Auði gríðarlega misskipt í Bretlandi Sæunn Gísladóttir skrifar 14. september 2016 10:30 Tíu ríkustu prósent íbúa landsins eiga yfir helminginn af heildarauði Bretlands. Ef marka má nýja skýrslu Oxfam er Bretland á meðal þeirra vestrænu ríkja þar sem eignaskipting er einna ójöfnust. Skýrslan sýnir að eitt ríkasta prósent íbúa Bretlands á tuttugu sinnum meira en tuttugu fátækustu prósent íbúanna. Þannig eiga 634 þúsund Bretar 20 sinnum meira en þrettán milljónir Breta. Forsvarsmenn Oxfam biðla nú til forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, að vinna í því að minnka eignamuninn milli hópanna. Í skýrslunni, sem byggð er á tölum frá Credit Suisse, kemur fram að tíu ríkustu prósent íbúa landsins eiga yfir helminginn af heildarauði Bretlands, þar af á ríkasta prósentið nærri því fjórðung auðs landsins, eða 23 prósent. Á sama tíma eiga tuttugu fátækustu prósent íbúa landsins einungis 0,8 prósent auðsins. BBC greinir frá því að forsvarsmenn Oxfam leggi fram eftirfarandi tillögur til að leiðrétta skiptingu auðsins: Að auka ásýnd starfsmanna fyrir stjórnum fyrirtækja, skapa hvata hjá fyrirtækjum til að auka aðgang starfsmanna að starfsþjálfun og menntun, að innleiða reglur um að hæst launaði starfsmaður fyrirtækis geti ekki verið með hærri en tuttuguföld laun lægst launaða starfsmannsins, taka á skattsvikum fyrirtækja og notkun þeirra á skattaparadísum. Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ef marka má nýja skýrslu Oxfam er Bretland á meðal þeirra vestrænu ríkja þar sem eignaskipting er einna ójöfnust. Skýrslan sýnir að eitt ríkasta prósent íbúa Bretlands á tuttugu sinnum meira en tuttugu fátækustu prósent íbúanna. Þannig eiga 634 þúsund Bretar 20 sinnum meira en þrettán milljónir Breta. Forsvarsmenn Oxfam biðla nú til forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, að vinna í því að minnka eignamuninn milli hópanna. Í skýrslunni, sem byggð er á tölum frá Credit Suisse, kemur fram að tíu ríkustu prósent íbúa landsins eiga yfir helminginn af heildarauði Bretlands, þar af á ríkasta prósentið nærri því fjórðung auðs landsins, eða 23 prósent. Á sama tíma eiga tuttugu fátækustu prósent íbúa landsins einungis 0,8 prósent auðsins. BBC greinir frá því að forsvarsmenn Oxfam leggi fram eftirfarandi tillögur til að leiðrétta skiptingu auðsins: Að auka ásýnd starfsmanna fyrir stjórnum fyrirtækja, skapa hvata hjá fyrirtækjum til að auka aðgang starfsmanna að starfsþjálfun og menntun, að innleiða reglur um að hæst launaði starfsmaður fyrirtækis geti ekki verið með hærri en tuttuguföld laun lægst launaða starfsmannsins, taka á skattsvikum fyrirtækja og notkun þeirra á skattaparadísum.
Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira