Innlent

Ólafur Ragnar fór nýlega í fyrsta sinn í gegnum vegabréfaeftirlit

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, leið eins og hann væri staddur í útlendri flugstöð þegar hann ferðaðist um Keflavíkurflugvöll á dögunum. Ástæðan er að hann hafði aldrei farið í gegnum almennt vegabréfaeftirlit, né heldur farið út af flugvellinum komumegin.

„Ég skrapp til útlanda í smá frí, við Dorrit sóttum brúðkaup á Ítalíu. Meðan ég var forseti fór ég alltaf inn brottfararmegin og kom líka út brottfararmegin. Þannig að ég hafði aldrei farið í gegnum vegabréfseftirlitið á Keflavíkurflugvelli,“ sagði Ólafur Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Ég hafði ekki aldrei farið út komumegin og hafði ekki einu sinni séð þessar miklu breytingar sem höfðu orðið í flugstöðinni. Ég hló í huga mér þegar ég labbaði þarna í gegn, að þetta var eins og að vera í útlendri flugstöð, og skoðaði hvernig hún liti út. Svo kom að vegabréfseftirlitinu og konan bara stoppaði mig, starði á mig og sagði „Hvað, þú hér?““

Ólafur segist hafa upplifað mikla frelsistilfinningu eftir að hann hætti sem forseti Íslands. Þá þyki honum sérstaklega gaman að fá að vera einstaklingur í samfélaginu með öðrum hætti en hann hafði verið í tuttugu ár.

Viðtalið við Ólaf í heild má sjá hér fyrir neðan, en styttri útgáfuna er að finna hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×