Réttlæta birtingu mynda af heróínfíklum og fjögurra ára barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2016 23:48 Lögregluyfirvöld í smábæ í Ohio-ríki í Bandaríkjunum dreifði á föstudaginn mynd af pari sem hafði tekið of stóran skammt af heróíni. Parið er í bíl og í aftursætinu er fjögurra ára barn sem horfir spurnaraugum á þann sem tekur myndina. Birting myndarinnar hefur vakið hörð viðbrögð og sýnist sitt hverjum. Myndbirtinguna má rekja til umfangsmikils fíkniefnavanda sem er fyrir hendi í ríkinu. Yfir þrjú þúsund manns létu lífið af völdum of stórs skammts á síðasta ári og vildu yfirvöld í ríkinu senda skilaboð til að upplýsa hve stórt vandamálið er.Myndin var tekin á miðvikudag en ökumaðurinn var nálægt því að aka á skólabíl sem var kyrrstæður. Með aðstoð lyfsins Narcan komst parið aftur til meðvitundar og hafa þau bæði verið kærð fyrir brot sín. Barninu hefur verið komið til barnaverndaryfirvalda.Engin úrræði„Þetta er raunveruleikinn,“ segir John Lane, lögreglustjóri í bænum East Liverpool í viðtali við Guardian. „Vandamálið mætir okkur á hverjum degi. Við þurfum aðstoð og við höfum engin úrræði.“Lane sagði að ákveðið hefði verið að birta myndirnar á Facebook-síðu East Liverpool eftir langar viðræður við lögregluyfirvöld, saksóknara og bæjarstjóra. Myndinni fylgdu nöfn karlsins og konunnar auk upplýsinga hvað gerst hafði.„Við erum meðvituð um að einhverjir eru ósáttir við birtingu myndanna og okkur þykir það leitt. En það er kominn tími á að sá hluti almennings sem neytir ekki fíkniefna fái að vita um þessi vandamál sem við erum að sinna á hverjum degi.“Um það bil sextán af hverri milljón íbúum heimsins láta lífið vegna of stórs heróínsskammts.Eru að drukknaUm ellefu þúsund manns búa í bænum sem er á ríkismörkum Ohio, Pennsylvaníu og Vestur-Virginíu. Notkun deyfilyfja er mjög útbreidd á svæðinu og þá sjá sérstaklega hjá hvítu fólki. Lane segir að myndin hafi verið birt til að sýna afleiðingar heróínfíknar og þá staðreynd að ekki séu nógu margir lögreglumenn eða meðferðarheimili til að taka á vandamálinu. „Við erum að drukkna. Við þurfum á mikilli aðstoð að halda.“Marvin Seppala, sérfræðingur á meðferðarheimili í ríkinu, segir að birting mynda á borð við þessar geti hjálpað til í einstökum tilfellum. Til dæmis fyrir einstakling að sýna einhverjum nákomnum sem glímir við fíkn. Hins vegar væri það ekki til bóta að draga umrætt par og fjögurra ára barn í svaðið. Fíklar neyti lyfja þegar þeim líði illa og að sjá myndir á borð við þessa láti þeim einfaldlega líða enn verr.„Þrátt fyrir allt þá beinir þetta kastljósinu að vandamálinu í auknum mæli, þannig að það verður í raun erfiðara fyrir mig að tala gegn birtingu myndarinnar því meira sem ég ræði hana,“ segir Seppala.Færslan sem Facebook krafðist að yrði fjarlægð.VísirBrýtur ekki reglur Facebook Birting myndarinnar á Facebook kemur í beinu framhaldi af umdeildri ákvörðun Facebook að banna eina frægustu mynd sem tekin var í Víetnam-stríðinu. Ákvörðun Facebook leiddi til mótmæla Aftenposten í Noregi og varð til þess að Facebook dró ákvörðun sína til baka. Talsmaður Facebook segir hins vegar að birting myndarinnar af parinu og barninu brjóti ekki reglur samfélagsmiðilsins.Fjölmargir hafa gagnrýnt ákvörðunina að birta myndina af barninu. Lögreglustjórinn Lane sagði að barnið væri nauðsynlegt til að áhrifin yrðu sem mest á fólk. „Þetta er vandamálið, hann er bjargarlaus,“ segir Lane. Líkt og lögreglan.„Þetta hættir aldrei. Þú verður pirraður af því þú ert alltaf að glíma við sama fólkið, sama vandamálið og þau eiga öll börn og hafa engar áhyggjur af börnunum sínum.“ Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Lögregluyfirvöld í smábæ í Ohio-ríki í Bandaríkjunum dreifði á föstudaginn mynd af pari sem hafði tekið of stóran skammt af heróíni. Parið er í bíl og í aftursætinu er fjögurra ára barn sem horfir spurnaraugum á þann sem tekur myndina. Birting myndarinnar hefur vakið hörð viðbrögð og sýnist sitt hverjum. Myndbirtinguna má rekja til umfangsmikils fíkniefnavanda sem er fyrir hendi í ríkinu. Yfir þrjú þúsund manns létu lífið af völdum of stórs skammts á síðasta ári og vildu yfirvöld í ríkinu senda skilaboð til að upplýsa hve stórt vandamálið er.Myndin var tekin á miðvikudag en ökumaðurinn var nálægt því að aka á skólabíl sem var kyrrstæður. Með aðstoð lyfsins Narcan komst parið aftur til meðvitundar og hafa þau bæði verið kærð fyrir brot sín. Barninu hefur verið komið til barnaverndaryfirvalda.Engin úrræði„Þetta er raunveruleikinn,“ segir John Lane, lögreglustjóri í bænum East Liverpool í viðtali við Guardian. „Vandamálið mætir okkur á hverjum degi. Við þurfum aðstoð og við höfum engin úrræði.“Lane sagði að ákveðið hefði verið að birta myndirnar á Facebook-síðu East Liverpool eftir langar viðræður við lögregluyfirvöld, saksóknara og bæjarstjóra. Myndinni fylgdu nöfn karlsins og konunnar auk upplýsinga hvað gerst hafði.„Við erum meðvituð um að einhverjir eru ósáttir við birtingu myndanna og okkur þykir það leitt. En það er kominn tími á að sá hluti almennings sem neytir ekki fíkniefna fái að vita um þessi vandamál sem við erum að sinna á hverjum degi.“Um það bil sextán af hverri milljón íbúum heimsins láta lífið vegna of stórs heróínsskammts.Eru að drukknaUm ellefu þúsund manns búa í bænum sem er á ríkismörkum Ohio, Pennsylvaníu og Vestur-Virginíu. Notkun deyfilyfja er mjög útbreidd á svæðinu og þá sjá sérstaklega hjá hvítu fólki. Lane segir að myndin hafi verið birt til að sýna afleiðingar heróínfíknar og þá staðreynd að ekki séu nógu margir lögreglumenn eða meðferðarheimili til að taka á vandamálinu. „Við erum að drukkna. Við þurfum á mikilli aðstoð að halda.“Marvin Seppala, sérfræðingur á meðferðarheimili í ríkinu, segir að birting mynda á borð við þessar geti hjálpað til í einstökum tilfellum. Til dæmis fyrir einstakling að sýna einhverjum nákomnum sem glímir við fíkn. Hins vegar væri það ekki til bóta að draga umrætt par og fjögurra ára barn í svaðið. Fíklar neyti lyfja þegar þeim líði illa og að sjá myndir á borð við þessa láti þeim einfaldlega líða enn verr.„Þrátt fyrir allt þá beinir þetta kastljósinu að vandamálinu í auknum mæli, þannig að það verður í raun erfiðara fyrir mig að tala gegn birtingu myndarinnar því meira sem ég ræði hana,“ segir Seppala.Færslan sem Facebook krafðist að yrði fjarlægð.VísirBrýtur ekki reglur Facebook Birting myndarinnar á Facebook kemur í beinu framhaldi af umdeildri ákvörðun Facebook að banna eina frægustu mynd sem tekin var í Víetnam-stríðinu. Ákvörðun Facebook leiddi til mótmæla Aftenposten í Noregi og varð til þess að Facebook dró ákvörðun sína til baka. Talsmaður Facebook segir hins vegar að birting myndarinnar af parinu og barninu brjóti ekki reglur samfélagsmiðilsins.Fjölmargir hafa gagnrýnt ákvörðunina að birta myndina af barninu. Lögreglustjórinn Lane sagði að barnið væri nauðsynlegt til að áhrifin yrðu sem mest á fólk. „Þetta er vandamálið, hann er bjargarlaus,“ segir Lane. Líkt og lögreglan.„Þetta hættir aldrei. Þú verður pirraður af því þú ert alltaf að glíma við sama fólkið, sama vandamálið og þau eiga öll börn og hafa engar áhyggjur af börnunum sínum.“
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira