Viðskipti innlent

At­hygli í sam­starf við eitt stærsta al­manna­tengsla­fyrir­tæki heims

Sæunn Gísladóttir skrifar
Athygli var stofnað árið 1989 og er í dag stærsta almannatengslafyrirtæki landsins.
Athygli var stofnað árið 1989 og er í dag stærsta almannatengslafyrirtæki landsins. Mynd/Athygli
Athygli hefur gerst samstarfsaðili almannatengslafyrirtækisins Burson Marsteller sem er eitt stærsta fyrirtækið á því sviði á heimsvísu með 73 skrifstofur og 85 samstarfsaðila sem samanlagt starfa í 110 ríkjum í sex heimsálfum, segir í tilkynningu.

„Við erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi því í síbreytilegum heimi þar sem upplýsingar ferðast milli heimsálfa á augnabliki skiptir alþjóðlegt samstarfsnet öllu máli. Við fáum mun sterkari ásýnd meðal erlendra aðila sem vilja kynna sig á Íslandi og að sama skapi getum við nú boðið íslenskum viðskiptavinum okkar aðgang að enn víðtækri miðlun upplýsinga á heimsvísu,“ segir Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli.

Saga Burson Marsteller spannar yfir 60 ár og félagið þjónustar mörg af stærstu fyrirtækjum samtímans sem eru leiðandi á sínu sviði. Athygli var stofnað árið 1989 og er í dag stærsta almannatengslafyrirtæki landsins. Samkomulagið hefur þegar tekið gildi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×