Viðskipti innlent

Farþegamunur Wow air og Icelandair aldrei minni

Sæunn Gísladóttir skrifar
Á fyrsta starfsári WOW air flugu 412 þúsund með félaginu.
Á fyrsta starfsári WOW air flugu 412 þúsund með félaginu. Vísir/Vilhelm
Í síðasta mánuði voru farþegar Ice­landair 484 þúsund en 227 þúsund flugu með WOW air, munur á heildarfjölda farþega milli flugfélaganna tveggja hefur aldrei verið minni. Túristi greindi fyrst frá þessu.

Árið 2012, þegar WOW air hóf flug, flugu 412 þúsund farþegar með félaginu frá júní til desember, en nærri 2,3 milljónir ferðuðust með Icelandair það ár. Farþegamunurinn var þá nærri því sexfaldur, samanborið við tvöfaldan farþegamun í síðasta mánuði.

Sé litið til tilkynninga Icelandair Group til kauphallarinnar og fréttatilkynninga WOW air má sjá að farþegamunur félaganna hefur minnkað á síðustu árum, en farþegatölurnar fóru hins vegar ekki að nálgast af alvöru fyrr en WOW air hóf Ameríkuflug sitt árið 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×