Guardiola hafði betur í fyrsta nágrannaslagnum | Sjáðu öll mörk gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2016 11:00 De Bruyne fagnar marki sínu í nágrannaslagnum en hann átti frábæran dag. Vísir/Getty Háværu nágrannarnir í Manchester City tóku stigin þrjú á Old Trafford gegn Manchester United í stórleik gærdagsins í enska boltanum með 2-1 sigri en þetta var fyrsta tap Manchester United undir stjórn Jose Mourinho. City-menn eru því áfram með fullt hús stiga en Chelsea getur komist upp að hlið þeirra með sigri gegn Swansea í dag. Kevin De Bruyne fór á kostum í liði City-manna í gær en hann skoraði fyrra mark liðsins en seinna mark liðsins kom þegar frákastið af skoti De Bruyne hafnaði fyrir fótum Kelechi Iheanacho. Zlatan Ibrahimovic náði að minnka muninn fyrir heimamenn eftir mistök Claudio Bravo í marki City-manna en lengra komust þeir ekki. Alls fóru átta leikir fram í gær en Jóhann Berg Guðmundsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Burnley í svekkjandi 1-1 jafntefli gegn Hull. Jóhann lék 76. mínútur í leiknum en Hull nældi í stig með jöfnunarmarki Robert Snodgrass á 94. mínútu. Skytturnar þurftu heldur betur að hafa fyrir sigri á Southampton á heimavelli en eftir að hafa lent undir snemma leiks náði Arsenal að knýja fram sigurinn úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Watford vann fyrsta sigur tímabilsins með ótrúlegum hætti eftir að hafa lent 0-2 undir á Ólympíuvellinum í London en tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks hleyptu liðinu aftur inn í leikinn. Son Heung-Min kom Tottenham yfir með tveimur mörkum áður en ensku landsliðsmennirnir Dele Alli og Kane bættu við þriðja og fjórða marki Tottenham. Fyrsti sigur vetrarins leit dagsins ljós hjá bæði Bournemouth og Crystal Palace í gær en í sigri Crystal Palace komst Christian Benteke á blað með fyrsta marki sínu fyrir félagið eftir félagsskipti frá Liverpool í sumar. Í lokaleik dagsins bauð Liverpool upp á flugeldasýningu í fyrsta heimaleik tímabilsins gegn Leicester en leiknum lauk með sannfærandi 4-1 sigri heimamanna. Chelsea getur komist upp að hlið Manchester City með sigri gegn Swansea klukkan 15:00 í dag. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar ætla sér eflaust að endurtaka leikinn frá því í fyrra þegar Gylfi skoraði sigurmarkið.Samantekt úr leikjum gærdagsins: Manchester United 1-2 Manchester City: Arsenal 2-1 Bournemouth: Bournemouth 1-0 West Bromwich Albion: Burnley 1-1 Hull: Middlesborough 1-2 Crystal Palace: West Ham 2-4 Watford: Stoke 0-4 Tottenham: Liverpool 4-1 Leicester: Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool-menn blésu til sýningar í fyrsta heimaleik tímabilsins Liverpool vann öruggan 4-1 sigur á Englandsmeisturum Leicester City í fyrsta heimaleik tímabilsins en það voru Roberto Firminho, Sadio Mane og Adam Lallana sem sáu um markaskorunina fyrir þá rauðklæddu. 10. september 2016 18:15 Fyrsta tap Mourinho kom í nágrannslagnum Fyrsta tap Jose Mourinho sem knattspyrnustjóri Manchester United kom í nágrannaslagnum gegn Manchester City en á sama tíma heldur fullkomin byrjun Pep Guardiola sem knattspyrnustjóri Manchester City áfram. 10. september 2016 13:30 Kane braut ísinn í stórsigri Tottenham Harry Kane komst á blað í öruggum 4-0 sigri Tottenham á Stoke á bet365-vellinum í dag en með sigrinum lyfti Tottenham sér upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bili. 10. september 2016 15:45 Cazorla hetjan er Arsenal slapp með skrekkinn á heimavelli Santi Cazorla var hetja Arsenal-manna í naumum 2-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Cazorla skoraði sigurmarkið af vítapunktinum í uppbótartíma. 10. september 2016 16:00 Watford með ótrúlega endurkomu á Ólympíuvellinum | Öll úrslit dagsins Watford fagnaði fyrsta sigri vetrarins í ótrúlegum 4-2 sigri á West Ham á Ólympíuvellinum í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag eftir að hafa lent 0-2 undir. 10. september 2016 16:00 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Háværu nágrannarnir í Manchester City tóku stigin þrjú á Old Trafford gegn Manchester United í stórleik gærdagsins í enska boltanum með 2-1 sigri en þetta var fyrsta tap Manchester United undir stjórn Jose Mourinho. City-menn eru því áfram með fullt hús stiga en Chelsea getur komist upp að hlið þeirra með sigri gegn Swansea í dag. Kevin De Bruyne fór á kostum í liði City-manna í gær en hann skoraði fyrra mark liðsins en seinna mark liðsins kom þegar frákastið af skoti De Bruyne hafnaði fyrir fótum Kelechi Iheanacho. Zlatan Ibrahimovic náði að minnka muninn fyrir heimamenn eftir mistök Claudio Bravo í marki City-manna en lengra komust þeir ekki. Alls fóru átta leikir fram í gær en Jóhann Berg Guðmundsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Burnley í svekkjandi 1-1 jafntefli gegn Hull. Jóhann lék 76. mínútur í leiknum en Hull nældi í stig með jöfnunarmarki Robert Snodgrass á 94. mínútu. Skytturnar þurftu heldur betur að hafa fyrir sigri á Southampton á heimavelli en eftir að hafa lent undir snemma leiks náði Arsenal að knýja fram sigurinn úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Watford vann fyrsta sigur tímabilsins með ótrúlegum hætti eftir að hafa lent 0-2 undir á Ólympíuvellinum í London en tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks hleyptu liðinu aftur inn í leikinn. Son Heung-Min kom Tottenham yfir með tveimur mörkum áður en ensku landsliðsmennirnir Dele Alli og Kane bættu við þriðja og fjórða marki Tottenham. Fyrsti sigur vetrarins leit dagsins ljós hjá bæði Bournemouth og Crystal Palace í gær en í sigri Crystal Palace komst Christian Benteke á blað með fyrsta marki sínu fyrir félagið eftir félagsskipti frá Liverpool í sumar. Í lokaleik dagsins bauð Liverpool upp á flugeldasýningu í fyrsta heimaleik tímabilsins gegn Leicester en leiknum lauk með sannfærandi 4-1 sigri heimamanna. Chelsea getur komist upp að hlið Manchester City með sigri gegn Swansea klukkan 15:00 í dag. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar ætla sér eflaust að endurtaka leikinn frá því í fyrra þegar Gylfi skoraði sigurmarkið.Samantekt úr leikjum gærdagsins: Manchester United 1-2 Manchester City: Arsenal 2-1 Bournemouth: Bournemouth 1-0 West Bromwich Albion: Burnley 1-1 Hull: Middlesborough 1-2 Crystal Palace: West Ham 2-4 Watford: Stoke 0-4 Tottenham: Liverpool 4-1 Leicester:
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool-menn blésu til sýningar í fyrsta heimaleik tímabilsins Liverpool vann öruggan 4-1 sigur á Englandsmeisturum Leicester City í fyrsta heimaleik tímabilsins en það voru Roberto Firminho, Sadio Mane og Adam Lallana sem sáu um markaskorunina fyrir þá rauðklæddu. 10. september 2016 18:15 Fyrsta tap Mourinho kom í nágrannslagnum Fyrsta tap Jose Mourinho sem knattspyrnustjóri Manchester United kom í nágrannaslagnum gegn Manchester City en á sama tíma heldur fullkomin byrjun Pep Guardiola sem knattspyrnustjóri Manchester City áfram. 10. september 2016 13:30 Kane braut ísinn í stórsigri Tottenham Harry Kane komst á blað í öruggum 4-0 sigri Tottenham á Stoke á bet365-vellinum í dag en með sigrinum lyfti Tottenham sér upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bili. 10. september 2016 15:45 Cazorla hetjan er Arsenal slapp með skrekkinn á heimavelli Santi Cazorla var hetja Arsenal-manna í naumum 2-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Cazorla skoraði sigurmarkið af vítapunktinum í uppbótartíma. 10. september 2016 16:00 Watford með ótrúlega endurkomu á Ólympíuvellinum | Öll úrslit dagsins Watford fagnaði fyrsta sigri vetrarins í ótrúlegum 4-2 sigri á West Ham á Ólympíuvellinum í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag eftir að hafa lent 0-2 undir. 10. september 2016 16:00 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Liverpool-menn blésu til sýningar í fyrsta heimaleik tímabilsins Liverpool vann öruggan 4-1 sigur á Englandsmeisturum Leicester City í fyrsta heimaleik tímabilsins en það voru Roberto Firminho, Sadio Mane og Adam Lallana sem sáu um markaskorunina fyrir þá rauðklæddu. 10. september 2016 18:15
Fyrsta tap Mourinho kom í nágrannslagnum Fyrsta tap Jose Mourinho sem knattspyrnustjóri Manchester United kom í nágrannaslagnum gegn Manchester City en á sama tíma heldur fullkomin byrjun Pep Guardiola sem knattspyrnustjóri Manchester City áfram. 10. september 2016 13:30
Kane braut ísinn í stórsigri Tottenham Harry Kane komst á blað í öruggum 4-0 sigri Tottenham á Stoke á bet365-vellinum í dag en með sigrinum lyfti Tottenham sér upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bili. 10. september 2016 15:45
Cazorla hetjan er Arsenal slapp með skrekkinn á heimavelli Santi Cazorla var hetja Arsenal-manna í naumum 2-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Cazorla skoraði sigurmarkið af vítapunktinum í uppbótartíma. 10. september 2016 16:00
Watford með ótrúlega endurkomu á Ólympíuvellinum | Öll úrslit dagsins Watford fagnaði fyrsta sigri vetrarins í ótrúlegum 4-2 sigri á West Ham á Ólympíuvellinum í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag eftir að hafa lent 0-2 undir. 10. september 2016 16:00