Menntun í heimabyggð Bjarni Jónsson skrifar 12. september 2016 07:30 Skólarnir eru lífæð byggðanna og þar slá hjörtu íbúanna. Leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar – öll menntun í heimabyggð skiptir miklu máli fyrir lífsgæði og val á búsetu fólks. Framhaldsnám í heimabyggð hefur verið sérstakt baráttumál landsbyggðarinnar á undanförnum árum. Sjálfræðisaldurinn er jú 18 ár og foreldrar vilja ógjarnan senda börn sín ung að heiman í fjarlæga landshluta til að geta sótt þá menntun sem þau eiga rétt á. Stöðugt þarf að verja fjárveitingar til eldri framhaldsskólanna hvar sem er á landinu. Mér verður m.a. hugsað til Menntaskólans á Ísafirði og Fjölbrautaskólanna á Akranesi og Sauðárkróki. Mennt er máttur. Það þurfti að berjast fyrir stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði, Menntaskólans í Borgarnesi, Menntaskólans á Tröllaskaga og framhaldsdeildanna í Vesturbyggð á Patreksfirði og nú síðast á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi svo dæmi séu nefnd. Með samstöðu og einbeittum vilja heimamanna og velvilja stjórnvalda tókst að koma á þessu mikla hagsmunamáli íbúanna. Sem sveitarstjórnarmaður, á vettvangi landshlutasamtakanna og sem formaður skólanefndar FNV var ánægjulegt að geta stutt þessa baráttu heimafólks fyrir auknu framboði menntunar á svæðunum. Framhaldsdeildirnar á Hólmavík, Hvammstanga og á Blönduósi hafa FNV á Sauðárkróki sem móðurskóla sinn en framhaldsdeildin á Patreksfirði sækir til Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði.Nærsamfélagið skiptir máli Unglingsárin eru tími mikilla umbrota hjá hverjum einstaklingi og ákvarðanir teknar sem skipta miklu máli fyrir framtíðina bæði í leik og starfi. Fyrir fjölskylduna eru það hrein mannréttindi að geta verið í sem mestum samvistum við unglingana sína á þessum tíma og veitt þeim allan stuðning og hvatningu sem nærsamfélagið getur lagt þeim til. Þessar staðreyndir eru í raun áréttaðar í sjálfræðislögunum, en með þeim hafa heimili og fjölskylda axlað ábyrgð á börnum sínum að átján ára aldri og því er eðlilegt að skipulag menntunar í landinu taki mið af því. Auk þess er sá kostnaður óheyrilegur sem leggst á fjölskyldur við að senda börn langan veg til að njóta sjálfsagðrar menntunar og ekki á allra færi að standa undir honum.Sóknarfærin eru í menntun Fjölbreytt námsframboð í heimabyggð styrkir sjálfsímyndina, eykur samkeppnishæfni og hefur margfeldisáhrif í nærsamfélaginu. Framfarir í fjarskiptatækni bjóða upp á margþættan stuðning og möguleika í þessu starfi. Með stofnun framhaldsdeildanna á smærri stöðum hafa opnast nýir möguleikar fyrir fólk sem ekki átti tök á í uppvextinum að sækja sér framhaldsmenntun. Það var því mikil skammsýni og afturför þegar núverandi stjórnvöld ákváðu að takmarka framlög og stuðning ríkisins til framhaldsskólanna við nemendur undir 25 ára aldri. Sóknarfæri landsbyggðarinnar ásamt jafnrétti íbúanna eru einmitt fólgin í því að geta fléttað þetta tvennt saman, framhaldsmenntun ungs fólks og eldri íbúa, sem vegna fjarlægðar og kostnaðar gátu ekki sótt sér þessa grunnmenntun á sínum tíma.Framhaldsskólarnir hafi möguleika til sóknar Framhaldsskólarnir, móðurskólar framhaldsmenntunar í landinu, sem og hinar nýju framhaldsdeildir út um land, þurfa að búa við öryggi og möguleika til sóknar. Óvissan um fjármagn og óttinn við niðurskurð og lokanir deilda ásamt auknum kröfum um lágmarksfjölda í einstökum áföngum frá ári til árs gerir starfsumhverfið óöruggt. Mikilvægt er að framhaldsskólarnir fái aukinn skilning og fjárstuðning til að þróa námið og endurnýja og bæta tæknibúnað sinn. Verður mér þar sérstaklega hugsað til verknámsins þar sem ég þekki best til við Fjölbrautaskólana á Akranesi og Sauðárkróki, sem þurfa verulega aukinn stuðning, en þar er unnið afar gott starf. Þörfin fyrir bætta stöðu þessarar menntunar sýnir sig best í hinni gríðarlegu eftirspurn eftir iðnmenntuðum starfsmönnum á flestum sviðum atvinnulífsins. Íbúarnir og starfsfólkið vill að sjálfsögðu hafa skólann sinn og nám barna sinna í öruggum höndum á heimaslóð.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Skólarnir eru lífæð byggðanna og þar slá hjörtu íbúanna. Leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar – öll menntun í heimabyggð skiptir miklu máli fyrir lífsgæði og val á búsetu fólks. Framhaldsnám í heimabyggð hefur verið sérstakt baráttumál landsbyggðarinnar á undanförnum árum. Sjálfræðisaldurinn er jú 18 ár og foreldrar vilja ógjarnan senda börn sín ung að heiman í fjarlæga landshluta til að geta sótt þá menntun sem þau eiga rétt á. Stöðugt þarf að verja fjárveitingar til eldri framhaldsskólanna hvar sem er á landinu. Mér verður m.a. hugsað til Menntaskólans á Ísafirði og Fjölbrautaskólanna á Akranesi og Sauðárkróki. Mennt er máttur. Það þurfti að berjast fyrir stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði, Menntaskólans í Borgarnesi, Menntaskólans á Tröllaskaga og framhaldsdeildanna í Vesturbyggð á Patreksfirði og nú síðast á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi svo dæmi séu nefnd. Með samstöðu og einbeittum vilja heimamanna og velvilja stjórnvalda tókst að koma á þessu mikla hagsmunamáli íbúanna. Sem sveitarstjórnarmaður, á vettvangi landshlutasamtakanna og sem formaður skólanefndar FNV var ánægjulegt að geta stutt þessa baráttu heimafólks fyrir auknu framboði menntunar á svæðunum. Framhaldsdeildirnar á Hólmavík, Hvammstanga og á Blönduósi hafa FNV á Sauðárkróki sem móðurskóla sinn en framhaldsdeildin á Patreksfirði sækir til Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði.Nærsamfélagið skiptir máli Unglingsárin eru tími mikilla umbrota hjá hverjum einstaklingi og ákvarðanir teknar sem skipta miklu máli fyrir framtíðina bæði í leik og starfi. Fyrir fjölskylduna eru það hrein mannréttindi að geta verið í sem mestum samvistum við unglingana sína á þessum tíma og veitt þeim allan stuðning og hvatningu sem nærsamfélagið getur lagt þeim til. Þessar staðreyndir eru í raun áréttaðar í sjálfræðislögunum, en með þeim hafa heimili og fjölskylda axlað ábyrgð á börnum sínum að átján ára aldri og því er eðlilegt að skipulag menntunar í landinu taki mið af því. Auk þess er sá kostnaður óheyrilegur sem leggst á fjölskyldur við að senda börn langan veg til að njóta sjálfsagðrar menntunar og ekki á allra færi að standa undir honum.Sóknarfærin eru í menntun Fjölbreytt námsframboð í heimabyggð styrkir sjálfsímyndina, eykur samkeppnishæfni og hefur margfeldisáhrif í nærsamfélaginu. Framfarir í fjarskiptatækni bjóða upp á margþættan stuðning og möguleika í þessu starfi. Með stofnun framhaldsdeildanna á smærri stöðum hafa opnast nýir möguleikar fyrir fólk sem ekki átti tök á í uppvextinum að sækja sér framhaldsmenntun. Það var því mikil skammsýni og afturför þegar núverandi stjórnvöld ákváðu að takmarka framlög og stuðning ríkisins til framhaldsskólanna við nemendur undir 25 ára aldri. Sóknarfæri landsbyggðarinnar ásamt jafnrétti íbúanna eru einmitt fólgin í því að geta fléttað þetta tvennt saman, framhaldsmenntun ungs fólks og eldri íbúa, sem vegna fjarlægðar og kostnaðar gátu ekki sótt sér þessa grunnmenntun á sínum tíma.Framhaldsskólarnir hafi möguleika til sóknar Framhaldsskólarnir, móðurskólar framhaldsmenntunar í landinu, sem og hinar nýju framhaldsdeildir út um land, þurfa að búa við öryggi og möguleika til sóknar. Óvissan um fjármagn og óttinn við niðurskurð og lokanir deilda ásamt auknum kröfum um lágmarksfjölda í einstökum áföngum frá ári til árs gerir starfsumhverfið óöruggt. Mikilvægt er að framhaldsskólarnir fái aukinn skilning og fjárstuðning til að þróa námið og endurnýja og bæta tæknibúnað sinn. Verður mér þar sérstaklega hugsað til verknámsins þar sem ég þekki best til við Fjölbrautaskólana á Akranesi og Sauðárkróki, sem þurfa verulega aukinn stuðning, en þar er unnið afar gott starf. Þörfin fyrir bætta stöðu þessarar menntunar sýnir sig best í hinni gríðarlegu eftirspurn eftir iðnmenntuðum starfsmönnum á flestum sviðum atvinnulífsins. Íbúarnir og starfsfólkið vill að sjálfsögðu hafa skólann sinn og nám barna sinna í öruggum höndum á heimaslóð.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun