Viðskipti innlent

Sterkari króna lækkar lyfjaverð

Hafliði Helgason skrifar
Lyfjaverð fylgir gengisþróun.
Lyfjaverð fylgir gengisþróun. vísir/getty
Veruleg lækkun hefur orðið á lyfjum í kjölfar styrkingar krónunnar. Dæmi eru um að lækkun einstakra lyfja hafi numið fjörutíu prósentum frá 2009.

Þetta kemur fram á heimasíðu Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda í Íslandi. Verðlækkun lyfja sé mismunandi eftir því hvar þau séu keypt,  þyngst vegi gengisþróun dönsku krónunnar sem telji um helming af innflutningi til landsins.

Verð lyfja er fasttengt gengisþróun krónunnar og ákveðið af lyfjagreiðslunefnd. Nefndin gefur í hverjum mánuði út innflutningsgengi sem notað er við verðútreikninginn.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×