Lífið

Sjö ára blind stúlka frá Rúmeníu bræðir hjörtu Íslendinga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cristina þekkir lagið greinilega vel.
Cristina þekkir lagið greinilega vel. vísir
Cristina er sjö ára stúlka frá Rúmeníu og sem hefur alltaf langað að læra á píanó. Hún er blind og hjálpaði Blindrafélagið fjölskyldunni til að eignast Yamaha rafmagnspíanó.

Hljóðfærahúsið birtir í dag myndband af henni að syngja lagið um litina ásamt píanókennaranum Sindra. Sindri hefur farið tvisvar heim til hennar til að kenna henni á alla takkana og tóku þau lagið saman.

„Nú er þessi glaðværa músíkalska hnáta komin í píanónám hjá Tónstofu Valgerðar og óskum við henni alls hins besta og þökkum fyrir söngstundina,“ segir í Facebook-færslu Hljóðfærahússins.

Hér að neðan má sjá þetta fallega myndband sem er orðið mjög vinsælt meðal Íslendinga á Facebook. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×