Virðing opnar í London Sæunn Gísladóttir skrifar 29. september 2016 13:34 Skrifstofa Virðingar í Lundúnum verður í Marylebone Vísir/Getty Virðing hf. hefur ákveðið að opna skrifstofu í Lundúnum og hefur sótt um tilskilin leyfi til breska fjármálaeftirlitsins vegna þess. Gert er ráð fyrir að skrifstofan taki formlega til starfa á síðasta ársfjórðungi þessa árs og hafi starfsheimildir til fyrirtækja- og fjárfestingaráðgjafar, auk móttöku og miðlunar viðskiptafyrirmæla, segir í tilkynningu. „Starfsemi Virðingar hefur vaxið mjög undanfarin misseri og opnun skrifstofu í Lundúnum er liður í að styrkja stöðu okkar í að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur sem og greiða frekar fyrir fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi. Hérlendis hefur orðið jákvæð efnahagsleg þróun, fjárhagsleg styrking ríkisins og bætt áhættuflokkun þess á erlendum mörkuðum og í framhaldi af þeirri þróun og áframhaldandi losun fjármagnshafta teljum við að tímasetningin sé hárrétt til að taka þetta skref og nýta það viðamikla tengslanet sem félagið og starfsmenn þess búa yfir,“ segir Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar. Skrifstofa Virðingar í Lundúnum verður í Marylebone og hefur Gunnar Sigurðsson, sem hefur undanfarin misseri starfað sem sérfræðingur á framtakssjóðasviði Virðingar, verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins í Bretlandi. Gunnar hefur undanfarið setið í stjórnum Securitas, Íslenska gámafélagsins og varastjórn Ölgerðarinnar. Hann hefur starfað á fjármálamarkaði í yfir 20 ár og stærstan hluta þess tíma hefur hann verið búsettur í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Á árunum 2004-2015 starfaði Gunnar í Bretlandi, fyrst hjá Baugi Group sem framkvæmdastjóri smásölufjárfestinga og síðar sem forstjóri. Síðar vann hann m.a. sem ráðgjafi skilanefndar Landsbankans varðandi eignir bankans í Bretlandi, m.a. Iceland Foods, House of Fraser og Hamleys. Gunnar er ekki eini starfsmaður Virðingar sem hefur reynslu af störfum í fjármálageiranum í Englandi. Ármann Þorvaldsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Virðingu, hefur starfað í London í lengri tíma. Þar á meðal sem framkvæmdastjóri Kaupþings Friedlanger og Singer frá 2005-2008. Virðing er alhliða verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingatengda þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og reksturs framtakssjóða. Hjá Virðingu starfa 34 sérfræðingar og hefur félagið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfar undir eftirliti FME. Virðing er með um 105 milljarða króna í eignastýringu. Tengdar fréttir Verðbréfasjóðir vilja sitja við sama borð og lífeyrissjóðirnir Lífeyrissjóðir hafa heimild til fjárfestinga erlendis en ekki verðbréfasjóðir. 22. júlí 2016 07:00 GAMMA fengið starfsleyfi í London GAMMA er fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið sem hefur starfsemi í London með leyfi breskra yfirvalda eftir hrunið 2008. 8. ágúst 2016 09:21 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Virðing hf. hefur ákveðið að opna skrifstofu í Lundúnum og hefur sótt um tilskilin leyfi til breska fjármálaeftirlitsins vegna þess. Gert er ráð fyrir að skrifstofan taki formlega til starfa á síðasta ársfjórðungi þessa árs og hafi starfsheimildir til fyrirtækja- og fjárfestingaráðgjafar, auk móttöku og miðlunar viðskiptafyrirmæla, segir í tilkynningu. „Starfsemi Virðingar hefur vaxið mjög undanfarin misseri og opnun skrifstofu í Lundúnum er liður í að styrkja stöðu okkar í að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur sem og greiða frekar fyrir fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi. Hérlendis hefur orðið jákvæð efnahagsleg þróun, fjárhagsleg styrking ríkisins og bætt áhættuflokkun þess á erlendum mörkuðum og í framhaldi af þeirri þróun og áframhaldandi losun fjármagnshafta teljum við að tímasetningin sé hárrétt til að taka þetta skref og nýta það viðamikla tengslanet sem félagið og starfsmenn þess búa yfir,“ segir Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar. Skrifstofa Virðingar í Lundúnum verður í Marylebone og hefur Gunnar Sigurðsson, sem hefur undanfarin misseri starfað sem sérfræðingur á framtakssjóðasviði Virðingar, verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins í Bretlandi. Gunnar hefur undanfarið setið í stjórnum Securitas, Íslenska gámafélagsins og varastjórn Ölgerðarinnar. Hann hefur starfað á fjármálamarkaði í yfir 20 ár og stærstan hluta þess tíma hefur hann verið búsettur í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Á árunum 2004-2015 starfaði Gunnar í Bretlandi, fyrst hjá Baugi Group sem framkvæmdastjóri smásölufjárfestinga og síðar sem forstjóri. Síðar vann hann m.a. sem ráðgjafi skilanefndar Landsbankans varðandi eignir bankans í Bretlandi, m.a. Iceland Foods, House of Fraser og Hamleys. Gunnar er ekki eini starfsmaður Virðingar sem hefur reynslu af störfum í fjármálageiranum í Englandi. Ármann Þorvaldsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Virðingu, hefur starfað í London í lengri tíma. Þar á meðal sem framkvæmdastjóri Kaupþings Friedlanger og Singer frá 2005-2008. Virðing er alhliða verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingatengda þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og reksturs framtakssjóða. Hjá Virðingu starfa 34 sérfræðingar og hefur félagið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfar undir eftirliti FME. Virðing er með um 105 milljarða króna í eignastýringu.
Tengdar fréttir Verðbréfasjóðir vilja sitja við sama borð og lífeyrissjóðirnir Lífeyrissjóðir hafa heimild til fjárfestinga erlendis en ekki verðbréfasjóðir. 22. júlí 2016 07:00 GAMMA fengið starfsleyfi í London GAMMA er fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið sem hefur starfsemi í London með leyfi breskra yfirvalda eftir hrunið 2008. 8. ágúst 2016 09:21 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Verðbréfasjóðir vilja sitja við sama borð og lífeyrissjóðirnir Lífeyrissjóðir hafa heimild til fjárfestinga erlendis en ekki verðbréfasjóðir. 22. júlí 2016 07:00
GAMMA fengið starfsleyfi í London GAMMA er fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið sem hefur starfsemi í London með leyfi breskra yfirvalda eftir hrunið 2008. 8. ágúst 2016 09:21