolrössu Krókríðandi er þær sigruðu Músíktilraunir með látum hér um árið. Hún hefur starfað við tónlist alla tíð síðan og er fjölhæfur listamaður bæði sem lagahöfundur og flytjandi.

Elíza hefur farið víða í tónlistarsköpun sinni, og samið allt frá pönki til óperu til eurovision-laga með smá stoppi á Eyjafjallajökli.

Hún starfaði erlendis lengi og hefur gefið út fimm plötur með Kolrössu/Bellatrix og þrjár sóló plötur sem allar hafa hlotið lof gagnrýnenda bæði heima og erlendis. Þessa dagana er Elíza að leggja lokahönd á fjórðu sóló breiðskífu sína og kemur hún út með haustinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×