Viðskipti innlent

Einar Páll Tómasson ráðinn forstöðumaður markaðs- og viðskiptaþróunardeildar Icelandair

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Einar Páll Tómasson
Einar Páll Tómasson Mynd/Aðsend
Einar Páll Tómasson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðs- og viðskiptaþróunardeildar Icelandair. Einar Páll tekur til starfa um næstu mánaðarmót.

Í tilkynningu frá Icelandair segir að Einar Páll hafi starfað erlendis fyrir Icelandair frá árinu 2005. Hann hóf störf sem sölustjóri í Hollandi og tók við sem svæðisstjóri mið-Evrópu árið 2006. Frá 2008 hefur hann verið svæðisstjóri Icelandair fyrir meginland Evrópu.

Einar Páll er menntaður viðskiptafræðingur frá Norwegian School of Management með áherslu á alþjóðamarkaðsfræði og stjórnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×