Viðskipti innlent

Bioeffect tapar ellefu milljónum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Kristinn D. Grétarsson er forstjóri ORF líftækni.
Kristinn D. Grétarsson er forstjóri ORF líftækni. Vísir/Daníel
Tap var á rekstri félagsins Bioeffect ehf. um 11 milljónir króna árið 2015. Viðsnúningur var hjá félaginu en árið áður nam hagnaður félagsins 3,1 milljón króna.

Bioeffect framleiðir og selur snyrtivörur og innihaldsefni fyrir snyrtivörur. Auk þess rannsakar félagið innihaldsefni fyrir snyrtivörur og þróar afurðir úr þeim, að því er kemur fram í ársreikningi félagsins. Vörur Bioeffect eru seldar í yfir þúsund verslunum í yfir þrjátíu löndum. Eins og Markaðurinn greindi frá á dögunum voru vörur félagsins nýlega teknar til sölu í Harrods­ á Englandi.

Heildarvelta félagsins árið 2015 nam 713 milljónum króna, samanborið við 573 milljónir króna árið 2014, og jókst því um 24,5 prósent milli ára.

Eigið fé í árslok 2015 nam 44,4 milljónum króna, og dróst saman milli ára. Eignir í árslok námu 339 milljónum króna, samanborið við 289 milljónir króna í árslok 2015.

Bioeffect er í eigu ORF líftækni hf.


Tengdar fréttir

Fyrsta íslenska varan í Harrods

Stærsta deildaverslun Evrópu hóf á dögunum sölu á íslensku húðvörunum BIOEFFECT. Sölustaðir varanna eru nú yfir þúsund í þrjátíu löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×