„Þeir sem biðu fengu að sjá mjög glæsilega ljósasýningu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2016 10:15 Magnað sjónarspil var á himnum í gærkvöldi. vísir/vilhelm Það má segja að hálfgert norðurljósaæði hafi gripið landann síðustu daga en í gær var spáð mikilli norðurljósasýningu. Var því brugðið á það ráð að slökkva á götuljósum víða á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 22 en ljósin létu bíða eftir sér og fóru ekki að dansa á himninum fyrr en upp úr klukkan 23. Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðivefsins segir að norðurljósasýningin hafi staðist væntingar hans en mesti krafturinn í ljósunum var reyndar í nótt á milli klukkan 2 og 3. „Ljósin komu örlítið á eftir áætlun þar sem við áttum von á þeim fyrr um kvöldið en það er einfaldlega mjög erfitt að spá fyrir um hvenær þetta efnisstreymi kemur yfir okkur. En þeir sem biðu til klukkan ellefu fengu að sjá mjög glæsilega ljósasýningu. Mér sýnist það einmitt á samfélagsmiðlum að þeir sem voru úti þá og sýndu þolinmæði fengu býsna fallega sýningu að launum,“ segir Sævar. Hann segir að í kvöld og annað kvöld ættu að vera fínar líkur á að sjá norðurljós en að hans sögn er besti tíminn til þess að sjá norðurljós svona í kringum ellefu.Sævar Helgi Bragason.Vísir/GVA„Þannig að ef fólk fer svona í smá nætur-pikknikk þá ætti það að geta séð mjög fallega sýningu,“ segir Sævar. Lykilatriðið sé að sýna þolinmæði. „Þetta kemur nefnilega alltaf í bylgjum. Stundum blossar þetta upp í nokkrar mínútur og svo fjarar þetta út en síðan kemur önnur bylgja. Þetta er því miður ekki eins og einhver kvikmyndasýning sem maður getur bara kveikt á því maður þarf alltaf að bíða og þetta er kannski bara ágætis æfing í þolinmæði. Svo er þetta líka bara góð leið til þess að njóta náttúrunnar og gera eitthvað annað en maður gerir á hverju kvöldi,“ segir Sævar. Norðurljósin eru í belti í kringum norðurheimskautið og í gærkvöldi var beltið beint yfir Íslandi. „Þannig að þegar maður horfði beint upp í himininn þá sá maður þau. Agnirnar frá sólinni sem mynda norðurljósin ferðast eftir því sem heitir segulsviðslínur sem maður getur ímyndað sér að séu eins og þvottasnúrur. Svo þegar agnirnar koma yfir þá hreyfast þessar línur og það er í rauninni það sem við sjáum; það eru þessar agnir frá sólinni sem eru að ferðast eftir þessum segulsviðslínum og það sem er beint yfir okkur það sjáum við en ekki það sem er lengra frá.“ Tengdar fréttir Tímaspursmál hvenær norðurljósin láta sjá sig Sævar Helgi Bragason biður fólk um að sýna þolinmæði. 28. september 2016 22:31 Norðurljósin eftirminnilegust Ferðamenn sem sækja Ísland heim virðast vera mjög sáttir við dvöl sína hér á landi ef marka má nýja könnun sem Maskína framkvæmdi á meðal ferðamenna fyrir Ferðamálastofu. 29. september 2016 07:25 Norðurljósaæði á Íslandi Aukning ferðamanna yfir vetrarmánuði er að verulegu leyti rakin til norðurljósa sem ná sex stigum í kvöld, sem er fátítt. 28. september 2016 13:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Það má segja að hálfgert norðurljósaæði hafi gripið landann síðustu daga en í gær var spáð mikilli norðurljósasýningu. Var því brugðið á það ráð að slökkva á götuljósum víða á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 22 en ljósin létu bíða eftir sér og fóru ekki að dansa á himninum fyrr en upp úr klukkan 23. Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðivefsins segir að norðurljósasýningin hafi staðist væntingar hans en mesti krafturinn í ljósunum var reyndar í nótt á milli klukkan 2 og 3. „Ljósin komu örlítið á eftir áætlun þar sem við áttum von á þeim fyrr um kvöldið en það er einfaldlega mjög erfitt að spá fyrir um hvenær þetta efnisstreymi kemur yfir okkur. En þeir sem biðu til klukkan ellefu fengu að sjá mjög glæsilega ljósasýningu. Mér sýnist það einmitt á samfélagsmiðlum að þeir sem voru úti þá og sýndu þolinmæði fengu býsna fallega sýningu að launum,“ segir Sævar. Hann segir að í kvöld og annað kvöld ættu að vera fínar líkur á að sjá norðurljós en að hans sögn er besti tíminn til þess að sjá norðurljós svona í kringum ellefu.Sævar Helgi Bragason.Vísir/GVA„Þannig að ef fólk fer svona í smá nætur-pikknikk þá ætti það að geta séð mjög fallega sýningu,“ segir Sævar. Lykilatriðið sé að sýna þolinmæði. „Þetta kemur nefnilega alltaf í bylgjum. Stundum blossar þetta upp í nokkrar mínútur og svo fjarar þetta út en síðan kemur önnur bylgja. Þetta er því miður ekki eins og einhver kvikmyndasýning sem maður getur bara kveikt á því maður þarf alltaf að bíða og þetta er kannski bara ágætis æfing í þolinmæði. Svo er þetta líka bara góð leið til þess að njóta náttúrunnar og gera eitthvað annað en maður gerir á hverju kvöldi,“ segir Sævar. Norðurljósin eru í belti í kringum norðurheimskautið og í gærkvöldi var beltið beint yfir Íslandi. „Þannig að þegar maður horfði beint upp í himininn þá sá maður þau. Agnirnar frá sólinni sem mynda norðurljósin ferðast eftir því sem heitir segulsviðslínur sem maður getur ímyndað sér að séu eins og þvottasnúrur. Svo þegar agnirnar koma yfir þá hreyfast þessar línur og það er í rauninni það sem við sjáum; það eru þessar agnir frá sólinni sem eru að ferðast eftir þessum segulsviðslínum og það sem er beint yfir okkur það sjáum við en ekki það sem er lengra frá.“
Tengdar fréttir Tímaspursmál hvenær norðurljósin láta sjá sig Sævar Helgi Bragason biður fólk um að sýna þolinmæði. 28. september 2016 22:31 Norðurljósin eftirminnilegust Ferðamenn sem sækja Ísland heim virðast vera mjög sáttir við dvöl sína hér á landi ef marka má nýja könnun sem Maskína framkvæmdi á meðal ferðamenna fyrir Ferðamálastofu. 29. september 2016 07:25 Norðurljósaæði á Íslandi Aukning ferðamanna yfir vetrarmánuði er að verulegu leyti rakin til norðurljósa sem ná sex stigum í kvöld, sem er fátítt. 28. september 2016 13:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Tímaspursmál hvenær norðurljósin láta sjá sig Sævar Helgi Bragason biður fólk um að sýna þolinmæði. 28. september 2016 22:31
Norðurljósin eftirminnilegust Ferðamenn sem sækja Ísland heim virðast vera mjög sáttir við dvöl sína hér á landi ef marka má nýja könnun sem Maskína framkvæmdi á meðal ferðamenna fyrir Ferðamálastofu. 29. september 2016 07:25
Norðurljósaæði á Íslandi Aukning ferðamanna yfir vetrarmánuði er að verulegu leyti rakin til norðurljósa sem ná sex stigum í kvöld, sem er fátítt. 28. september 2016 13:00