Lífið

Þegar Reykjavíkurdætur slógu í gegn á Hróarskeldu – Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stelpurnar í Reykjavíkurdætrum.
Stelpurnar í Reykjavíkurdætrum. mynd/nordicplaylist
Reykjavíkurdætur hafa algjörlega átt sviðið síðustu vikur og mánuði með nýrri plötu, útgáfutónleikum og undirbúning á sýningu í Borgarleikhúsinu næsta vor.

Í sumar sló hópurinn allsvakalega í gegn á Hróarskeldu þar sem rúmlega 8000 manns horfðu á þær spila.

Auk þess að troða upp fyrir allan þennan fjölda spiluðu þær einnig lagið Ógeðsleg í litlu hjólhýsi á vegum Nordic Playlist. Myndband frá uppákomunni er nú komin á netið og má sjá hér að neðan.

Nordic Playlist er vefsíða með það markmið að kynna norræna tónlist fyrir heiminum. Þannig mæla tónlistarmenn frá Norðurlöndum með uppáhalds lögunum sínum.

Meðal þeirra sem hafa sett saman Nordic Playlist eru Of Monsters And Men, Zara Larsson, Lykke Li og Trentemøller ásamt fleirum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×