Viðskipti innlent

Pöntuðu fyrstu rafmagnsrútu Íslands

Samúel Karl Ólason skrifar
Nýja rafmagnsrútan.
Nýja rafmagnsrútan.
Guðmundur Tyrfingsson/GTS ehf hefur pantað fyrstu rafmangsrútu Íslands. Rútan er nú leið til landsins sjóleiðina frá Kína. Fyrirtækið stefnir að því að flytja inn fleiri slíkar rútur á næsta ári.

Samkvæmt tilkynningu mun þessi bifreið þessi verða notuð í akstur á milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar.

„Verkefnið hefur verið lengi í burðarliðnum en þrátt fyrir jákvæðar viðtökur starfsmanna Isava þá hefur Isavia enn ekki veitt félaginu formlegt leyfi fyrir aðstöðu í Leifsstöð. Forsvarsmenn félagsins eru hins vegar sannfærðir um að félagið fái sambærilega aðstöðu fyrir rafmagnsvagna eins og önnur félög hafa fengið fyrir hefðbundnar diesel rútur,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir einnig að verkefnið sé stórt skref í átt að því að þróa umhverfisvænni samgöngur á Íslandi.

„Rafmagnsrúturnar sem um ræðir eru framleiddar af fyrirtækinu Yutong sem er stærsti rútuframleiðandi í heiminum í dag og framleiðir árlega um 70.000 rútur og strætisvagna. Yutong hefur framleitt þúsundir rafmagnsvagna og hefur meðal annars sett af stað verkefni með rafmagnsvagna í París, höfuðborg Frakklands.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×