„Besta og versta hugmynd sem ég hef fengið" Una Sighvatsdóttir skrifar 17. september 2016 19:45 Að Melgerði 21 í Kópavogi er opið hús og stríður straumur gesta sem rennur á bökunarlyktina úr eldhúsinu þar sem Lilja Katrín Gunnarsdóttir hrærir í hverja sortina af annarri. Hún hófst handa á hádegi í dag og hafði verið að í þrjá tíma þegar fréttamann bar að garði, en átti þá 21 klukkustund eftir. „Þetta er náttúrulega bæði besta og versta hugmynd sem ég hef fengið á ævinni, ég sé það núna," segir Lilja í gamansömum tón í þann mund sem hún hrærir í hnetusmjörs-ostaköku á sama tíma og hún tekur úr ofninum nýbakaða formköku með pistasíuhnetum og berjum. Á hlaðborðinu eru fyrir snickers-eplakaka, súkkulaði- og karamellukaka, pönnukökur og vöfflur sem gestir gæða sér á, og von á fleiri kræsingum eftir því sem líður á daginn.Finnst kökubakstur róandi...nema í dag Lilja Katrín segir að hugmyndin að góðgerðarmaraþoninu hafi sprottið fram af engu tilefni, en bökunarhæfileikarnir eru þó ekki úr lausu lofti gripnir. Hún heldur úti vinsælu bökunarbloggi og hefur alltaf þótt kökur góðar en baksturinn segir hún þó að sé í raun eins og hugleiðsla. „Ég bara fann það fyrir nokkrum árum síðan að ef ég átti vondan dag, var eitthvað frústreruð eða þurfti að hugsa rosalega mikið, þá hjálpaði það alveg ótrúlega að taka pískarann eða handþeytarann og baka eitthvað. Mér finnst þetta mjög róandi," segir Lilja Katrín og bætir þó við að akkúrat í maraþoninu miðju sé hún þó kannski ekki sú rólegasta.Snappar í alla nótt„Núna er ég mjög stressuð, en svona alla jafna er það mjög róandi. Núna er þetta svolítið allt út um allt og fullt af fólki, en það er bara geðveikt.“ Og Lilja Katrín gerir ráð fyrir að halda bakstrinum áfram í alla nótt. „Já ég bara mæli með því að fólk fylgi mér á snapchat til að sjá hvernig nóttin fer. Notendanafnið er Liljagunn og að gæti orðið eitthvað skrautlegt." Einnig er hægt að fylgjast með gangi mála í eldhúsinu á facebook-síðu bökunarmaraþonsins.Innblásin af KraftiÞegar upp er staðið verður fyrirhöfnin þess virði enda allt gert fyrir góðan málstað, nefnilega til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Ég valdi kraft út af því að frænka mannsins míns fékk krabbamein þegar hún var barn og er núna í stjórn krafts, hún missti fótinn og mér finnst bara starfið sem þau vinna frábært. Þau styrkja ungt fólk sem fær krabbamein og aðstandendur þeirra alveg ótrúleg. Þetta félag heldur utan um þetta fólk."Allir velkomnir í kökurBökunarmaraþonið heldur áfram fram til hádegis á morgun, sunnudag, og eru allir velkomnir að líta við og gæða sér á kökum fram eftir degi eða svo lengi sem þær endast. Gestir eru hvattir til að hafa með sér pening og setja í söfnunarbaukana en þeir sem eru ekki með klink á sér geta lagt beint inn á reikning Krafts. Reikningsupplýsingar eru: 327-26-112233 og kennitala Krafts er 571199-3009 og skrifa skrifa „Bökunarmaraþon” eða „Blaka” í skýringu. Einnig er hægt að leggja inn á félagið í gegnum heimasíðu þess. Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Að Melgerði 21 í Kópavogi er opið hús og stríður straumur gesta sem rennur á bökunarlyktina úr eldhúsinu þar sem Lilja Katrín Gunnarsdóttir hrærir í hverja sortina af annarri. Hún hófst handa á hádegi í dag og hafði verið að í þrjá tíma þegar fréttamann bar að garði, en átti þá 21 klukkustund eftir. „Þetta er náttúrulega bæði besta og versta hugmynd sem ég hef fengið á ævinni, ég sé það núna," segir Lilja í gamansömum tón í þann mund sem hún hrærir í hnetusmjörs-ostaköku á sama tíma og hún tekur úr ofninum nýbakaða formköku með pistasíuhnetum og berjum. Á hlaðborðinu eru fyrir snickers-eplakaka, súkkulaði- og karamellukaka, pönnukökur og vöfflur sem gestir gæða sér á, og von á fleiri kræsingum eftir því sem líður á daginn.Finnst kökubakstur róandi...nema í dag Lilja Katrín segir að hugmyndin að góðgerðarmaraþoninu hafi sprottið fram af engu tilefni, en bökunarhæfileikarnir eru þó ekki úr lausu lofti gripnir. Hún heldur úti vinsælu bökunarbloggi og hefur alltaf þótt kökur góðar en baksturinn segir hún þó að sé í raun eins og hugleiðsla. „Ég bara fann það fyrir nokkrum árum síðan að ef ég átti vondan dag, var eitthvað frústreruð eða þurfti að hugsa rosalega mikið, þá hjálpaði það alveg ótrúlega að taka pískarann eða handþeytarann og baka eitthvað. Mér finnst þetta mjög róandi," segir Lilja Katrín og bætir þó við að akkúrat í maraþoninu miðju sé hún þó kannski ekki sú rólegasta.Snappar í alla nótt„Núna er ég mjög stressuð, en svona alla jafna er það mjög róandi. Núna er þetta svolítið allt út um allt og fullt af fólki, en það er bara geðveikt.“ Og Lilja Katrín gerir ráð fyrir að halda bakstrinum áfram í alla nótt. „Já ég bara mæli með því að fólk fylgi mér á snapchat til að sjá hvernig nóttin fer. Notendanafnið er Liljagunn og að gæti orðið eitthvað skrautlegt." Einnig er hægt að fylgjast með gangi mála í eldhúsinu á facebook-síðu bökunarmaraþonsins.Innblásin af KraftiÞegar upp er staðið verður fyrirhöfnin þess virði enda allt gert fyrir góðan málstað, nefnilega til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Ég valdi kraft út af því að frænka mannsins míns fékk krabbamein þegar hún var barn og er núna í stjórn krafts, hún missti fótinn og mér finnst bara starfið sem þau vinna frábært. Þau styrkja ungt fólk sem fær krabbamein og aðstandendur þeirra alveg ótrúleg. Þetta félag heldur utan um þetta fólk."Allir velkomnir í kökurBökunarmaraþonið heldur áfram fram til hádegis á morgun, sunnudag, og eru allir velkomnir að líta við og gæða sér á kökum fram eftir degi eða svo lengi sem þær endast. Gestir eru hvattir til að hafa með sér pening og setja í söfnunarbaukana en þeir sem eru ekki með klink á sér geta lagt beint inn á reikning Krafts. Reikningsupplýsingar eru: 327-26-112233 og kennitala Krafts er 571199-3009 og skrifa skrifa „Bökunarmaraþon” eða „Blaka” í skýringu. Einnig er hægt að leggja inn á félagið í gegnum heimasíðu þess.
Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira