Spiluðu krikket fyrir Íslands hönd í Prag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. september 2016 07:00 Liðsmenn Krikketfélags Kópavogs taka hið víðfræga og alræmda víkingaklapp í Prag. Mynd/Krikketfélag Kópavogs Krikketfélag Kópavogs hafnaði í fimmta sæti á sínu fyrsta alþjóðlega móti, en því lauk á þriðjudag. Keppt var í Prag, höfuðborg Tékklands, og kallast mótið Pepsi Cup. „Þetta er í fjórða skipti sem þetta er haldið. Mótið er opið fyrir klúbbum sem koma alls staðar að og hafa áhuga á að keppa og kynnast öðrum liðum,“ segir Jakob Wayne Víkingur Robertson, fyrirliði liðsins.Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjunum sneri Krikketfélag Kópavogs genginu við og vann síðustu tvo leikina og hafnaði þar með í fimmta sætinu. „Við vorum svolítið lengi að venjast hitanum sem var yfir þrjátíu gráður og vorum að læra að spila saman sem lið. En við urðum betri og betri eftir því sem leið á mótið og hlutverk leikmanna komu betur í ljós,“ segir Jakob. Ellefu leikmenn þarf til að manna lið en Jakob segir að félagið hafi bara náð að senda níu til Tékklands og hafi því þurft að fá leikmenn að láni. „Vonandi getum við aflað styrkja fyrir næsta ár svo við getum farið með fullt lið frá Íslandi,“ segir Jakob. Félagið hefur verið starfrækt í um tvö ár og eru virkir meðlimir um þrjátíu. Undanfarin ár hefur félagið tekið á móti liðum frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi og Skotlandi. Þetta mót segir Jakob að hafi þó verið í fyrsta skipti sem íslenskt krikketlið keppir erlendis við sterk lið.Að sjálfsögðu var víkingaklappið tekið í leikslok. Mynd/Krikketfélag Kópavogs„Krikketfélag Kópavogs er stanslaust að vaxa. Miklu hraðar en ég bjóst nokkurn tímann við. Við erum nógu margir til að halda innanlandsmót og höfum verið að gera það með góðum árangri þó fjármögnun hafi verið hindrun,“ segir Jakob en um þrjátíu virkir meðlimir eru í félaginu. Jakob bendir á að áhugasamir geti haft samband á Facebook-síðu félagsins, Iceland Cricket. Krikketsenuna á Íslandi segir hann nærri tuttugu ára gamla. Þá hafi hún þó verið áhugamannasport sem komið hafði í bylgjum. „Það var ekki fyrr en við hittumst nokkrir á Klambratúni fyrir tveimur árum og ákváðum að byrja að æfa innanhúss sem þetta varð að félagi sem er virkt allan ársins hring. Öllum er velkomið að koma og prófa, óháð getu,“ segir Jakob.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Erfitt reyndist að leika krikket í um þrjátíu stiga hita. Mynd/Krikketfélag Kópavogs Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Krikketfélag Kópavogs hafnaði í fimmta sæti á sínu fyrsta alþjóðlega móti, en því lauk á þriðjudag. Keppt var í Prag, höfuðborg Tékklands, og kallast mótið Pepsi Cup. „Þetta er í fjórða skipti sem þetta er haldið. Mótið er opið fyrir klúbbum sem koma alls staðar að og hafa áhuga á að keppa og kynnast öðrum liðum,“ segir Jakob Wayne Víkingur Robertson, fyrirliði liðsins.Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjunum sneri Krikketfélag Kópavogs genginu við og vann síðustu tvo leikina og hafnaði þar með í fimmta sætinu. „Við vorum svolítið lengi að venjast hitanum sem var yfir þrjátíu gráður og vorum að læra að spila saman sem lið. En við urðum betri og betri eftir því sem leið á mótið og hlutverk leikmanna komu betur í ljós,“ segir Jakob. Ellefu leikmenn þarf til að manna lið en Jakob segir að félagið hafi bara náð að senda níu til Tékklands og hafi því þurft að fá leikmenn að láni. „Vonandi getum við aflað styrkja fyrir næsta ár svo við getum farið með fullt lið frá Íslandi,“ segir Jakob. Félagið hefur verið starfrækt í um tvö ár og eru virkir meðlimir um þrjátíu. Undanfarin ár hefur félagið tekið á móti liðum frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi og Skotlandi. Þetta mót segir Jakob að hafi þó verið í fyrsta skipti sem íslenskt krikketlið keppir erlendis við sterk lið.Að sjálfsögðu var víkingaklappið tekið í leikslok. Mynd/Krikketfélag Kópavogs„Krikketfélag Kópavogs er stanslaust að vaxa. Miklu hraðar en ég bjóst nokkurn tímann við. Við erum nógu margir til að halda innanlandsmót og höfum verið að gera það með góðum árangri þó fjármögnun hafi verið hindrun,“ segir Jakob en um þrjátíu virkir meðlimir eru í félaginu. Jakob bendir á að áhugasamir geti haft samband á Facebook-síðu félagsins, Iceland Cricket. Krikketsenuna á Íslandi segir hann nærri tuttugu ára gamla. Þá hafi hún þó verið áhugamannasport sem komið hafði í bylgjum. „Það var ekki fyrr en við hittumst nokkrir á Klambratúni fyrir tveimur árum og ákváðum að byrja að æfa innanhúss sem þetta varð að félagi sem er virkt allan ársins hring. Öllum er velkomið að koma og prófa, óháð getu,“ segir Jakob.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Erfitt reyndist að leika krikket í um þrjátíu stiga hita. Mynd/Krikketfélag Kópavogs
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira