Lífið

Stórbrotin „a cappella“ útgáfa af laginu Jolene

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dolly Parton hefur engu gleymt.
Dolly Parton hefur engu gleymt. vísir
Lagið Jolene með Dolly Parton kom út árið 1973 og hefur verið gríðarlega vinsælt alveg síðan þá.

Margar útgáfur eru til af laginu og er til að mynda mjög vinsælt að taka þetta lag í karaoke. Árið 2000 kom út enn ein útgáfan af Jolene en í búningi sem hafði aldrei heyrst. Þá tók rokksveitin The White Stripes lagið og sló það rækilega í gegn.

Núna hefur hljómsveitin Pentatonix ásamt sjálfri Dolly Parton tekið upp nýja útgáfu af laginu og syngur Parton það „a cappella“ eða án undirleiks. Lagið birtist á YouTube fyrir þremur dögum og þegar þessi frétt er skrifuð hafa um sjö milljónir hlustað á það.

The White Stripes - Jolene





Fleiri fréttir

Sjá meira


×