„Besta og versta hugmynd sem ég hef fengið" Una Sighvatsdóttir skrifar 17. september 2016 19:45 Að Melgerði 21 í Kópavogi er opið hús og stríður straumur gesta sem rennur á bökunarlyktina úr eldhúsinu þar sem Lilja Katrín Gunnarsdóttir hrærir í hverja sortina af annarri. Hún hófst handa á hádegi í dag og hafði verið að í þrjá tíma þegar fréttamann bar að garði, en átti þá 21 klukkustund eftir. „Þetta er náttúrulega bæði besta og versta hugmynd sem ég hef fengið á ævinni, ég sé það núna," segir Lilja í gamansömum tón í þann mund sem hún hrærir í hnetusmjörs-ostaköku á sama tíma og hún tekur úr ofninum nýbakaða formköku með pistasíuhnetum og berjum. Á hlaðborðinu eru fyrir snickers-eplakaka, súkkulaði- og karamellukaka, pönnukökur og vöfflur sem gestir gæða sér á, og von á fleiri kræsingum eftir því sem líður á daginn.Finnst kökubakstur róandi...nema í dag Lilja Katrín segir að hugmyndin að góðgerðarmaraþoninu hafi sprottið fram af engu tilefni, en bökunarhæfileikarnir eru þó ekki úr lausu lofti gripnir. Hún heldur úti vinsælu bökunarbloggi og hefur alltaf þótt kökur góðar en baksturinn segir hún þó að sé í raun eins og hugleiðsla. „Ég bara fann það fyrir nokkrum árum síðan að ef ég átti vondan dag, var eitthvað frústreruð eða þurfti að hugsa rosalega mikið, þá hjálpaði það alveg ótrúlega að taka pískarann eða handþeytarann og baka eitthvað. Mér finnst þetta mjög róandi," segir Lilja Katrín og bætir þó við að akkúrat í maraþoninu miðju sé hún þó kannski ekki sú rólegasta.Snappar í alla nótt„Núna er ég mjög stressuð, en svona alla jafna er það mjög róandi. Núna er þetta svolítið allt út um allt og fullt af fólki, en það er bara geðveikt.“ Og Lilja Katrín gerir ráð fyrir að halda bakstrinum áfram í alla nótt. „Já ég bara mæli með því að fólk fylgi mér á snapchat til að sjá hvernig nóttin fer. Notendanafnið er Liljagunn og að gæti orðið eitthvað skrautlegt." Einnig er hægt að fylgjast með gangi mála í eldhúsinu á facebook-síðu bökunarmaraþonsins.Innblásin af KraftiÞegar upp er staðið verður fyrirhöfnin þess virði enda allt gert fyrir góðan málstað, nefnilega til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Ég valdi kraft út af því að frænka mannsins míns fékk krabbamein þegar hún var barn og er núna í stjórn krafts, hún missti fótinn og mér finnst bara starfið sem þau vinna frábært. Þau styrkja ungt fólk sem fær krabbamein og aðstandendur þeirra alveg ótrúleg. Þetta félag heldur utan um þetta fólk."Allir velkomnir í kökurBökunarmaraþonið heldur áfram fram til hádegis á morgun, sunnudag, og eru allir velkomnir að líta við og gæða sér á kökum fram eftir degi eða svo lengi sem þær endast. Gestir eru hvattir til að hafa með sér pening og setja í söfnunarbaukana en þeir sem eru ekki með klink á sér geta lagt beint inn á reikning Krafts. Reikningsupplýsingar eru: 327-26-112233 og kennitala Krafts er 571199-3009 og skrifa skrifa „Bökunarmaraþon” eða „Blaka” í skýringu. Einnig er hægt að leggja inn á félagið í gegnum heimasíðu þess. Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Sjá meira
Að Melgerði 21 í Kópavogi er opið hús og stríður straumur gesta sem rennur á bökunarlyktina úr eldhúsinu þar sem Lilja Katrín Gunnarsdóttir hrærir í hverja sortina af annarri. Hún hófst handa á hádegi í dag og hafði verið að í þrjá tíma þegar fréttamann bar að garði, en átti þá 21 klukkustund eftir. „Þetta er náttúrulega bæði besta og versta hugmynd sem ég hef fengið á ævinni, ég sé það núna," segir Lilja í gamansömum tón í þann mund sem hún hrærir í hnetusmjörs-ostaköku á sama tíma og hún tekur úr ofninum nýbakaða formköku með pistasíuhnetum og berjum. Á hlaðborðinu eru fyrir snickers-eplakaka, súkkulaði- og karamellukaka, pönnukökur og vöfflur sem gestir gæða sér á, og von á fleiri kræsingum eftir því sem líður á daginn.Finnst kökubakstur róandi...nema í dag Lilja Katrín segir að hugmyndin að góðgerðarmaraþoninu hafi sprottið fram af engu tilefni, en bökunarhæfileikarnir eru þó ekki úr lausu lofti gripnir. Hún heldur úti vinsælu bökunarbloggi og hefur alltaf þótt kökur góðar en baksturinn segir hún þó að sé í raun eins og hugleiðsla. „Ég bara fann það fyrir nokkrum árum síðan að ef ég átti vondan dag, var eitthvað frústreruð eða þurfti að hugsa rosalega mikið, þá hjálpaði það alveg ótrúlega að taka pískarann eða handþeytarann og baka eitthvað. Mér finnst þetta mjög róandi," segir Lilja Katrín og bætir þó við að akkúrat í maraþoninu miðju sé hún þó kannski ekki sú rólegasta.Snappar í alla nótt„Núna er ég mjög stressuð, en svona alla jafna er það mjög róandi. Núna er þetta svolítið allt út um allt og fullt af fólki, en það er bara geðveikt.“ Og Lilja Katrín gerir ráð fyrir að halda bakstrinum áfram í alla nótt. „Já ég bara mæli með því að fólk fylgi mér á snapchat til að sjá hvernig nóttin fer. Notendanafnið er Liljagunn og að gæti orðið eitthvað skrautlegt." Einnig er hægt að fylgjast með gangi mála í eldhúsinu á facebook-síðu bökunarmaraþonsins.Innblásin af KraftiÞegar upp er staðið verður fyrirhöfnin þess virði enda allt gert fyrir góðan málstað, nefnilega til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Ég valdi kraft út af því að frænka mannsins míns fékk krabbamein þegar hún var barn og er núna í stjórn krafts, hún missti fótinn og mér finnst bara starfið sem þau vinna frábært. Þau styrkja ungt fólk sem fær krabbamein og aðstandendur þeirra alveg ótrúleg. Þetta félag heldur utan um þetta fólk."Allir velkomnir í kökurBökunarmaraþonið heldur áfram fram til hádegis á morgun, sunnudag, og eru allir velkomnir að líta við og gæða sér á kökum fram eftir degi eða svo lengi sem þær endast. Gestir eru hvattir til að hafa með sér pening og setja í söfnunarbaukana en þeir sem eru ekki með klink á sér geta lagt beint inn á reikning Krafts. Reikningsupplýsingar eru: 327-26-112233 og kennitala Krafts er 571199-3009 og skrifa skrifa „Bökunarmaraþon” eða „Blaka” í skýringu. Einnig er hægt að leggja inn á félagið í gegnum heimasíðu þess.
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Sjá meira