Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Þróttur 2-0 | Fjölnir með risaskref í átt til Evrópu Árni Jóhannsson á Þróttarvelli í Laugardal skrifar 15. september 2016 16:00 Fjölnir unnu góðan sigur á Þrótti í 18. umferð Pepsi deildarinnar rétt í þessu. Sigurinn var sanngjarn og höfðu Fjölnismenn lítið fyrir hlutunum í dag. Leikmenn Þróttar komu lítið við boltann og náðu ekki að nýta sér að hafa staðið sig vel í síðasta leik. Leikurinn endaði 2-0 og voru markaskorararnir Ingimundur Níels Óskarsson og Þórir Guðjónsson. Úrslitin koma Fjölni í annað sætið en þeir eru einir þar þangað til í kvöld allavega en Valur og Breiðablik etja kappi kl. 20 en fyrir leik voru öll liðin jöfn að stigum.Afhverju vann Fjölnir?Það er ekki flókið að svara þessari spurningu. Gæði Fjölnis liðsins eru umtalvert meiri heldur en Þróttar og sást það greinilega í dag hvort liðið er í baráttu um að komast í Evrópukeppni og hvort liðið berst fyrir lífi sínu í deild hinna bestu á Íslandi. Fjölnir hleyptu Þrótturum lítið í boltann og ef heimamenn hefðu verið aðeins skarpari í vítateig andstæðingsins hefði markatala þeirra verið nær tveggja stafa tölu í stað þess að vera einungis 2-0. Sé litið á tölfræði leiksins þá sést að Fjölnismenn áttu 25 skot þar sem 11 rötuðu á rammann og geta Þróttarar þakkað Arnari Darra fyrir að halda markatölunni sómasamlegri.Hvað gekk vel?Hjá Fjölnismönnum gekk vel að halda boltanum innan liðsins og skapa færi. Þróttarar lágu vissulega til baka en Fjölnismenn gerðu mjög vel að halda einbeitingu í nánast allar 90 mínúturnar. Það er náttúrulega lítið hægt að tala um að eitthvað hafi gengið vel hjá Þrótt en markvarslan gekk vel. Enda hafði Arnar Darri nóg að gera í markinu en það segir líka kannski eitthvað um það hvernig varnarmennirnir sem eru fyrir framan hann stóðu sig. Hann má eiga það að hann hefur farið vaxandi undanfarið og fari það svo að Þróttur fari niður þá mun hann líklega ekki spila eina einustu mínútu í fyrstu deildinni.Hvað gekk illa?Hjá heimamönnum gekk illa að nýta færin. Þeir áttu skot í stöng og slá, einu sinni var bjargað á marklínu frá þeim og í eitt skiptið skallaði Marcus Solberg Mathiasen boltann framhjá þegar hann hefði betur átt að láta boltann fara en boltinn virtist stefna í markið. Það gekk ekkert upp hjá Þrótturum í dag. Þeim gekk meira að segja illa að halda fullum liðsstyrk en í lok fyrri hálfleiks var Aron Þórður Albertsson rekinn af velli fyrir tæklingu sem leit út fyrir að vera glórulaus en hún gæti hafa litið verr út á raunhraða vegna bleytu á vellinum.Þessir stóðu upp úr Það eru margir til kallaðir hjá heimamönnum en allir fremstu menn þeirra og þeir sem voru á miðjunni í dag litu mjög vel út. Varnarmenn þeirra höfðu það mjög náðugt en það litla sem þeir þurftu að sjá um gerðu þeir með sóma. Ég man ekki eftir því að markvörður Fjölnis hafi þurft nokkuð að taka á honum stóra sínum í dag en ég man ekki einu sinni eftir því að hann hafi tekið markspyrnu. Hjá Þrótt, eins og áður segir, stóð Arnar Darri Pétursson upp úr en hann hafði allt of mikið að gera í dag.Hvað gerist næst?Þróttur spilar á heimavelli næst gegn Víking Ó. en þeir hljóta að taka því fagnandi að komast aftur heim. Staðan er mjög einföld fyrir þá því þeir þurfa að vinna alla leiki sem eftir eru og vona að liðin fyrir ofan misstigi sig. Fjölnismenn fara í Vesturbæinn og etja kappi við KR-inga og hafa hugann við að styrkja stöðu sína í öðru sæti þar sem þeir sitja núna. Stuðningsmönnum liðsins hlýtur að vera farið að hlakka til að geta séð lið sitt spila í Evrópukeppni á næsta ári en liðið sjálft þarf að halda einbeitingu þangað til mótið er svo sannarlega búið. Það má taka það fram að Fjölnir hefur aldrei fengið jafnmörg stig í efstu deild karla og nú ne þeir eru komnir með 34 stig og sitja sem stendur einir í öðru sæti. Valur og Breiðablik spila á Hlíðarenda í kvöld en með hagstæðum úrslitum þar geta Fjölnismenn vaknað í fyrramálið ennþá í öðru sæti.Gregg Ryder: Gæti verið versta frammistaðan á tímabilinu Hann var skiljanlega fúll þjálfari Þróttara í leikslok enda tapaði liðið hans fyrir Fjölni og voru látnir líta ansi illa út í þokkabót. Þróttur er eins og áður í neðsta sæti og rammi þeirra fer að þrengjast eftir því sem líður á september. „Þegar við lítum til baka á leikinn á móti ÍA þá er munurinn á frammistöðu minna manna eins og og nótt og dagur, við vorum frábærir á móti Akranesi en við vorum hræðilegir í dag. Þetta gæti hafa verið versta frammistaða liðsins á tímabilinu og leikmennirnir vita af því.“ Þróttarar misstu mann af velli undir lok fyrri hálfleiks þegar Aron Þ. Albertsson var vikið af velli. Gregg var spurður hvort það væri ekki virkilega slæmt að vera manni undir í mikilvægum leik sem þessum og hvort hann væri ekki fúll út í leikmanninn að láta þetta koma fyrir. „Nei ég er ekki reiður út í hann, þetta var klárlega léleg tækling en ég er ekki viss um að þetta hafi átt að vera rautt spjald. Þetta var klárlega gult spjald enda var hann mjög seinn í tæklinguna, völlurinn var sleipur og Aron sagði að hann hafi runnið meira en hann ætlaði.“ „Þegar lið eru í sömu stöðu og við þá verða svona hlutir að detta með manni en hlutir eins og vítaspyrnur og rauð spjöld virðast detta á móti okkur þessa dagana. Ég sá ekki hvort vítið var rétt en við hefðum þurft að vera heppnir ef það er einhver vafi að þetta hafi verið víti.“ Gregg var að lokum spurður hvort hann hafi séð einhverja glætu þar sem staðan var ekki nema 1-0 þangað til á 73. mínútu. „Leikplanið í seinni hálfleik var að vera skipulagðir og þéttir til baka, sem mér fannst takast vel og jafnvel betur en þegar við vorum með fullmannað lið. Við náðum ekki að skapa okkur færi og vorum ekki nógu mikið inn í leiknum til þess í lokin. Við þurfum núna bara þjappa okkur saman og klára þetta tímabil með þremur sigrum.“Ágúst Þór Gylfason: Ætlum okkur Evrópusætið en það er nóg eftir „Það er aldrei létt að spila fótboltaleiki en við sköpuðum okkur fullt af færum, skoruðum tvisvar og héldum hreinu og er það eitthvað sem maður getur verið ánægður með,“ sagði þjálfari Fjölnis þegar hann var spurður hvort þetta hafi verið létt hjá hans mönnum í kvöld. Hann var spurður hvort hann hafi áhyggjur af því að missa mark inn í stöðunni 1-0 í dag. „Vinnusemin var til fyrirmyndar og við kláruðum þetta með góðum þremur stigum. Það var léttir þegar við náðum seinna markinu klárlega, það var vitað að Þróttarar myndu liggja til baka og hugsanlega gera atlögu að okkur síðustu tíu mínúturnar en sem betur fer náðum við að skora fyrir það og komast í 2-0 þannig að það varð dálítið panik hjá þeim að reyna að skora. Þá sköpuðum við alveg aragrúa af færum síðasta korterið en markvörður þeirra átti frábærann dag. Við erum mjög ánægðir með þrjú stigin í dag, það hjálpar okkur og settum stigamet hjá Fjölni. Við erum sáttir með það.“ Fjölnir er eitt í öðru sæti deildarinnar þegar þetta er skrifað og var Ágúst spurður hvort Fjölnismenn væru byrjaðir að plana Evrópuferðir á næsta ári. „Nei það má alls ekki gera það fyrirfram. Við þurfum að standa okkur, halda áfram að æfa vel og vera undirbúnir að fara á KR völlinn á sunnudaginn. Þetta er allt úrslitaleikir fyrir okkur sem eftir eru og við verðum að halda haus, gera okkar besta og sjá hvort það dugi okkur til að klára verkefnið. Eins og við erum búnir að segja að við ætlum okkur þetta Evrópusæti og þetta var skref í þá átt en það er nóg eftir.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Fjölnir unnu góðan sigur á Þrótti í 18. umferð Pepsi deildarinnar rétt í þessu. Sigurinn var sanngjarn og höfðu Fjölnismenn lítið fyrir hlutunum í dag. Leikmenn Þróttar komu lítið við boltann og náðu ekki að nýta sér að hafa staðið sig vel í síðasta leik. Leikurinn endaði 2-0 og voru markaskorararnir Ingimundur Níels Óskarsson og Þórir Guðjónsson. Úrslitin koma Fjölni í annað sætið en þeir eru einir þar þangað til í kvöld allavega en Valur og Breiðablik etja kappi kl. 20 en fyrir leik voru öll liðin jöfn að stigum.Afhverju vann Fjölnir?Það er ekki flókið að svara þessari spurningu. Gæði Fjölnis liðsins eru umtalvert meiri heldur en Þróttar og sást það greinilega í dag hvort liðið er í baráttu um að komast í Evrópukeppni og hvort liðið berst fyrir lífi sínu í deild hinna bestu á Íslandi. Fjölnir hleyptu Þrótturum lítið í boltann og ef heimamenn hefðu verið aðeins skarpari í vítateig andstæðingsins hefði markatala þeirra verið nær tveggja stafa tölu í stað þess að vera einungis 2-0. Sé litið á tölfræði leiksins þá sést að Fjölnismenn áttu 25 skot þar sem 11 rötuðu á rammann og geta Þróttarar þakkað Arnari Darra fyrir að halda markatölunni sómasamlegri.Hvað gekk vel?Hjá Fjölnismönnum gekk vel að halda boltanum innan liðsins og skapa færi. Þróttarar lágu vissulega til baka en Fjölnismenn gerðu mjög vel að halda einbeitingu í nánast allar 90 mínúturnar. Það er náttúrulega lítið hægt að tala um að eitthvað hafi gengið vel hjá Þrótt en markvarslan gekk vel. Enda hafði Arnar Darri nóg að gera í markinu en það segir líka kannski eitthvað um það hvernig varnarmennirnir sem eru fyrir framan hann stóðu sig. Hann má eiga það að hann hefur farið vaxandi undanfarið og fari það svo að Þróttur fari niður þá mun hann líklega ekki spila eina einustu mínútu í fyrstu deildinni.Hvað gekk illa?Hjá heimamönnum gekk illa að nýta færin. Þeir áttu skot í stöng og slá, einu sinni var bjargað á marklínu frá þeim og í eitt skiptið skallaði Marcus Solberg Mathiasen boltann framhjá þegar hann hefði betur átt að láta boltann fara en boltinn virtist stefna í markið. Það gekk ekkert upp hjá Þrótturum í dag. Þeim gekk meira að segja illa að halda fullum liðsstyrk en í lok fyrri hálfleiks var Aron Þórður Albertsson rekinn af velli fyrir tæklingu sem leit út fyrir að vera glórulaus en hún gæti hafa litið verr út á raunhraða vegna bleytu á vellinum.Þessir stóðu upp úr Það eru margir til kallaðir hjá heimamönnum en allir fremstu menn þeirra og þeir sem voru á miðjunni í dag litu mjög vel út. Varnarmenn þeirra höfðu það mjög náðugt en það litla sem þeir þurftu að sjá um gerðu þeir með sóma. Ég man ekki eftir því að markvörður Fjölnis hafi þurft nokkuð að taka á honum stóra sínum í dag en ég man ekki einu sinni eftir því að hann hafi tekið markspyrnu. Hjá Þrótt, eins og áður segir, stóð Arnar Darri Pétursson upp úr en hann hafði allt of mikið að gera í dag.Hvað gerist næst?Þróttur spilar á heimavelli næst gegn Víking Ó. en þeir hljóta að taka því fagnandi að komast aftur heim. Staðan er mjög einföld fyrir þá því þeir þurfa að vinna alla leiki sem eftir eru og vona að liðin fyrir ofan misstigi sig. Fjölnismenn fara í Vesturbæinn og etja kappi við KR-inga og hafa hugann við að styrkja stöðu sína í öðru sæti þar sem þeir sitja núna. Stuðningsmönnum liðsins hlýtur að vera farið að hlakka til að geta séð lið sitt spila í Evrópukeppni á næsta ári en liðið sjálft þarf að halda einbeitingu þangað til mótið er svo sannarlega búið. Það má taka það fram að Fjölnir hefur aldrei fengið jafnmörg stig í efstu deild karla og nú ne þeir eru komnir með 34 stig og sitja sem stendur einir í öðru sæti. Valur og Breiðablik spila á Hlíðarenda í kvöld en með hagstæðum úrslitum þar geta Fjölnismenn vaknað í fyrramálið ennþá í öðru sæti.Gregg Ryder: Gæti verið versta frammistaðan á tímabilinu Hann var skiljanlega fúll þjálfari Þróttara í leikslok enda tapaði liðið hans fyrir Fjölni og voru látnir líta ansi illa út í þokkabót. Þróttur er eins og áður í neðsta sæti og rammi þeirra fer að þrengjast eftir því sem líður á september. „Þegar við lítum til baka á leikinn á móti ÍA þá er munurinn á frammistöðu minna manna eins og og nótt og dagur, við vorum frábærir á móti Akranesi en við vorum hræðilegir í dag. Þetta gæti hafa verið versta frammistaða liðsins á tímabilinu og leikmennirnir vita af því.“ Þróttarar misstu mann af velli undir lok fyrri hálfleiks þegar Aron Þ. Albertsson var vikið af velli. Gregg var spurður hvort það væri ekki virkilega slæmt að vera manni undir í mikilvægum leik sem þessum og hvort hann væri ekki fúll út í leikmanninn að láta þetta koma fyrir. „Nei ég er ekki reiður út í hann, þetta var klárlega léleg tækling en ég er ekki viss um að þetta hafi átt að vera rautt spjald. Þetta var klárlega gult spjald enda var hann mjög seinn í tæklinguna, völlurinn var sleipur og Aron sagði að hann hafi runnið meira en hann ætlaði.“ „Þegar lið eru í sömu stöðu og við þá verða svona hlutir að detta með manni en hlutir eins og vítaspyrnur og rauð spjöld virðast detta á móti okkur þessa dagana. Ég sá ekki hvort vítið var rétt en við hefðum þurft að vera heppnir ef það er einhver vafi að þetta hafi verið víti.“ Gregg var að lokum spurður hvort hann hafi séð einhverja glætu þar sem staðan var ekki nema 1-0 þangað til á 73. mínútu. „Leikplanið í seinni hálfleik var að vera skipulagðir og þéttir til baka, sem mér fannst takast vel og jafnvel betur en þegar við vorum með fullmannað lið. Við náðum ekki að skapa okkur færi og vorum ekki nógu mikið inn í leiknum til þess í lokin. Við þurfum núna bara þjappa okkur saman og klára þetta tímabil með þremur sigrum.“Ágúst Þór Gylfason: Ætlum okkur Evrópusætið en það er nóg eftir „Það er aldrei létt að spila fótboltaleiki en við sköpuðum okkur fullt af færum, skoruðum tvisvar og héldum hreinu og er það eitthvað sem maður getur verið ánægður með,“ sagði þjálfari Fjölnis þegar hann var spurður hvort þetta hafi verið létt hjá hans mönnum í kvöld. Hann var spurður hvort hann hafi áhyggjur af því að missa mark inn í stöðunni 1-0 í dag. „Vinnusemin var til fyrirmyndar og við kláruðum þetta með góðum þremur stigum. Það var léttir þegar við náðum seinna markinu klárlega, það var vitað að Þróttarar myndu liggja til baka og hugsanlega gera atlögu að okkur síðustu tíu mínúturnar en sem betur fer náðum við að skora fyrir það og komast í 2-0 þannig að það varð dálítið panik hjá þeim að reyna að skora. Þá sköpuðum við alveg aragrúa af færum síðasta korterið en markvörður þeirra átti frábærann dag. Við erum mjög ánægðir með þrjú stigin í dag, það hjálpar okkur og settum stigamet hjá Fjölni. Við erum sáttir með það.“ Fjölnir er eitt í öðru sæti deildarinnar þegar þetta er skrifað og var Ágúst spurður hvort Fjölnismenn væru byrjaðir að plana Evrópuferðir á næsta ári. „Nei það má alls ekki gera það fyrirfram. Við þurfum að standa okkur, halda áfram að æfa vel og vera undirbúnir að fara á KR völlinn á sunnudaginn. Þetta er allt úrslitaleikir fyrir okkur sem eftir eru og við verðum að halda haus, gera okkar besta og sjá hvort það dugi okkur til að klára verkefnið. Eins og við erum búnir að segja að við ætlum okkur þetta Evrópusæti og þetta var skref í þá átt en það er nóg eftir.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira