Þingið brást – þjóðin axli ábyrgð Ólafur Arnalds skrifar 19. september 2016 00:00 Búvörusamningurinn var nýverið samþykktur á Alþingi af 19 þingmönnum sem er innan við þriðjungur þingheims. Innan við helmingur þeirra greiddi atkvæði. Þingmenn skuldbundu þjóðina til um 150 milljarða greiðslna auk annars óbeins stuðnings; álögur upp á svona 250.000 kr. á hvert 4 manna heimili á ári. Til tíu ára! Málin gerast vart stærri. Undirritaður er ekkert á móti stuðningi við landbúnað í dreifbýlinu, en þessi samningur er beinlínis vondur. Hann er gamaldags sýn á byggðaþróun, hann er umhverfisfjandsamlegur og stuðlar að offramleiðslu og tekur ekki mið af breyttum aðstæðum í samfélaginu og mismunandi þörf fyrir slíkan stuðning út um landið. Nú eru yfir 30% sauðfjárframleiðslunnar flutt út og líkur á að það hlutfall hækki verulega. Auka á framleiðslu burtséð frá landkostum. Bændur geta meira að segja hafnað niðurstöðu á endurskoðun samningsins að þremur árum liðnum. Stjórnarandstöðuflokkarnir aðrir en Björt framtíð múruðu sig inn í „Gamla Ísland“ við þessa atkvæðagreiðslu. Græni flokkurinn guggnaði. Annar hafði ekki „mannskap til að kynna sér málið“, enda þótt það sé af stærðargráðu Icesave. Afstaða Samfylkingar er vægast sagt einkennileg, flokkur sem hefur barist gegn þessu kerfi í áratugi og koðnar svo niður þegar á hólminn er komið. Þær skýringar hafa birst að hér sé um að ræða hræðslu vegna atkvæða í dreifbýlinu sem vega tvöfalt á við atkvæði þéttbýlisbúanna. Ja hérna! Þessir flokkar geta vart brotist aftur úr viðjum „Gamla Íslands“ öðru vísi en með því að koma þessum samningi í þjóðaratkvæði, líkt og Icesave. Það opnar dyr fyrir aðra nálgun fyrir þessa samningagerð, sem ætti að fela í sér hlutlausa, víðtæka og opna skoðun á stöðu og þróun landbúnaðarins og dreifbýlis í heild. Alþingi axlaði ekki ábyrgð á búvörusamningnum, en almenningur, dreifbýlið og náttúra landsins sitja uppi með afleiðingarnar. Afgreiðsla Alþingis felur í sér ofbeldi gagnvart lýðræði í landinu. Vísum honum í þjóðaratkvæði!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Búvörusamningurinn var nýverið samþykktur á Alþingi af 19 þingmönnum sem er innan við þriðjungur þingheims. Innan við helmingur þeirra greiddi atkvæði. Þingmenn skuldbundu þjóðina til um 150 milljarða greiðslna auk annars óbeins stuðnings; álögur upp á svona 250.000 kr. á hvert 4 manna heimili á ári. Til tíu ára! Málin gerast vart stærri. Undirritaður er ekkert á móti stuðningi við landbúnað í dreifbýlinu, en þessi samningur er beinlínis vondur. Hann er gamaldags sýn á byggðaþróun, hann er umhverfisfjandsamlegur og stuðlar að offramleiðslu og tekur ekki mið af breyttum aðstæðum í samfélaginu og mismunandi þörf fyrir slíkan stuðning út um landið. Nú eru yfir 30% sauðfjárframleiðslunnar flutt út og líkur á að það hlutfall hækki verulega. Auka á framleiðslu burtséð frá landkostum. Bændur geta meira að segja hafnað niðurstöðu á endurskoðun samningsins að þremur árum liðnum. Stjórnarandstöðuflokkarnir aðrir en Björt framtíð múruðu sig inn í „Gamla Ísland“ við þessa atkvæðagreiðslu. Græni flokkurinn guggnaði. Annar hafði ekki „mannskap til að kynna sér málið“, enda þótt það sé af stærðargráðu Icesave. Afstaða Samfylkingar er vægast sagt einkennileg, flokkur sem hefur barist gegn þessu kerfi í áratugi og koðnar svo niður þegar á hólminn er komið. Þær skýringar hafa birst að hér sé um að ræða hræðslu vegna atkvæða í dreifbýlinu sem vega tvöfalt á við atkvæði þéttbýlisbúanna. Ja hérna! Þessir flokkar geta vart brotist aftur úr viðjum „Gamla Íslands“ öðru vísi en með því að koma þessum samningi í þjóðaratkvæði, líkt og Icesave. Það opnar dyr fyrir aðra nálgun fyrir þessa samningagerð, sem ætti að fela í sér hlutlausa, víðtæka og opna skoðun á stöðu og þróun landbúnaðarins og dreifbýlis í heild. Alþingi axlaði ekki ábyrgð á búvörusamningnum, en almenningur, dreifbýlið og náttúra landsins sitja uppi með afleiðingarnar. Afgreiðsla Alþingis felur í sér ofbeldi gagnvart lýðræði í landinu. Vísum honum í þjóðaratkvæði!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun