Ferðamaðurinn segist hafa verið nakinn því honum var heitt og með magaverk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2016 14:27 Meint brot mannsins átti sér stað á Selfossi. vísir/pjetur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ísraelskur ferðamaður sem grunaður er um blygðunarsemisbrot á Selfossi fyrr í mánuðinum skuli sæta farbanni til 3. október næstkomandi. Lögreglan á Suðurlandi fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum en því var hafnað. Í úrskurði héraðsdóms sem birtur er með dómi Hæstaréttar kemur fram að maðurinn hafi viðurkennt að hafa verið nakinn í bíl sínum við íþróttahús á Selfossi um hádegisbil þann 5. september síðastliðinn. Hann neitar því hins vegar að hafa verið með hendur á kynfærum sínum og stundað sjálfsfróun heldur segist hann hafa verið með hendur á lærum sér. Hann hafi verið nakinn og með hendur á lærum sér því honum var heitt og hann var með magaverk, að því er fram kemur í úrskurðinum sem vitnar í framburð mannsins. Að mati lögreglustjóra eru skýringar mannsins á háttsemi hans ótrúverðugar. Þá telur lögreglan það einnig ótrúverðugt að maðurinn skuli ekki hafa vitað að hann væri á bílastæði sem væri nálægt grunnskóla. Honum hafi þvert á móti mátt vera „fulljóst að hann væri á stað þar sem vænta hafi mátt umferðar skólabarna, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt upplýsingum lögreglu mun atburðinn hafa átt sér stað um hádegisbil [...]“ segir í úrskurði héraðsdóms. Lögreglustjóri metur það sem svo að „með hliðsjón af eðli brots kærða, grófleika þess og nálægð við grunnskóla, íþróttasvæði og framhaldsskóla telur lögreglustjóri auk þess hættu á áframhaldandi brotum af hálfu kærða. Á myndbandsupptöku, sem ungmenni sem leið áttu hjá tóku upp, megi sjá kærða liggja allsnakinn í sæti bifreiðar með hendur á kynfærum sínum.“ Með tilliti til þess að maðurinn sé ferðamaður hér á landi og stundi hvorki vinnu hér né eigi fjölskyldu á Íslandi eru taldar líkur á að hann reyni að komast úr landi. Hann mun því vera í farbanni, eins og áður segir, til 3. október næstkomandi. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaðurinn sem fróaði sér í farbanni næsta mánuðinn Nemendur á Selfossi komu að manninum í bíl sínum. 7. september 2016 12:11 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ísraelskur ferðamaður sem grunaður er um blygðunarsemisbrot á Selfossi fyrr í mánuðinum skuli sæta farbanni til 3. október næstkomandi. Lögreglan á Suðurlandi fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum en því var hafnað. Í úrskurði héraðsdóms sem birtur er með dómi Hæstaréttar kemur fram að maðurinn hafi viðurkennt að hafa verið nakinn í bíl sínum við íþróttahús á Selfossi um hádegisbil þann 5. september síðastliðinn. Hann neitar því hins vegar að hafa verið með hendur á kynfærum sínum og stundað sjálfsfróun heldur segist hann hafa verið með hendur á lærum sér. Hann hafi verið nakinn og með hendur á lærum sér því honum var heitt og hann var með magaverk, að því er fram kemur í úrskurðinum sem vitnar í framburð mannsins. Að mati lögreglustjóra eru skýringar mannsins á háttsemi hans ótrúverðugar. Þá telur lögreglan það einnig ótrúverðugt að maðurinn skuli ekki hafa vitað að hann væri á bílastæði sem væri nálægt grunnskóla. Honum hafi þvert á móti mátt vera „fulljóst að hann væri á stað þar sem vænta hafi mátt umferðar skólabarna, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt upplýsingum lögreglu mun atburðinn hafa átt sér stað um hádegisbil [...]“ segir í úrskurði héraðsdóms. Lögreglustjóri metur það sem svo að „með hliðsjón af eðli brots kærða, grófleika þess og nálægð við grunnskóla, íþróttasvæði og framhaldsskóla telur lögreglustjóri auk þess hættu á áframhaldandi brotum af hálfu kærða. Á myndbandsupptöku, sem ungmenni sem leið áttu hjá tóku upp, megi sjá kærða liggja allsnakinn í sæti bifreiðar með hendur á kynfærum sínum.“ Með tilliti til þess að maðurinn sé ferðamaður hér á landi og stundi hvorki vinnu hér né eigi fjölskyldu á Íslandi eru taldar líkur á að hann reyni að komast úr landi. Hann mun því vera í farbanni, eins og áður segir, til 3. október næstkomandi.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaðurinn sem fróaði sér í farbanni næsta mánuðinn Nemendur á Selfossi komu að manninum í bíl sínum. 7. september 2016 12:11 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Sjá meira
Ferðamaðurinn sem fróaði sér í farbanni næsta mánuðinn Nemendur á Selfossi komu að manninum í bíl sínum. 7. september 2016 12:11