Hefur drepið þúsundir Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. september 2016 07:00 Íbúar í Manila fylgjast með þegar lík grunaðs fíkniefnaneytanda er borið burt að lokinni lögregluaðgerð. Vísir/EPA Þegar Rodrigo Duterte tók við forsetaembættinu á Filippseyjum í lok júní hafði hann lofað morðum í stórum stíl. Hann ætlaði að láta drepa fíkniefnasala og annan glæpalýð án dóms og laga. Þetta hafði hann gert óhikað í borgarstjóratíð sinni, en hann var borgarstjóri í Davao áratugum saman áður en hann varð forseti. „Gleymum mannréttindalögum,“ sagði Duterte undir lok kosningabaráttunnar. „Ef ég kemst í forsetahöllina þá mun ég gera nákvæmlega það sama og ég gerði þegar ég var borgarstjóri. Þið, eiturlyfjasalar, ræningjar og ónytjungar, þið ættuð að hypja ykkur. Því ég myndi drepa ykkur.“ Óhætt er að segja að hann hafi staðið við stóru orðin. Nú, ekki þremur mánuðum síðar, er talið að meira en þrjú þúsund manns liggi í valnum. Landsmönnum óar samt mörgum við þessari framkvæmdagleði. Dóms- og mannréttindanefnd þingsins sá að minnsta kosti ástæðu til að hefja rannsókn. Nú í vikunni var meðal annars Edgar Matobato kallaður til yfirheyrslu, en hann viðurkennir fúslega að hafa verið í vígasveit á vegum Dutertes, meðan Duterte var borgarstjóri. „Okkar starfi var að drepa glæpamenn eins og eiturlyfjasala, nauðgara og þjófa,“ sagði Matobato. Hann fullyrti að Duterte sjálfur hefði einu sinni skotið mann með vélbyssu. Sá var starfsmaður dómsmálaráðuneytisins. Óhætt er að segja að Duterte hafi staðið við loforðið.vísir/epaVill bandaríska herinn burt frá FilippseyjumDuterte forseti hefur ekki farið dult með að hann vill endilega losna við bandaríska hermenn frá Filippseyjum. Bandarískir hermenn hafa árum saman aðstoðað stjórnarher Filippseyja í baráttunni gegn uppreisnarhópum og hryðjuverkasveitum í suðurhluta landsins. Duterte segir hins vegar viðveru bandaríska hersins gera þar illt verra. Filippseyjar þurfi nú að móta sér sjálfstæða utanríkisstefnu, án bandarískra áhrifa.Hórusynir og fíflRodrigo Duterte hefur ekkert hikað við að segja það sem honum sýnist á alþjóðavettvangi. Nýverið kallaði hann Barack Obama Bandaríkjaforseta hóruson, með þeim afleiðingum að Obama hætti við að ræða sérstaklega við hann á leiðtogafundi Bandalags Suðaustur-Asíuríkja í Laos. Obama hefur síðan fengið afsökunarbeiðni frá skrifstofu Dutertes, þar sem hann segist vissulega hafa tekið sterkt til orða en sjái sérstaklega eftir því að það hafi komið út eins og persónuleg árás á Bandaríkjaforseta. Duterte hefur reyndar líka kallað Frans páfa hóruson og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, kallaði hann fífl. Og sendiherra Bandaríkjanna á Filippseyjum hefur hann kallað samkynhneigðan hóruson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Þegar Rodrigo Duterte tók við forsetaembættinu á Filippseyjum í lok júní hafði hann lofað morðum í stórum stíl. Hann ætlaði að láta drepa fíkniefnasala og annan glæpalýð án dóms og laga. Þetta hafði hann gert óhikað í borgarstjóratíð sinni, en hann var borgarstjóri í Davao áratugum saman áður en hann varð forseti. „Gleymum mannréttindalögum,“ sagði Duterte undir lok kosningabaráttunnar. „Ef ég kemst í forsetahöllina þá mun ég gera nákvæmlega það sama og ég gerði þegar ég var borgarstjóri. Þið, eiturlyfjasalar, ræningjar og ónytjungar, þið ættuð að hypja ykkur. Því ég myndi drepa ykkur.“ Óhætt er að segja að hann hafi staðið við stóru orðin. Nú, ekki þremur mánuðum síðar, er talið að meira en þrjú þúsund manns liggi í valnum. Landsmönnum óar samt mörgum við þessari framkvæmdagleði. Dóms- og mannréttindanefnd þingsins sá að minnsta kosti ástæðu til að hefja rannsókn. Nú í vikunni var meðal annars Edgar Matobato kallaður til yfirheyrslu, en hann viðurkennir fúslega að hafa verið í vígasveit á vegum Dutertes, meðan Duterte var borgarstjóri. „Okkar starfi var að drepa glæpamenn eins og eiturlyfjasala, nauðgara og þjófa,“ sagði Matobato. Hann fullyrti að Duterte sjálfur hefði einu sinni skotið mann með vélbyssu. Sá var starfsmaður dómsmálaráðuneytisins. Óhætt er að segja að Duterte hafi staðið við loforðið.vísir/epaVill bandaríska herinn burt frá FilippseyjumDuterte forseti hefur ekki farið dult með að hann vill endilega losna við bandaríska hermenn frá Filippseyjum. Bandarískir hermenn hafa árum saman aðstoðað stjórnarher Filippseyja í baráttunni gegn uppreisnarhópum og hryðjuverkasveitum í suðurhluta landsins. Duterte segir hins vegar viðveru bandaríska hersins gera þar illt verra. Filippseyjar þurfi nú að móta sér sjálfstæða utanríkisstefnu, án bandarískra áhrifa.Hórusynir og fíflRodrigo Duterte hefur ekkert hikað við að segja það sem honum sýnist á alþjóðavettvangi. Nýverið kallaði hann Barack Obama Bandaríkjaforseta hóruson, með þeim afleiðingum að Obama hætti við að ræða sérstaklega við hann á leiðtogafundi Bandalags Suðaustur-Asíuríkja í Laos. Obama hefur síðan fengið afsökunarbeiðni frá skrifstofu Dutertes, þar sem hann segist vissulega hafa tekið sterkt til orða en sjái sérstaklega eftir því að það hafi komið út eins og persónuleg árás á Bandaríkjaforseta. Duterte hefur reyndar líka kallað Frans páfa hóruson og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, kallaði hann fífl. Og sendiherra Bandaríkjanna á Filippseyjum hefur hann kallað samkynhneigðan hóruson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira