Forsætisráðherra vill að forstjóri Haga biðji íslensku þjóðina afsökunar Ásgeir Erlendsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 16. september 2016 19:56 Forsætisráðherra gagnrýnir forstjóra Haga harðlega vegna ummæla hans um búvörusamninga og vill að hann biðji bændur og íslensku þjóðina afsökunar á ummælum um dýraníð. Tvískinnungur sé fólginn í orðum forstjórans enda flytji Hagar inn kjöt sem er uppfullt af fúkkalyfjum. Nokkur styr hefur staðið um nýlögfesta búvörusamninga sem samþykktir voru á Alþingi í upphafi vikunnar með 19 greiddum atkvæðum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, er einn fjölmargra sem gagnrýnt hafa samningana harðlega. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra var staddur í réttum í Hrunamannahreppi í morgun og hann segir þá sem berjast gegn öflugum íslenskum landbúnaði og tali fyrir innflutningi á ýmsum vörum eigi að mæta í réttir til að sjá íslenska sveitamenningu í blóma. „Þá myndu menn taka umræðuna dálítið öðruvísi en þeir hafa verið að gera síðustu vikurnar. Mér finnst þetta alveg ótrúleg umræða, þegar við erum með sambærilegum hætti að styðja við landbúnað eins og aðrar þjóðir, spara stórfé í gjaldeyri, halda uppi byggð hringinn í kringum landið með markvissum hætti, búa til vörur sem ferðamennirnir vilja koma til Íslands til að sækja. Mér finnst þetta ótrúlega ótrúleg umræða og algjörlega á forsendum þeirra sem vilja flytja hér inn ódýra, jafnvel lélega vöru,“ segir Sigurður Ingi. Forstjóri Haga líkti búvörusamningunum við ríkisstyrkt dýraníð í færslu sem hann ritaði á Facebook í upphafi vikunnar. „Ég á ekki orð yfir þeim yfirlýsingum sem hann hefur látið falla,“ segir Sigurður. Finnur Árnason baðst undan viðtali við fréttastofu í dag en vísaði til greinar sem hann ritaði í Fréttablaðið í morgun þar sem hann honum þykir leitt ef orð hans hafi gefið til kynna fjandskap út í bændur. Þvert á móti segist hann vilja veg þeirra sem mestan. Finnur segir að öflug íslensk framleiðsla í heilbrigðri samkeppni mun ávallt njóta sérstöðu auk þess sem íslenskur landbúnaður eigi skilið að blómstra og að losna undan álögum stjórnmálamanna. Við meðferð málsins á Alþingi var sett inn grein sem heimilar matvælastofnun að fella niður stuðningsgreiðslur til þeirra sem gerast sekir um slæma meðferð dýra. Forsætisráðherra vill að Finnur biðjist afsökunar á ummælum sínum um dýraníð. Tengdar fréttir Finnur lætur engan bilbug á sér finna en fær kaldar kveðjur frá Jóni Gunnarssyni Finnur Árnason forstjóri Haga lætur engan bilbug á sér finna í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann setti inn í hádeginu í dag en færsla hans frá því í gær um búvörusamningana og það að þeir innihaldi ríkisstyrkt dýraníð hefur vakið hörð viðbrögð bænda. 15. september 2016 13:05 Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57 Bændur brjálaðir út í Finn Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna orða forstjóra Haga. 15. september 2016 10:18 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Forsætisráðherra gagnrýnir forstjóra Haga harðlega vegna ummæla hans um búvörusamninga og vill að hann biðji bændur og íslensku þjóðina afsökunar á ummælum um dýraníð. Tvískinnungur sé fólginn í orðum forstjórans enda flytji Hagar inn kjöt sem er uppfullt af fúkkalyfjum. Nokkur styr hefur staðið um nýlögfesta búvörusamninga sem samþykktir voru á Alþingi í upphafi vikunnar með 19 greiddum atkvæðum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, er einn fjölmargra sem gagnrýnt hafa samningana harðlega. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra var staddur í réttum í Hrunamannahreppi í morgun og hann segir þá sem berjast gegn öflugum íslenskum landbúnaði og tali fyrir innflutningi á ýmsum vörum eigi að mæta í réttir til að sjá íslenska sveitamenningu í blóma. „Þá myndu menn taka umræðuna dálítið öðruvísi en þeir hafa verið að gera síðustu vikurnar. Mér finnst þetta alveg ótrúleg umræða, þegar við erum með sambærilegum hætti að styðja við landbúnað eins og aðrar þjóðir, spara stórfé í gjaldeyri, halda uppi byggð hringinn í kringum landið með markvissum hætti, búa til vörur sem ferðamennirnir vilja koma til Íslands til að sækja. Mér finnst þetta ótrúlega ótrúleg umræða og algjörlega á forsendum þeirra sem vilja flytja hér inn ódýra, jafnvel lélega vöru,“ segir Sigurður Ingi. Forstjóri Haga líkti búvörusamningunum við ríkisstyrkt dýraníð í færslu sem hann ritaði á Facebook í upphafi vikunnar. „Ég á ekki orð yfir þeim yfirlýsingum sem hann hefur látið falla,“ segir Sigurður. Finnur Árnason baðst undan viðtali við fréttastofu í dag en vísaði til greinar sem hann ritaði í Fréttablaðið í morgun þar sem hann honum þykir leitt ef orð hans hafi gefið til kynna fjandskap út í bændur. Þvert á móti segist hann vilja veg þeirra sem mestan. Finnur segir að öflug íslensk framleiðsla í heilbrigðri samkeppni mun ávallt njóta sérstöðu auk þess sem íslenskur landbúnaður eigi skilið að blómstra og að losna undan álögum stjórnmálamanna. Við meðferð málsins á Alþingi var sett inn grein sem heimilar matvælastofnun að fella niður stuðningsgreiðslur til þeirra sem gerast sekir um slæma meðferð dýra. Forsætisráðherra vill að Finnur biðjist afsökunar á ummælum sínum um dýraníð.
Tengdar fréttir Finnur lætur engan bilbug á sér finna en fær kaldar kveðjur frá Jóni Gunnarssyni Finnur Árnason forstjóri Haga lætur engan bilbug á sér finna í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann setti inn í hádeginu í dag en færsla hans frá því í gær um búvörusamningana og það að þeir innihaldi ríkisstyrkt dýraníð hefur vakið hörð viðbrögð bænda. 15. september 2016 13:05 Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57 Bændur brjálaðir út í Finn Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna orða forstjóra Haga. 15. september 2016 10:18 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Finnur lætur engan bilbug á sér finna en fær kaldar kveðjur frá Jóni Gunnarssyni Finnur Árnason forstjóri Haga lætur engan bilbug á sér finna í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann setti inn í hádeginu í dag en færsla hans frá því í gær um búvörusamningana og það að þeir innihaldi ríkisstyrkt dýraníð hefur vakið hörð viðbrögð bænda. 15. september 2016 13:05
Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57
Bændur brjálaðir út í Finn Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna orða forstjóra Haga. 15. september 2016 10:18