Fimmtán ár eru nú liðin frá því að mannskæðasta hryðjuverkaárás sögunnar var framin í Bandaríkjunum. Tveimur farþegaþotum var flogið á Tvíburaturnana svokölluðu með þeim afleiðingum að þeir hrundu báðir. Nærri því þrjú þúsund manns létu lífið og árásin hefur haft gífurlegar afleiðingar fyrir heiminn allan. Auk árásarinnar á turnana brotlenti þriðja farþegaþotan á akri í Pennsylvaínu og fjórðu flugvélinni var flogið á Pentagon, höfuðstöðvar herafla Bandaríkjanna. Nítján manna hópur hryðjuverkamanna al-Qaeda hafði rænt flugvélunum og notaði þær sem vopn gegn Bandaríkjunum. Talið er að fjórða flugvélin hafi brotlent þegar farþegar hennar réðust gegn hryðjuverkamönnunum sem höfðu tekið hana yfir. Árásarinnar er nú minnst víða um Bandaríkin og um heiminn.Minningarathöfn var haldin í dag þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Samkvæmt CNN var í ágúst búið að bera kennsl á 1.640 þeirra 2.753 sem létu lífið í Tvíburaturnunum. Alls létust 2.983 í árásunum. Þar af létust 343 slökkviliðsmenn og 60 lögregluþjónar í Tvíburaturnunum. Flestir þeirra voru á hlaupum upp stiga bygginganna til að koma slösuðum og þeim sem voru fastir til bjargar, en þá hrundu byggingarnar.Í New York tók það 3,1 milljónir vinnustunda að þrífa upp brakið eftir árásina sem var um 1,8 milljón tonn að þyngd. Kostnaðurinn var 750 milljónir dala, eða rúmir 85 milljarðar króna. Árásirnar á Tvíburaturnana og hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í kjölfarið hafa haft miklar afleiðingar fyrir heiminn. Frá ellefta september hafa 88 árásir verið reyndar í Bandaríkjunum en komið var í veg fyrir allar þeirra nema sex. Slökkviliðsstjóri New York á þessum tíma, Thoma Von Essen, segist hugsa um þennan dag á hverjum einasta degi. Hann eigi enn erfitt með að átta sig á því sem hafi gerst. Hans sterkasta minning er af séra Mychal Judge, sem var prestur slökkviliðsins, þar sem hann stóð í anddyri norðurturnsins og bað fyrir slökkviliðsmönnunum sem þá voru á hlaupum upp stiga byggingarinnar. „Við segjum að hann hafi verið fyrsti slökkviliðsmaðurinn sem dó. Við munum alltaf segja það, að hann hafi verið fyrstur til himnaríkis og tekið þar á móti öllum hetjunum sem féllu þann dag,“ segir Von Essen í samtali við Fox.343 slökkviliðsmenn létu lífið þann níunda september 2001.Vísir/AFPFox ræddi einnig við þáverandi lögreglustjóra New York, Bernard Kerik. Hann rifjar upp að hafa horft á manneskjur sem sátu fastar í turnunum haldast í hendur og stökkva út um gluggana í stað þess að brenna. Hann segir einnig frá því þegar hann ræddi við John Vigiano, fyrrverandi slökkviliðsmann, um kvöldið eftir árásirnar. Báðir synir Vigiano voru þá týndir. Annar þeirra var slökkviliðsmaður og hinn rannsóknarfulltrúi hjá lögreglunni, en seinna kom í ljós að báðir höfðu látið lífið í turnunum.Manneskja sem stökk úr öðrum turninum.Vísir/AFPEdward Fine starfaði í Tvíburaturnunum og var hann í öðrum þeirra þegar árásin var gerð. Mynd af honum þöktum ryki var í blöðum um allan heim. Hann rifjar upp að hafa verið á hlaupum niður stigana eftir að fyrri flugvélin lenti á húsinu og á sama tíma hafi slökkviliðsmenn verið á leið upp stigana.Rebecca Lazinger hafði unnið hjá Morgan Stanley í nákvæmlega eitt ár þegar árásin var gerð. Hún var sein á ferð og var í anddyri annars turnsins þegar árásin byrjaði. Hún segir höggið þegar fyrri flugvélin lenti á turnunum vera það háværasta sem hún hafi nokkurn tímann heyrt. „Allt varð hljótt, svo fylgdi ringulreið og ótti.“Lazinger man eftir því að maður sem stóð við hliðina á henni öskraði skömmu áður en brak úr byggingunni féll á hann. „Ég hélt enn á kaffibollanum mínum. Svo hljóp ég í hina áttina. Ég var ekki að hugsa, ég bara hljóp.“ Hún féll í gólfið en var dregin upp og dregin út um hurðina á sama tíma og seinni flugvélin lenti á húsinu.Vísir/AFPRæða Barack Obama Bandaríkjaforseta á minningarathöfninni í New York í dag.Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt í stjórnmálafræði, og Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, ræddu tímann sem liðinn er frá árásunum í Bandaríkjunum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Tengdar fréttir 11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. 11. september 2016 14:45 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent
Fimmtán ár eru nú liðin frá því að mannskæðasta hryðjuverkaárás sögunnar var framin í Bandaríkjunum. Tveimur farþegaþotum var flogið á Tvíburaturnana svokölluðu með þeim afleiðingum að þeir hrundu báðir. Nærri því þrjú þúsund manns létu lífið og árásin hefur haft gífurlegar afleiðingar fyrir heiminn allan. Auk árásarinnar á turnana brotlenti þriðja farþegaþotan á akri í Pennsylvaínu og fjórðu flugvélinni var flogið á Pentagon, höfuðstöðvar herafla Bandaríkjanna. Nítján manna hópur hryðjuverkamanna al-Qaeda hafði rænt flugvélunum og notaði þær sem vopn gegn Bandaríkjunum. Talið er að fjórða flugvélin hafi brotlent þegar farþegar hennar réðust gegn hryðjuverkamönnunum sem höfðu tekið hana yfir. Árásarinnar er nú minnst víða um Bandaríkin og um heiminn.Minningarathöfn var haldin í dag þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Samkvæmt CNN var í ágúst búið að bera kennsl á 1.640 þeirra 2.753 sem létu lífið í Tvíburaturnunum. Alls létust 2.983 í árásunum. Þar af létust 343 slökkviliðsmenn og 60 lögregluþjónar í Tvíburaturnunum. Flestir þeirra voru á hlaupum upp stiga bygginganna til að koma slösuðum og þeim sem voru fastir til bjargar, en þá hrundu byggingarnar.Í New York tók það 3,1 milljónir vinnustunda að þrífa upp brakið eftir árásina sem var um 1,8 milljón tonn að þyngd. Kostnaðurinn var 750 milljónir dala, eða rúmir 85 milljarðar króna. Árásirnar á Tvíburaturnana og hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í kjölfarið hafa haft miklar afleiðingar fyrir heiminn. Frá ellefta september hafa 88 árásir verið reyndar í Bandaríkjunum en komið var í veg fyrir allar þeirra nema sex. Slökkviliðsstjóri New York á þessum tíma, Thoma Von Essen, segist hugsa um þennan dag á hverjum einasta degi. Hann eigi enn erfitt með að átta sig á því sem hafi gerst. Hans sterkasta minning er af séra Mychal Judge, sem var prestur slökkviliðsins, þar sem hann stóð í anddyri norðurturnsins og bað fyrir slökkviliðsmönnunum sem þá voru á hlaupum upp stiga byggingarinnar. „Við segjum að hann hafi verið fyrsti slökkviliðsmaðurinn sem dó. Við munum alltaf segja það, að hann hafi verið fyrstur til himnaríkis og tekið þar á móti öllum hetjunum sem féllu þann dag,“ segir Von Essen í samtali við Fox.343 slökkviliðsmenn létu lífið þann níunda september 2001.Vísir/AFPFox ræddi einnig við þáverandi lögreglustjóra New York, Bernard Kerik. Hann rifjar upp að hafa horft á manneskjur sem sátu fastar í turnunum haldast í hendur og stökkva út um gluggana í stað þess að brenna. Hann segir einnig frá því þegar hann ræddi við John Vigiano, fyrrverandi slökkviliðsmann, um kvöldið eftir árásirnar. Báðir synir Vigiano voru þá týndir. Annar þeirra var slökkviliðsmaður og hinn rannsóknarfulltrúi hjá lögreglunni, en seinna kom í ljós að báðir höfðu látið lífið í turnunum.Manneskja sem stökk úr öðrum turninum.Vísir/AFPEdward Fine starfaði í Tvíburaturnunum og var hann í öðrum þeirra þegar árásin var gerð. Mynd af honum þöktum ryki var í blöðum um allan heim. Hann rifjar upp að hafa verið á hlaupum niður stigana eftir að fyrri flugvélin lenti á húsinu og á sama tíma hafi slökkviliðsmenn verið á leið upp stigana.Rebecca Lazinger hafði unnið hjá Morgan Stanley í nákvæmlega eitt ár þegar árásin var gerð. Hún var sein á ferð og var í anddyri annars turnsins þegar árásin byrjaði. Hún segir höggið þegar fyrri flugvélin lenti á turnunum vera það háværasta sem hún hafi nokkurn tímann heyrt. „Allt varð hljótt, svo fylgdi ringulreið og ótti.“Lazinger man eftir því að maður sem stóð við hliðina á henni öskraði skömmu áður en brak úr byggingunni féll á hann. „Ég hélt enn á kaffibollanum mínum. Svo hljóp ég í hina áttina. Ég var ekki að hugsa, ég bara hljóp.“ Hún féll í gólfið en var dregin upp og dregin út um hurðina á sama tíma og seinni flugvélin lenti á húsinu.Vísir/AFPRæða Barack Obama Bandaríkjaforseta á minningarathöfninni í New York í dag.Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt í stjórnmálafræði, og Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, ræddu tímann sem liðinn er frá árásunum í Bandaríkjunum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. 11. september 2016 14:45