Viðskipti erlent

177 starfsmenn norska TV 2 látnir fara

Atli Ísleifsson skrifar
Stöðin er stærsta einkarekna sjónvarpsstöðin í Noregi og er í eigu skandinavíska fjölmiðlarisans Egmont Group.
Stöðin er stærsta einkarekna sjónvarpsstöðin í Noregi og er í eigu skandinavíska fjölmiðlarisans Egmont Group. Vísir/Getty
Norska sjónvarpsstöðin TV 2 hefur tilkynnt að 177 af starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp störfum í dag.

Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá því að TV 2 ætli sér að spara 350 milljónir norskra króna, um fimm milljarða íslenskra króna, á næstu fjórum árum. Því hafi verið nauðsynlegt að grípa til uppsagnanna og er endurskipulagning framundan.

Olav T. Sandnes, framkvæmdastjóri TV 2, segir að stöðin hafi verið of háð línulegri dagskrá og ekki náð að aðlaga sér að breyttum venjum sjónvarpsáhorfenda með nægum hætt.

Greint var frá uppsögnunum á starfsmannafundi á skrifstofum fyrirtækisins í Bergen í morgun.

Stöðin er stærsta einkarekna sjónvarpsstöðin í Noregi og er í eigu skandinavíska fjölmiðlarisans Egmont Group.


Tengdar fréttir

Air Berlin segir upp 1.200 manns

Aukin samkeppni er helsta ástæða niðurskurðarins, auk tafa við opnun á Brandenborgar-flugvelli í Berlín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×