Baltasar gerði breytingu á Eiðnum eftir forsýninguna Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2016 14:39 Baltasar Kormákur er leikstjóri Eiðsins ásamt því að fara með aðalhlutverk hennar. Vísir „Mér fannst eftir forsýningu hann ekki bæta neinu við,“ segir leikarinn og leikstjórinn Baltasar Kormákur um endi nýjustu myndar sinnar Eiðsins sem hann breytti eftir forsýningu hennar. Það var kvikmyndagagnrýnandi Fréttablaðsins, Tómas Valgeirsson, sem vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni. Tómas gaf myndinni þrjár stjörnur í dómi sínum í Fréttablaðinu en tók fram á Facebook-síðu sinni í gær að dómurinn hefði verið skrifaður áður en endinum var breytt.Þeir sem eiga eftir að sjá Eiðinn er bent á að í þessari grein er fjallað afar lauslega um söguþráð hennar og gæti það hugsanlega spillt fyrir áhorfi þeirra sem ekkert vilja vita áður en þeir sjá hana í bíó. Er þeim því ráðlagt frá því að lesa lengra.Frá tökum á Eiðnum.Mynd/Lilja JónsdóttirTómas bendir á að á forsýningunni hafi verið sýnd önnur útgáfa af myndinni. „Sem bauð upp á (alveg hryllilegan...) eftirmála í sögunni,“ skrifar Tómas. Hann segir að í almennum sýningum sé víst búið að fjarlægja eftirmálan algjörlega. „Hefði ég séð 'réttu' útgáfuna fyrr er hugsanlegt að einkunnin hefði slefað í hálfa í viðbót,“ segir Tómas sem finnst þetta sérstakt. Baltasar Kormákur segir hins vegar í samtali við Vísi ekkert athugavert við þetta fyrirkomulag. „Ég ákvað að gera þessa breytingu eftir að hafa séð myndina í fyrsta skipti með áhorfendum. Vegna smæðar íslenska markaðarins þá er ekki hægt að skoða myndir með fullum sal af áhorfendum líkt og oft gert er erlendis,“ segir Baltasar en eftir að hafa horft á myndina með áhorfendum fannst honum eftirmálinn ekki bæta neinu við myndina og jafnvel kalla á fleiri spurningar en hann svaraði. „Og því ákvað ég að stytta hann lítillega, ekkert stór mál,“ segir Baltasar og segir ekkert athugavert við það að reyna að bæta myndina ef kostur er á því. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Segir Baltasar Kormák tvífara Colin Farrell Gagnrýnandi bandaríska tímaritsins Variety segir Eiðinn vera vel heppnaða og líklega til endurgerðar í Hollywood. 12. september 2016 12:15 Of margir mættu á forsýningu Eiðsins Fullt var út úr dyrum þegar íslenska kvikmyndin Eiðurinn var forsýnd í Smárabíó í gærkvöldi. 7. september 2016 09:54 Eiðurinn fer til fimmtíu landa Aldrei áður hefur mynd eftir Baltsar selst eins vel á erlendum markaðsvæðum. 9. september 2016 10:55 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Mér fannst eftir forsýningu hann ekki bæta neinu við,“ segir leikarinn og leikstjórinn Baltasar Kormákur um endi nýjustu myndar sinnar Eiðsins sem hann breytti eftir forsýningu hennar. Það var kvikmyndagagnrýnandi Fréttablaðsins, Tómas Valgeirsson, sem vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni. Tómas gaf myndinni þrjár stjörnur í dómi sínum í Fréttablaðinu en tók fram á Facebook-síðu sinni í gær að dómurinn hefði verið skrifaður áður en endinum var breytt.Þeir sem eiga eftir að sjá Eiðinn er bent á að í þessari grein er fjallað afar lauslega um söguþráð hennar og gæti það hugsanlega spillt fyrir áhorfi þeirra sem ekkert vilja vita áður en þeir sjá hana í bíó. Er þeim því ráðlagt frá því að lesa lengra.Frá tökum á Eiðnum.Mynd/Lilja JónsdóttirTómas bendir á að á forsýningunni hafi verið sýnd önnur útgáfa af myndinni. „Sem bauð upp á (alveg hryllilegan...) eftirmála í sögunni,“ skrifar Tómas. Hann segir að í almennum sýningum sé víst búið að fjarlægja eftirmálan algjörlega. „Hefði ég séð 'réttu' útgáfuna fyrr er hugsanlegt að einkunnin hefði slefað í hálfa í viðbót,“ segir Tómas sem finnst þetta sérstakt. Baltasar Kormákur segir hins vegar í samtali við Vísi ekkert athugavert við þetta fyrirkomulag. „Ég ákvað að gera þessa breytingu eftir að hafa séð myndina í fyrsta skipti með áhorfendum. Vegna smæðar íslenska markaðarins þá er ekki hægt að skoða myndir með fullum sal af áhorfendum líkt og oft gert er erlendis,“ segir Baltasar en eftir að hafa horft á myndina með áhorfendum fannst honum eftirmálinn ekki bæta neinu við myndina og jafnvel kalla á fleiri spurningar en hann svaraði. „Og því ákvað ég að stytta hann lítillega, ekkert stór mál,“ segir Baltasar og segir ekkert athugavert við það að reyna að bæta myndina ef kostur er á því.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Segir Baltasar Kormák tvífara Colin Farrell Gagnrýnandi bandaríska tímaritsins Variety segir Eiðinn vera vel heppnaða og líklega til endurgerðar í Hollywood. 12. september 2016 12:15 Of margir mættu á forsýningu Eiðsins Fullt var út úr dyrum þegar íslenska kvikmyndin Eiðurinn var forsýnd í Smárabíó í gærkvöldi. 7. september 2016 09:54 Eiðurinn fer til fimmtíu landa Aldrei áður hefur mynd eftir Baltsar selst eins vel á erlendum markaðsvæðum. 9. september 2016 10:55 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Segir Baltasar Kormák tvífara Colin Farrell Gagnrýnandi bandaríska tímaritsins Variety segir Eiðinn vera vel heppnaða og líklega til endurgerðar í Hollywood. 12. september 2016 12:15
Of margir mættu á forsýningu Eiðsins Fullt var út úr dyrum þegar íslenska kvikmyndin Eiðurinn var forsýnd í Smárabíó í gærkvöldi. 7. september 2016 09:54
Eiðurinn fer til fimmtíu landa Aldrei áður hefur mynd eftir Baltsar selst eins vel á erlendum markaðsvæðum. 9. september 2016 10:55