Ásta um ástina: „Svara engu nema með lögmann mér við hlið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2016 10:30 Nýjasta parið á Íslandi eða bara góðir vinir? Ásta er þögul sem gröfin er kemur að eigin ástarlífi. Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, ritstjóri Séð og Heyrt, og Sveinn Andri Sveinsson lögmaður eru vinir. Og kannski meira en vinir þótt Ásta Hrafnhildur neiti að gefa neitt uppi um það. Ásta og Sveinn Andri skelltu sér saman í leikhús á laugardagskvöldið sem varð tilefni að frétt Smartlandsins um nýjasta stjörnuparið á Íslandi. Frétttin er sú mest lesna á Mbl.is þessa stundina. Ásta spjallaði við strákana í Brennslunni á FM 957 í morgun og sagðist að sjálfsögðu hafa lesið fréttina. Hún sagði Vísi í gærkvöldi að þau Sveinn Andri væru „bara mjög góðir vinir.“ „Það er bara eins og ég hafi skrifað þetta sjálf,“ segir Ásta sem þarf sjálf að fylgjast vel með hvar örvar Amors hitta í mark hjá fræga fólkinu til að geta skellt því á forsíðu Séð og Heyrt. Hún segist þó stunda önnur vinnubrögð en Marta María í Smartlandinu. Marta María í spjalli við Sindra Sindrason. „Munurinn á mér og henni er reyndar sá að ég hringi í fólk og fæ hlutina staðfesta. Mér finnst yfirleitt skemmtilegra að gera það þannig,“ segir Ásta Hrafnhildur sem flestir landsmenn þekkja líklega best sem fyrrverandi þáttarstjórnanda Stundarinnar okkar. Hún tók við sem ritstjóri Séð og Heyrt í maí af Eiríki Jónssyni.Erfitt að vera nýtt par á ÍslandiÍ frétt Séð og Heyrt haustið 2015 var fullyrt að Arnar Freyr Frostason úr Úlfur Úlfur og Salka Sól Eyfeld væru nýtt par. Arnar Freyr neitaði þó að þau væru nýtt par þrátt fyrir að þau hefðu snætt saman kvöldverð og gengið saman hönd í hönd um miðbæ Reykjavíkur. Marta María stóð sjálf í ströngu þegar út spurðist að þau Páll Winkel fangelsismálastjóri væru að slá sér upp. Fjölmiðlar komust á snoðir um það en sjálf vildi hún hvorki staðfesta né neita lengi vel. Nú blómstrar hins vegar ástin hjá Mörtu og Páli. Það virðist því vera erfitt að ætla að slá sér upp þegar maður tilheyrir þeim hópi fólks sem mætti telja til frægra á Íslandi.Eitt frægasta lag Valgeirs Guðjónssonar heitir Ástin og þar er fjallað um að hún geti birst í svo óteljandi myndum. Að neðan má heyra sjálfan Bó taka þennan fallega slagara. En eru Ásta og Sveinn Andri par?„Læt ykkur vita þegar ég gifti mig“ „Ég svara engu nema með lögmann mér við hlið,“ sagði Ásta. Þáttarstjórnendur spurðu á móti hvort Sveinn Andri lægi ekki við hlið hennar en sú spurning uppskar mikinn hlátur hjá Ástu sem upplýsti að hún væri ein með þrjá ketti þá stundina. „Ég hefði stokkið á þetta sjálf ef þetta hefði verið í hina áttina. Ef það hefði verið frægur karlkyns fjölmiðlamaður og þekkt kona, lögfræðingur, saman í bíó eða eitthvað slíkt,“ segir Ásta. „Ég læt ykkur vita þegar ég gifti mig strákar. Þið verðið fyrstir með fréttirnar.“Viðtalið við Ástu má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir „Við erum bara mjög góðir vinir“ Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt segir þau Svein Andra mjög góða vini sem hafi gaman af því að fara í leikhús. 18. september 2016 23:20 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Sjá meira
Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, ritstjóri Séð og Heyrt, og Sveinn Andri Sveinsson lögmaður eru vinir. Og kannski meira en vinir þótt Ásta Hrafnhildur neiti að gefa neitt uppi um það. Ásta og Sveinn Andri skelltu sér saman í leikhús á laugardagskvöldið sem varð tilefni að frétt Smartlandsins um nýjasta stjörnuparið á Íslandi. Frétttin er sú mest lesna á Mbl.is þessa stundina. Ásta spjallaði við strákana í Brennslunni á FM 957 í morgun og sagðist að sjálfsögðu hafa lesið fréttina. Hún sagði Vísi í gærkvöldi að þau Sveinn Andri væru „bara mjög góðir vinir.“ „Það er bara eins og ég hafi skrifað þetta sjálf,“ segir Ásta sem þarf sjálf að fylgjast vel með hvar örvar Amors hitta í mark hjá fræga fólkinu til að geta skellt því á forsíðu Séð og Heyrt. Hún segist þó stunda önnur vinnubrögð en Marta María í Smartlandinu. Marta María í spjalli við Sindra Sindrason. „Munurinn á mér og henni er reyndar sá að ég hringi í fólk og fæ hlutina staðfesta. Mér finnst yfirleitt skemmtilegra að gera það þannig,“ segir Ásta Hrafnhildur sem flestir landsmenn þekkja líklega best sem fyrrverandi þáttarstjórnanda Stundarinnar okkar. Hún tók við sem ritstjóri Séð og Heyrt í maí af Eiríki Jónssyni.Erfitt að vera nýtt par á ÍslandiÍ frétt Séð og Heyrt haustið 2015 var fullyrt að Arnar Freyr Frostason úr Úlfur Úlfur og Salka Sól Eyfeld væru nýtt par. Arnar Freyr neitaði þó að þau væru nýtt par þrátt fyrir að þau hefðu snætt saman kvöldverð og gengið saman hönd í hönd um miðbæ Reykjavíkur. Marta María stóð sjálf í ströngu þegar út spurðist að þau Páll Winkel fangelsismálastjóri væru að slá sér upp. Fjölmiðlar komust á snoðir um það en sjálf vildi hún hvorki staðfesta né neita lengi vel. Nú blómstrar hins vegar ástin hjá Mörtu og Páli. Það virðist því vera erfitt að ætla að slá sér upp þegar maður tilheyrir þeim hópi fólks sem mætti telja til frægra á Íslandi.Eitt frægasta lag Valgeirs Guðjónssonar heitir Ástin og þar er fjallað um að hún geti birst í svo óteljandi myndum. Að neðan má heyra sjálfan Bó taka þennan fallega slagara. En eru Ásta og Sveinn Andri par?„Læt ykkur vita þegar ég gifti mig“ „Ég svara engu nema með lögmann mér við hlið,“ sagði Ásta. Þáttarstjórnendur spurðu á móti hvort Sveinn Andri lægi ekki við hlið hennar en sú spurning uppskar mikinn hlátur hjá Ástu sem upplýsti að hún væri ein með þrjá ketti þá stundina. „Ég hefði stokkið á þetta sjálf ef þetta hefði verið í hina áttina. Ef það hefði verið frægur karlkyns fjölmiðlamaður og þekkt kona, lögfræðingur, saman í bíó eða eitthvað slíkt,“ segir Ásta. „Ég læt ykkur vita þegar ég gifti mig strákar. Þið verðið fyrstir með fréttirnar.“Viðtalið við Ástu má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir „Við erum bara mjög góðir vinir“ Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt segir þau Svein Andra mjög góða vini sem hafi gaman af því að fara í leikhús. 18. september 2016 23:20 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Sjá meira
„Við erum bara mjög góðir vinir“ Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt segir þau Svein Andra mjög góða vini sem hafi gaman af því að fara í leikhús. 18. september 2016 23:20