Lífið

Justin Bieber í íslenskri hönnun á tónleikum í Berlín

Anton Egilsson skrifar
Mennirnir á bakvið Inklaw clothing.
Mennirnir á bakvið Inklaw clothing. Mynd/Ernir
Kanadíski poppsöngvarinn Justin Bieber hélt áfram Purpose-tónleikaferðalagi sínu eftir góða ferð til Íslands er hann tróð upp á Mercedez-Benz leikvangnum í Berlín á miðvikudagskvöld. Á þeim tónleikum klæddist Bieber hvítum langerma bol frá íslenska herrafatatískumerkinu Inklaw clothing.

Gæti vel verið að þeir sendi honum meira 

Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Róbert Elmarsson, einn forsprakka Inklaw clothing, að þeir hafi saumað og afhent honum góðan pakka af fatnaði frá þeim þegar hann kom til landsins í síðustu viku. Var Róbert að vonum sáttur með að popparinn skyldi líka fatnaðurinn. Aðspurður hvort þeir ætli að senda honum annan pakka í kjölfarið segir hann að ef hann óski eftir því við þá gæti það vel verið. 

Bieber er langt frá því að vera fyrsti frægi einstaklingurinn til að ganga um í fötum frá Inklaw clothing en kunnir kappar á borð við Nick Jonas, Craig David og Raheem Sterling hafa sést spóka sig um í fötum frá fyrirtækinu.'

Tónleikaferðalag Biebers heldur síðan áfram í dag en hann mun halda tvenna tónleika í Þýskalandi um helgina, þá fyrri í München í kvöld en þá seinni í Köln á sunnudag. Næsti viðkomustaður er svo í Frakklandi þar sem hann treður upp í Parísarborg. 

 


Tengdar fréttir

Raheem Sterling í íslenskri hönnun

Raheem Sterling, leikmaður Liverpool, klæddist íslenskri hönnun á dögunum. Hann hefur verið mikið í fjölmiðlum ytra, þar sem leikmaðurinn er hugsanlega á leiðinni frá Liverpool.

Fótboltastjörnur hrifnar af Inklaw

Róbert Elmarsson og Guðjón Geir Geirsson hanna götutískufatnað sem selst eins og heitar lummur erlendis en þeir sauma allar flíkurnar sjálfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×