Pólitík og poppkúltúr Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. september 2016 13:00 Beyoncé var harðlega gagnrýnd fyrir hálfleikssýningu sína á Super Bowl hátíðinni í ár. Dansarar hennar voru meðal annars klæddir eins og Black Panther meðlimir. Vísir/Getty Hreyfingin Black Lives Matter (BLM) er hreyfing pólitískra aðgerðasinna úr samfélagi Bandaríkjamanna af afrískum uppruna sem berjast gegn ofbeldi og kerfisbundnum rasisma gegn svörtum þar í landi. BLM er ekki skipulögð hreyfing heldur frekar regnhlífarhugtak yfir mótmælendur sem nota kassamerkið #BlackLivesMatter og hafa verið að mótmæla ofbeldi á svörtum allt síðan George Zimmerman var sýknaður af morðákæru eftir að hafa orðið Treyvon Martin að bana árið 2013. BLM er því meira eins og alda sem rennur í gegnum samfélagið í Bandaríkjunum og þrátt fyrir mikla og harða gagnrýni virðist aðeins verða meira áberandi og sterkari með hverju árinu – það hefur hjálpað til að margar stjörnur úr heimi tónlistar, kvikmynda og íþrótta hafa annaðhvort lagt hreyfingunni lið í gegnum opinberan stuðning eða gert lítið úr henni.Kendrick Lamar var með augljósar vísanir í réttindabaráttu svartra í atriði sínu á Grammy-verðlaunahátíðinni fyrr á árinu.Tónlistarheimurinn tjáir sig Áhrif Black Lives Matter hreyfingarinnar hafa kannski hvergi verið jafn áberandi og í tónlistarheiminum en tónlistarmenn hafa aldrei verið sérstaklega feimnir við að tjá sig um stjórnmál. Beyoncé hefur verið mjög dugleg að halda fram málstað BLM og að styðja hreyfinguna – hún og maður hennar Jay-Z hafa gefið hreyfingunni talsvert fé auk þess að hampa málstað hennar í gegnum sköpun sína. Bey gerði lagið Freedom með rapparanum Kendrick Lamar en í myndbandinu við það koma mæður þeirra Trayvons Martins, Erics Garner og Michaels Brown fram. Í myndbandinu við Formation voru einnig táknrænar vísanir í málefnin sem hreyfingin Black Lives Matter hefur helst látið sig varða. Kendrick Lamar hefur sjálfur verið duglegur við að tjá sig um réttindamál svartra og gerir það talsvert á nýjustu plötu sinni, en hann hefur þó ekki stutt hreyfinguna opinberlega. Þó hefur lag hans Alright verið notað sem hálfgert þemalag Black Lives Matter og oftar en ekki spilað þar sem fólk kemur saman í nafni BLM. Listinn yfir tónlistarmenn sem hafa gert lög hreyfingunni til stuðnings er nokkuð langur. Á honum má finna nöfn eins og Macklemore, sem gerði lagið White privilege II þar sem hann veltir fyrir sér stöðu sinni sem hvítum manni sem styður hreyfinguna, Laryn Hill, Chris Brow (sem þó hefur einnig talað gegn hreyfingunni við önnur tækifæri), Prince og rapparann The Game sem gerði 10 mínútna langt lag þar sem hann fær marga rappara og söngvara með sér til að ljá baráttunni lið.Colin Kaepernick og Eric Reid, liðsfélagi hans, mótmæla á meðan þjóðsöngurinn er spilaður.Pólitík í íþróttum Colin Kaepernick, leikmaður ameríska fótboltaliðsins San Francisco 49ers, hefur mikið verið í fréttunum en hann neitaði að leggja hönd á hjartastað eins og tíðkast að gera þegar bandaríski þjóðsöngurinn er spilaður fyrir leik. Þetta gerðist fyrst í upphitunarleik áður en keppnistímabil deildarinnar hófst og hann endurtók svo gjörninginn í opnunarleiknum en um 20 milljónir horfðu á leikinn. Colin kraup á kné á meðan þjóðsöngurinn ómaði – í þetta sinn gerði liðsfélagi hans slíkt hið sama og tveir aðrir liðsfélagar auk tveggja mótherja réttu upp krepptan hnefann í stíl Black Panther-samtakanna. Þessi gjörningur hans er stuðningur við málstað Black Lives Matter hreyfingarinnar en þegar hann var spurður út í aðgerðir sínar taldi hann upp nöfn svartra sem hafa látist af völdum lögreglumanna síðustu árin, „hvenær ætlum við að standa upp og fordæma þetta? Þið [lögreglan] eigið að vernda okkur, ekki myrða okkur.“ Viðbrögðin hafa verið afar hörð og virðist flestum sem fordæma aðgerðir Colins finnast hann sýna bandaríska hernum vanvirðingu og sumir hafa krafist þess að hann verði líflátinn, að minnsta kosti sektaður eða rekinn. Aðgerðir Colins Kaepernick virðast marka ákveðið trend í heimi amerískra íþrótta þar sem leikmenn liða í íþróttum þar í landi láta sig pólitík varða í auknum mæli.Miklar umræður spunnust um almennar hugmyndir samfélagsins um kynþætti þegar Michael B. Jordan var fenginn til að leika The Human Torch í Fantastic Four myndinni.Þættir og kvikmyndir sækja efnivið í hreyfinguna Michael B. Jordan leikari var skotspónn gagnrýni á internetinu eftir að hann landaði hlutverki sem The Human Torch í myndinni Fantastic Four sem kom út á síðasta ári. Aðdáendur myndasögunnar vildu endilega hafa hvítan mann í hlutverkinu enda var persónan þannig í blöðunum. Leikarinn skrifaði grein þar sem hann sagðist vera að kveikja í hugmyndum okkar um kynþátt og benti fólki á að Stan Lee, maðurinn bak við Marvel, hefði lagt blessun sína yfir valið á honum í hlutverkið. Jordan hefur gefið það út að hann styðji BLM-hreyfinguna heilshugar, þrátt fyrir að hafa verið sakaður um annað. Annars hafa ýmsir leikarar sagst styðja hreyfinguna. Samuel L. Jackson bjó til svar við Ice Bucket-áskoruninni sem hann kallaði I can‘t breathe áskorunina, en það var tilvísun í drápið á Eric Garner. Bellamy Young, sem leikur Mellie í Scandal, Bette Midler og Cara Delevingne hafa opinberað stuðning sinn við hreyfinguna. Fjórða þáttaröðin í Orange is the new black sækir sér þema í hreyfinguna Black Lives Matter en í þáttaröðinni er ákveðin svört persóna drepin af hvítum fangaverði, dauðdaginn minnir á þegar lögreglumenn urðu Eric Garner að bana, og í kjölfarið brjótast út óeirðir í fangelsinu. Scandal hefur sótt sér þemu í þáttinn og meira að segja Law and Order: SVU notaði hreyfinguna sem grunn fyrir söguþráð í einum þættinum. Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
Hreyfingin Black Lives Matter (BLM) er hreyfing pólitískra aðgerðasinna úr samfélagi Bandaríkjamanna af afrískum uppruna sem berjast gegn ofbeldi og kerfisbundnum rasisma gegn svörtum þar í landi. BLM er ekki skipulögð hreyfing heldur frekar regnhlífarhugtak yfir mótmælendur sem nota kassamerkið #BlackLivesMatter og hafa verið að mótmæla ofbeldi á svörtum allt síðan George Zimmerman var sýknaður af morðákæru eftir að hafa orðið Treyvon Martin að bana árið 2013. BLM er því meira eins og alda sem rennur í gegnum samfélagið í Bandaríkjunum og þrátt fyrir mikla og harða gagnrýni virðist aðeins verða meira áberandi og sterkari með hverju árinu – það hefur hjálpað til að margar stjörnur úr heimi tónlistar, kvikmynda og íþrótta hafa annaðhvort lagt hreyfingunni lið í gegnum opinberan stuðning eða gert lítið úr henni.Kendrick Lamar var með augljósar vísanir í réttindabaráttu svartra í atriði sínu á Grammy-verðlaunahátíðinni fyrr á árinu.Tónlistarheimurinn tjáir sig Áhrif Black Lives Matter hreyfingarinnar hafa kannski hvergi verið jafn áberandi og í tónlistarheiminum en tónlistarmenn hafa aldrei verið sérstaklega feimnir við að tjá sig um stjórnmál. Beyoncé hefur verið mjög dugleg að halda fram málstað BLM og að styðja hreyfinguna – hún og maður hennar Jay-Z hafa gefið hreyfingunni talsvert fé auk þess að hampa málstað hennar í gegnum sköpun sína. Bey gerði lagið Freedom með rapparanum Kendrick Lamar en í myndbandinu við það koma mæður þeirra Trayvons Martins, Erics Garner og Michaels Brown fram. Í myndbandinu við Formation voru einnig táknrænar vísanir í málefnin sem hreyfingin Black Lives Matter hefur helst látið sig varða. Kendrick Lamar hefur sjálfur verið duglegur við að tjá sig um réttindamál svartra og gerir það talsvert á nýjustu plötu sinni, en hann hefur þó ekki stutt hreyfinguna opinberlega. Þó hefur lag hans Alright verið notað sem hálfgert þemalag Black Lives Matter og oftar en ekki spilað þar sem fólk kemur saman í nafni BLM. Listinn yfir tónlistarmenn sem hafa gert lög hreyfingunni til stuðnings er nokkuð langur. Á honum má finna nöfn eins og Macklemore, sem gerði lagið White privilege II þar sem hann veltir fyrir sér stöðu sinni sem hvítum manni sem styður hreyfinguna, Laryn Hill, Chris Brow (sem þó hefur einnig talað gegn hreyfingunni við önnur tækifæri), Prince og rapparann The Game sem gerði 10 mínútna langt lag þar sem hann fær marga rappara og söngvara með sér til að ljá baráttunni lið.Colin Kaepernick og Eric Reid, liðsfélagi hans, mótmæla á meðan þjóðsöngurinn er spilaður.Pólitík í íþróttum Colin Kaepernick, leikmaður ameríska fótboltaliðsins San Francisco 49ers, hefur mikið verið í fréttunum en hann neitaði að leggja hönd á hjartastað eins og tíðkast að gera þegar bandaríski þjóðsöngurinn er spilaður fyrir leik. Þetta gerðist fyrst í upphitunarleik áður en keppnistímabil deildarinnar hófst og hann endurtók svo gjörninginn í opnunarleiknum en um 20 milljónir horfðu á leikinn. Colin kraup á kné á meðan þjóðsöngurinn ómaði – í þetta sinn gerði liðsfélagi hans slíkt hið sama og tveir aðrir liðsfélagar auk tveggja mótherja réttu upp krepptan hnefann í stíl Black Panther-samtakanna. Þessi gjörningur hans er stuðningur við málstað Black Lives Matter hreyfingarinnar en þegar hann var spurður út í aðgerðir sínar taldi hann upp nöfn svartra sem hafa látist af völdum lögreglumanna síðustu árin, „hvenær ætlum við að standa upp og fordæma þetta? Þið [lögreglan] eigið að vernda okkur, ekki myrða okkur.“ Viðbrögðin hafa verið afar hörð og virðist flestum sem fordæma aðgerðir Colins finnast hann sýna bandaríska hernum vanvirðingu og sumir hafa krafist þess að hann verði líflátinn, að minnsta kosti sektaður eða rekinn. Aðgerðir Colins Kaepernick virðast marka ákveðið trend í heimi amerískra íþrótta þar sem leikmenn liða í íþróttum þar í landi láta sig pólitík varða í auknum mæli.Miklar umræður spunnust um almennar hugmyndir samfélagsins um kynþætti þegar Michael B. Jordan var fenginn til að leika The Human Torch í Fantastic Four myndinni.Þættir og kvikmyndir sækja efnivið í hreyfinguna Michael B. Jordan leikari var skotspónn gagnrýni á internetinu eftir að hann landaði hlutverki sem The Human Torch í myndinni Fantastic Four sem kom út á síðasta ári. Aðdáendur myndasögunnar vildu endilega hafa hvítan mann í hlutverkinu enda var persónan þannig í blöðunum. Leikarinn skrifaði grein þar sem hann sagðist vera að kveikja í hugmyndum okkar um kynþátt og benti fólki á að Stan Lee, maðurinn bak við Marvel, hefði lagt blessun sína yfir valið á honum í hlutverkið. Jordan hefur gefið það út að hann styðji BLM-hreyfinguna heilshugar, þrátt fyrir að hafa verið sakaður um annað. Annars hafa ýmsir leikarar sagst styðja hreyfinguna. Samuel L. Jackson bjó til svar við Ice Bucket-áskoruninni sem hann kallaði I can‘t breathe áskorunina, en það var tilvísun í drápið á Eric Garner. Bellamy Young, sem leikur Mellie í Scandal, Bette Midler og Cara Delevingne hafa opinberað stuðning sinn við hreyfinguna. Fjórða þáttaröðin í Orange is the new black sækir sér þema í hreyfinguna Black Lives Matter en í þáttaröðinni er ákveðin svört persóna drepin af hvítum fangaverði, dauðdaginn minnir á þegar lögreglumenn urðu Eric Garner að bana, og í kjölfarið brjótast út óeirðir í fangelsinu. Scandal hefur sótt sér þemu í þáttinn og meira að segja Law and Order: SVU notaði hreyfinguna sem grunn fyrir söguþráð í einum þættinum.
Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira